Vikan


Vikan - 29.12.1983, Page 51

Vikan - 29.12.1983, Page 51
Ökláraðar peysur Kæri draumráðandil Eg þakka margar gððar ráðningar á mínum draumum og annarra sem birst hafa í þessum dálki. Mig langar til að biðja þig um ráðningu á draumi sem mig dreymdi fyrir skömmu. Hann er mjög stuttur en hann var líka mjög skýr og ég mundi hann greinilega þegar ég vaknaði. Mér fannst ég koma á ýmsa staði þar sem bæði ég og skyldfólk mitt býr, pabbi og mamma, tengda- fólk mitt, í sumarbú- staðinn minn og svo kom ég auðvitað heim til mín. En alls staðar þar sem ég kom héngu uppi hand- prjónaðar peysur sem ég hafði prjónað. Þær voru ákaflega fallegar, sumar mikið útprjónaðar, sumar einfaldar í alls kyns litum, en allar höfðu þær eitt sam- eiginlegt. Engin þeirra var fullkomlega búin, við nán- ari athugun. Það átti eftir að klára að ganga frá endum, sauma litla sauma o.s.frv. Mér fannst þetta hálfgerður trassaskapur af mér í draumnum og var einmitt að hugsa að mig langaði svo að fara að nota eitthvað af þessum peysum og yrði því að drífa íþví að klára þærl Með kærri kveðju. Hildur. Þessi draumur bendir eindregið til þess að þú nýtir hæfileika þína ekki til fulls, einkum í hagnýtum efnum og hvað varðar allar endurbætur á fjárhag. Þetta á sérstaklega við ef hann er eitthvaðbágborinn. Draumurinn er fyrst og fremst ábending um að fullnýta hæfileika þína á öllum sviðum og vera ekki hrædd við það. Draugar og dans Kæri draumráðandil Mig dreymdi þennan draum fyrir skömmu. Hann var ofboðslega skýr. Eg var að keyra í Reykja- vík með pabba, mömmu, afa, ömmu, bróður hennar mömmu og frænku hennar. Afi og amma keyrðu fyrst, ég, pabbi og mamma í miðju og frændi og frænka seinust. Við vorum að leita að einhverj- um stað þar sem við gætum drukkið og borðað nestið okkar. Þegar við vorum komin á milli Reykjavíkur og Kópavogs sáum við hlið- arveg sem lá t gegnum sandhóla en í fjarska sáust blokkir. Þegar við vorum búin að keyra dálítinn spöl fórum við niður bratta brekku en fyrir neðan voru verkamenn að grafa í hól- ana. A ská á móti var guln- aður grasblettur og þar voru nokkrir krossar og mótaði fyrir gömlum gröfum (þetta átti að vera kirkjugarður). Við stönsuðum fyrir framan hann og skrúfuðum niður rúðurnar. Þá sáum við hvar upp úr einni gröfinni reis ung kona með ofsalega sítt Ijóst hár. Hún kemur að okkar bíl og segir við mig: Mín gröf er orðin svo göm- ul að enginn veit um hana lengur. Þtn gröf verður tekin ofan í mína og við skulum skemmta okkur vel saman. Og svo sjáum við hvar ungar og fallegar konur og menn rísa upp úr öllum gröfunum, konurnar voru allar með Ijóst sítt hár, misjafnlega sítt, sumar með hár niður á mitt bak, aðrar með aðeins síðara hár og sumar niður á iljar. Konan sem talaði við mig var langlaglegust og með síðasta hárið. Allar voru þær i íslenskum þjóðbún- ingi nema pilsin og vest- in voru rauð. Karlmennirn- ir voru í fötum frá í gamla daga. Eólkið fór að dansa og svífa en skyndilega hvarf það allt, hver ofan í stna gröf. Við ætlum að halda áfram og afi og amma keyra af stað en pabbi er þrjóskur og snýr við og fer aftur til baka og upp brekkuna. Við mamma erum lika þrjóskar og viljum að hann snúi við og það gerir hann. Þar sem hann snýr við festir hann bílinn. Við bíðum smá- stund og enginn segir orð og allt t einu losnar bíllinn af sjálfu sér og við keyrum niður brekkuna aftur. Fyrir neðan hana hafa frændi og frænka líka fest sig og eru í þann mund að losa sig þegar við komum. Þau fara á undan okkur og verka- mennirnir horfa undrandi á okkur. Svo keyrðum við framhjá öllum sandhólun- um til móts við birtuna og þá var draumurinn búinn. Dísa. I þessum draumi má rekja ákveðna sögu eða þró- un. I kringum þig mun einhvern tíma (kannski á næstunni) verða mikið um peninga, einhver fjárhags- gróði eða hagnaður úr að spila. Á því verða þó tafir að hægt sé að nýta þetta eða komast að því. Talsvert erfiði verður í kringum þessi mál og ekki laust við að reyni á þolrifin í einhverjum. Þetta getur skapað slæmt tímabil og mikið álag á einhverja í kringum þig og þar með ef til vill þig. Þú ættir sjálf að gæta þess að vera varkár í tali og vonast til þess að aðrir hafi vit á því sama. Margt bendir til að vina- hópur þinn og fjölskyldu þinnar breytist allnokkuð á þessu tímabili og einhver leiðindi verði í sambandi við vinina. Sumir snúa ef til vill við ykkur baki en aðrir birtast á sjónarsvið- inu. Niðurstaða þessa um- róts er óumdeilanlega já- kvæð, þó á ýmsu gangi, og þar er bæði um veraldlegan ávinning að ræða og and- legan. 52. tbl. Vikanst

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.