Vikan


Vikan - 29.12.1983, Síða 38

Vikan - 29.12.1983, Síða 38
Stjörnuspá Hrúlurinn 21. mars 20. april Þér hefur hætt til þess aö láta áhuga- málin og ánægjuna sitja fyrir skyldu- störfum. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki nema eitt í för með sér og þaö er ekki til neinna bóta fyrir þig. Krabbinn 22. jiini - 23. júli Næsta vika verður viðburöarík. Þú munt þurfa að taka ein- hverja ákvörðun sem tengist fjármálum og þú ættir að íhuga vel þinn gang áður en þú gerir eitthvað róttækt í þeim málum. Vogin 24. sept. - 23. okt. Þú hefur lagt hart að þér upp á síðkastiö og ættir því að hvíla þig um stund ef færi gefst. Einhver leiöindi, sem þú hefur tekið nærri þér, munu verða úr sög- unni fyrr en varir. Sleingeitin 22. des. 2Ö. jan. Þú færö ákaflega skemmtilegt verkefni á næstunni og þú ert í góðu andlegu ástandi til aö takast á viö það. Einhver at- burður hefur farið ákaflega í taugarnar á þér en nú er það úr Nautið 21. aptíl 21. mai Þú færð erfitt verkefni sem þú ert alveg dauðhræddur við að takast á hendur. Þú vanmetur hæfileika þína hvað eftir annaö og þú ættir að fenginni reynslu að vita að það er algjör óþarfi. Þér finnst tilveran eitthvað daufleg þessa dagana. Er það ekki bara vegna þess að mikið hefur verið að gerast hjá þér aö undanförnu og því kemur þessi hæga- gangur á hlutunum þér á óvart? Tvíburarnir 22. mai-21. júni Það er mikið að gerast í einkalífi þínu þessa dagana og stormasamt samband þíns og vinar þíns setur mikinn svip á helgina. Reyndu aö stilla skapsmuni þína, annars munt þú sjá eftir því. Meyian 24. ágúst - 23. sept. Þú lifir ákaflega spennandi lífi og þú veist aldrei atburði næsta dags fyrir. Þér hættir til að vera vanþakklátur en mundu að margir öfunda þig og vildu vera í þínum sporum ef þeir gætu. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nów. Þú hefur lengi gengið með eina stóra ósk í maganum og nú eru allar líkur á að þessi ósk rætist von bráöar. Þú verður beðinn um að gera ákveðnum manni greiöa og ættir að drífa í því. Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Þú munt hafa mikið að gera næstu daga, svo mikið að þú ferð í vont skap. En reyndu aö muna að þaö er ekki fólkinu í kringum þig aö kenna hve upptekinn þú ert! Sýndu tillits- semi umfram allt. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Þú færð fréttir af ákveðnum atburði sem þú átt ákaflega erfitt með aö trúa. Þér hættir til aö taka allt of mikið mark á því sem aörir segja. Þú ættir að reyna aö mynda þér þínar eigin skoöanir. Fiskarnir 20. febr.- 20. mars Framan af verður vikan ákaflega hvers- dagsleg. Síðan máttu búast við að lifni yfir lífinu því þú færð heimsókn sem hefur mjög skemmtilegar afleiðingar í för meö sér fyrir þig. Fimm mínútur með Wif/y Breinho/st Það má sjálfsagt alltaf rökræða um söngraddir, mína svo sem líka ef því er að skipta. Ég ætla svo sem ekkert að fara að halda því fram að hún sé samkeppnis- fær við Pavarotti eða Placido Domingo en á hinn bóginn er rétt að geta þess að hún er nú ekki verri en svo að ástæða hefur þótt til að nota hana í kór. Við höldum aðalæfingu einu sinni á ári og hún stendur oftast ögn lengur en til var ætlast. Það kemur jafnvel fyrir að maður verði ofurlítið rakur en þegar maður hefur nú lagt sál og söngrödd að veði hvert einasta fimmtudagskvöld í heilt ár fyrir: ,,í vor kom ég suður með sólskin í hjarta. . .” án þess að fá nokkuð að bergja á annað en appelsín, þá finnst mér nú hrein- skilnislega sagt að maður eigi fyrir einni aðalæfingu. Maríanna er á annarri skoðun. Þegar aðalæfingin var haldin fyrir skömmu mætti ég sam- viskusamlega. Það var orðið nokkuð áliðið þegar æfingin var búin. Ja, eiginlega allnokkuð áliðið. Það var dimmt í húsinu þegar ég fikraði mig í átt að aðal- dyrunum. Maríanna svaf greini- lega svefni hinna réttlátu. Ég stakk vindilstúf í skráargatið og sneri en vindillinn var hollenskur og ekki sniðinn fyrir þessa gerð af lásum. Það var ekki fyrr en nátt- hrafn, sem átti af tilviljun leið framhjá, bauð mér aðstoð sína að ég slapp inn. Hann tók í húninn og spyrnti í með hnénu og hurðin spenntist upp. Ég bauð honum lykla af kippunni minni í þakklætisskyni. Hann trúði mér fyrir því að hann þyrði ekki heim til konunnar sinnar vegna þess að hann hefði verið á aðalæfingu í karlakórnum sínum og þá upp- götvaði ég að þetta var hann Magnús, formaðurinn, og svo sungum við í fortissimo eitt ein- asta erindi af ,,í vor kom ég suður með seðla í flösku. . .” og svo fór hvor til síns heima. Forstofan ruggaði svolítið þegar ég kom inn í hana. Það var eins og hún væri að reyna að hrista mig af sér en ég greip í handriðið og hélt mér fast þar til forstofan var búin að jafna sig. Þessi forstofukytra! Hún skyldi bara passa sig á morgun! Ég sleppti takinu á handriðinu og greip í skáphurðina. Aftur fór húsið að hringsnúast. Hver svo sem stóð fyrir þessu fannst mér það stráksskapur að vera að hrista til annarra manna hús um miðjar nætur svo að maður gæti ekki einu sinni hengt upp frakkann sinn. Off, þetta var nú aðalæfing í lagi. Ég skal ábyrgjast að við sungum eitthvað. Það var að minnsta kosti eitthvað sem söng í hausnum á mér. Ég fór varlega úr skónum og fleygði þeim gæti- lega í hornið á forstofunni. — Ussss! sagði ég og lagði fingurinn á varirnar til áherslu. Svo byrjaði ég að læðast upp stigann. Ég var kominn hálfa leið upp þegar gauksklukkan í borðstofunni galaði tvisvar. Bölvaður fuglinn gargaði svo heyrðist um allt hús. Ef Maríanna heyrði þetta nú. Til öryggis galaði ég tíu sinnum I viðbót nokkurn veginn eins og fuglinn I gauksklukkunni. — Hvað er klukkan? spurði Maríanna syfjulega þegar ég læddist varlega inn í svefnher- bergi. — Tólf, sagði ég fljótmæltur, alls ekki meira en tólf. Heyrðirðu ekki að klukkan sló tólf rétt í þessu? Svo fór ég í rúmið. Heiðri mínum var borgið. Ef ég var kominn heim fyrir tólf varð aldrei neitt vesen. 38 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.