Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 39

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 39
Gauksklukkan Þetta var nú meiri aðalæfing- in! Það var aldeilis líf í tusk- unum! Það var rétt eins og sæng- in væri gengið í lið með lægð- unum sunnan við landið og jóla- bylurinn væri skollinn á. Við morgunverðarborðið spurði Maríanna hvort ég hefði verið seint á ferð. — Nei, nei, sagði ég hrað- mæltur. Rétt um tólfleytið. Það er eftir öllu borgaralegu velsæmi. Gauksklukkan sló reyndar tólf þegar ég var að fara upp stigann. — Varðandi gauksklukkuna, þá held ég að það þurfi að smyrja hans. Hún sló fyrst tvisvar, svo hikstaði hún og sló svo tíu sinnum I viðbót! Ég flýtti mér að snúa talinu að einhverju öðru. — Hér er verið að auglýsa fallega kvenhatta, sagði ég. — Vantar þig ekki einmitt nýjan hatt? Aðalæfingin gleymdist sem betur fór og ég hef haldið mig samviskusamlega heima síðan ... það er að segja, ég fór að vísu á aðalfundinn í húseigendafélag- inu í gærkvöldi. Ekki svo að skilja að ég sé í neinni ábyrgðar- stöðu í félaginu, en af því ég kom til greina sem endur- skoðandi hjá félaginu þá fannst mér skylda mín að mæta. Ég lofaði að vera kominn heim fyrir tólf. Nú veit ég eiginlega ekki hvernig tíminn fer að því að líða stundum, en ég komst að raun um að klukkan var að verða þrjú þegar ég fór úr skónum í forstof- unni — ofurvarlegaþó. — Ussss, sagði ég við sjálfan mig og læddist upp stigann. Þetta gat aldrei gengið vel. En nú ætlaði ég líka að hætta öllum aðalfundum og æfingum og svoleiðis. Brak, raaaakkk, heyrðist I hverri tröppu. — Er nokkur þarna? heyrði ég syfjulega rödd segja I myrkrinu uppi I svefnherbergi. Ég fékk snilldarhugmynd. . ég galaði tólf sinnum eins og gauk- urinn I gauksklukkunni, hátt og snjallt. — Þetta er bara ég, sagði ég — Hvað er klukkan? — Tólf, heyrðirðu ekki að klukkan var að slá? Það tók aðeins lengri tíma að kjósa endurskoðanda en ráð var fyrir gert. Ég var nú samt kosinn. Svo fór ég að sofa. Við morgunverðarborðið var dálítið kuldalegt andrúmsloft. Ég held ég verði að minnsta kosti að kalla það þvingað. Loks rauf Maríanna þögnina: — Jæja, við verðum að drífa I að láta gera við klukkuna núna, sagði hún jökulköldum rómi. Á miðnætti í nótt sló hún fjórtán sinnum! x'río' i1 • . i 110^1 i 'j i v.'V \ >’ '' ' V 11 i ' i »» » , , 1 11 1 ' 11 YT1 \ i , i ,, t1 « ' * i » « ,• ,, i .«,«, 52. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.