Vikan


Vikan - 29.12.1983, Síða 45

Vikan - 29.12.1983, Síða 45
FRAMHALDSSAGA það versta var að baki. Síðasti áfanginn. . . . Larry Dowling birtist við oln- bogann á Dany og tók af henni rit- vélina, spurði áhyggjufullur hvort henni liði nokkuð illa. Augu Larrys, hugsaði Dany, voru eins og silungsá í Kent þegar sólin skein á hana. Tær og svöl — og vingjarnleg. Þegar hún horfði í þau fann hún aftur aö hann var áreiðanlegur maður — sem Lash var aftur á móti ekki. Og þó. . . . Gussie Bingham, smekklega klædd í fölf jólublátt léreft sem féll frábærlega vel að bláskoluðu hár- inu, sagði hressilega: „Þú ert þreytuleg, væna mín. Ég vona að þú leyfir hr. Holden ekki aö kom- ast upp með að láta þig vinna lengi frameftir. Sjálf svaf ég prýðilega í nótt. En sem betur fer sef ég alltaf vel, hvar sem ég er stödd. Þetta er allt spurning um stjórn. Ég held að þú hafir ekki enn hitt hr. Ponting, einkaritara bróður míns. Hr.Ponting. . . !” „Kæra frú!” sagöi hr. Ponting, hraðaði sér að gegna fingrinum sem benti honum svo kref jandi. Dany flýtti sér að snúa sér við, þannig aö hún sneri baki í birtuna, og heilsaði hr. Ponting með handabandi. Hönd hans virtist máttlaus, líkt og beinlaus, og mjúk eins og kvenhönd og röddin var há, björt og tilgerðarleg. „Ah!” sagöi Nigel Ponting glað- lega. „Samherji í launaþræl- dómnum! Róðrarþræll! Þú og ég, ungfrú Kitchell — ekki annað en fótumtroðnir einkaritarar, strit- andi í hunangssöfnun í þessu skrautlega geri frístundaflugna. Þær strita ekki, spinna ekki heldur, en við erum tilneydd að gera hvort tveggja. Hróplegt óréttlæti, er ekki svo? Við verðum að mynda meö okkur stéttarfélag. Ah —! Eduardo. Buon giorno! Ég hitti þig ekki á hótelinu. Hvernig líður þér? Þú virðist í undursam- legu formi. Ég býst við að þiö þekkist öll tryllingslega vel núorðiö — ekki? Æ, almáttugur minn! Mér þykir ákaflega fyrir þessu. Ungfrú Kitchell, þetta er Signor Marchese di Chiago, sömu- leiöis gestur á leið til Kivulimi. Ungfrú Kitchell er einkaritari Holdens, Eduardo, svo við erum ámóta sett.” Markgreifinn laut yfir hönd Dany og horfði lengi rannsakandi á hana, mat aðdáunarveröa líkamsfegurð hennar, bætti viö gleraugum, toppi og lokkum og dró frá töluna sem honum hafði fyrst flogið í hug. Hann var grannur, dökkleitur maður, myndarlegur á dæmi- geröan ítalskan hátt og þó hann væri ekki öllu hærri en Nigel Pont- ing leit hann út fyrir að vera tvisvar sinnum hærri. Hinn fín- gerði hr. Ponting, hugsaði Dany, hefði verið ósköp snotur stúlka. Og það fannst honum hugsanlega sjálfum því smjörgult hár hans var alltof sítt og hann leyfði einum listrænum lokki að falla hirðu- leysislega yfir hvítt enni sitt — að því er virtist til að afsaka það að hann hnykkti oft þokkafullt til höfðinu svo lokkurinn færi stutta stund aftur á sinn stað. Augu hans voru með tærum og óhvikulum bláum lit eins og postulínsaugu brúðu frá Viktoríutímanum, en engu að síður gáfu þau ónotalega til kynna að ákaflega fátt færi framhjá þeim. Dany varð meira en lítið fegin þegar hann greip ástúölega um handlegg mark- greifans og gekk burt, talaði glað- lega við hann um sameiginlega vini þeirra í Róm. Gussie Bingham hlýddi kalli ungfrú Bates og hraðaði sér til að aögæta eitthvað í sambandi við farangurinn. Hún tók Larry Dowling með sér og Dany settist í sæti skammt frá glugganum og barðist við nýja skelfingu sem gagntók hana. Einkennisklæddir menn komu og fóru, birtust snögg- lega í dyrum og litu athugulir um herbergiö og í hvert einasta skipti var hún sannfærð um aö það væri hún sem þeir voru að leita að. Allir ókunnugir voru eða gætu verið óeinkennisklæddir leynilögreglu- menn og í hvert sinn sem einhver leit á hana af tilviljun kólnaði hún upp af illum grunsemdum. Þeir gátu ekki stöövað hana núna! Ekki núna þegar hún var næstum komin í örugga höfn. Hana verkj- aði í höfuðiö, henni var kalt og ómótt og hún var stíf af áreynslu við að reyna að hugsa ekki um at- burði síðustu daga eða það skelfi- lega sem Lash hafði sagt kvöldið áöur: „Það er einhver sem hlýtur aö hafa verið með okkur í flugvél- inni.” En það var fáránlegt og óhugs- andi. Það gat ekki veriö neinn sem fór með þeim frá London. Dany sneri sér eirðarlaus og horfði yfir víðáttumikla, gráleita og rykuga flughöfnina og í því að hún gerði Andlitsböd, húdhreinsun, hand- og fótsnyrting. Dömur, athugið, sérstakur afsláttur af 3ja skipta andlitsnuddkúrum. Kreditkortaþjónusta 52. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.