Vikan


Vikan - 29.12.1983, Síða 37

Vikan - 29.12.1983, Síða 37
Ljósm.: Ragnar Th. Texti: Borghildur Anna Og þá er liðið að áramótum, þessum árlegu hátíðahöldum allra lands manna. Mannfólkið mátulega komið yfir að kyngja jólasteikinni og vaggar í vinnuna mett og sællegt. Framundan er sjálft aðalkvöld ársins, þegar gamla árið er kvatt og það nýja boðið velkomið - að sjálfsögðu eru þá allir komnir i spariskrúðann enn einu sinni. í því tilviki má hárið ekki gleymast, algjörlega harðbannað að hafa það eins og úfinn hænurass í vindi þegar arkað er í átt að næstu áramótabrennu. 52. tbl. Vikan 37 Meðfylgjandi hugmyndir að æskilegu ára- mótahári fengust frá hárgreiðslustofu þeirra Eddu og Dollýjar að Æsufelli 6. Allt unnið eingöngu úr L'Oréal vörum, jurtaskol megin- uppistaðan í hárlituninni og permanentið þurrkað á andartaki í Wella-tölvuþurrku. Ein mínúta á stutt hár, aðeins meira fyrir sítt - en svo skammur tími að enginn þarf að fara út af stofunni með blautt hár lengur. Sýning arfólk að þessu sinni var Sigurlína Hreins- dóttir, Hrafn Friðbjörnsson, Bryndís Einars- dóttir og Lára Vilhjálmsdóttir. Um snyrtingu sá Bjarkey og notaðar voru vörur frá Lancome.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.