Vikan - 26.07.1984, Síða 5
Ljónapabbi gerði tilraun til að fjölga Ijónunum í dýragarðin-
um. Hann lét sig það engu skipta þó fjöldi mannlegra áhorf-
enda fylgdist með. i fyrra tókst honum ætlunarverk sitt, þá
Jitti ein kerlinganna hans unga.
. •
Dagur í dýragarði
Gamla konan var afar sorgbitin.
„Hann þekkir mig ekki lengur. Og
viö sem höfum veriö svo góðir
vinir.” Það var górilluapinn
Samson sem hún talaði um,
karlinn í górilluparinu í dýra-
garðinum í Kaupmannahöfn.
Mannapamir eru nýlega fluttir
þar á milli húsa. Gamla konan
taldi sannað að þessa flutninga
hefði karl ekki þolað, hann væri
alveg ruglaöur á hinum nýja stað.
Yfirstjórn dýragarðsins er á
annarri skoðun og þykir mikil
framför að hinu nýja apahúsi. I
stað einfaldra búra hafa aparnir
fengið þrískipt hús. Til endanna
búa górillurnar og simpansarnir. í
miðjunni er hins vegar vinnu-
svæðið. Górillunum er hleypt
þangað annan hvern dag og
simpönsunum hinn daginn. Ekki
geta þessir frændur unnið saman.
I búrunum og á vinnusvæðinu er
allt gert til að örva gáfnafar
apanna. Þeir geta náð sér í
ýmislegt góðgæti með því að nota
greinar eða litla steina. Simpans-
arnir voru fljótir að læra þetta
enda óhemju forvitnir. Górillurn-
ar fóru sér hins vegar hægt og eru
ekki komnar nærri því eins langt.
Yfirmenn dýragarðsins eru afar
hreyknir af þessu nýja húsi. Þeir
láta sér í léttu rúmi liggja sú gagn-
rýni sem aðeins hefur borið á.
Gagnrýnin snýst fyrst og fremst
um kostnaðinn. Húsið kostaði
heilar 12 milljónir danskra króna
eða 36 íslenskar milljónir. Þeir
sem alltaf vita best hvað hægt er
að gera við peninga hafa bent á að
nær hefði verið að reisa
barnaheimili fyrir dönsk börn en
hús fyrir útlenda apa. Mörgum
velgerðarstofnunum fannst apa-
búrið hins vegar svo mikilvægt að
þær gáfu peninga til þess. Og eftir
nokkur ár sættast eflaust allir á
það og finnst hin mesta framför að
því.
125 ár
Danski dýragarðurinn verður
125 ára þann 20. september í
haust. Bæði apahúsið og afrísk
savanna, sem opnuð verður í
sumar, eru búin til í þessu tilefni.
Miklar breytingar hafa reyndar
staðið yfir alveg síðan árið 1980.
Þá fengu mörg stóru rándýranna,
eins og til dæmis tígrisdýrin og
hlébarðinn, ný búr og stærri. Ári
seinna fengu norrænu dýrin,
hreindýr og sauðnaut, betri
aðstæður. Mörgæsirnar voru næst-
ar í rööinni í hittifyrra og í fyrra
voru þaö gauruxarnir. Á næsta ári
á síöan aö búa til stóran barna-
dýragarð. Þar eiga að verða ýmis
meinlaus dýr sem börnin geta
komist í nána snertingu við, kýr
sem mjólkuð er á málum, hænsni,
hestar, sem hægt verður að fá að
setjast á bak á, kanínur og fleira.
Skólar ætla að notfæra sér hinn
nýja barnadýragarð og fara með
börn þangað í hópum og segja
þeim til.
Þessi nýi barnadýragarður
kemur til með að kosta 5,3
danskar milljónir. Ymsar
stofnanir hafa gefið hluta af þess-
ari upphæð, annað er lánað án
vaxta. Vonast er til að vinna við
þessa nýju deild garðsins geti
hafist á afmælisdaginn í haust.
Litillen vinalegur
Dýragarðurinn í Kaupmanna-
höfn er ekki stór miðað við til
dæmis dýragarðinn í London. En
hann er mjög vinalegur. Það
virðist fara tiltölulega vel um flest
dýrin og þau una sér vel, svo vel
að það er ekki óalgengt að í
garðinum fæði þau af sér
afkvæmi. Slíkt gerist ekki víða í
dýragörðum.
Öll mikilvægustu dýrin eru líka
þarna, ljón, tígrisdýr, birnir, úlf-
ar, slöngur, fílar, flóöhestar, gír-
affar og svona mætti lengi telja.
Svæðið milli búra dýranna er
þakið fallegum gróðri. Þegar ég
var þar snemma í vor var allt að
springa út, bæði dýrunum og
fólkinu, sem kom til að skoða þau,
til mikillar gleði.
Mikið er gert fyrir gestina,
greinilegar merkingar og sérstök
skrifstofa, þar sem hægt er að fá
nánari upplýsingar, sléttir og
góðir göngustígir, aö mestu
tröppulausir, hreinlætisaðstaða og
veitingar.
Aðgangurinn kostar 8 krónur
fyrir börn, 23 fyrir fullorðna og 18
krónur fyrir ellilífeyrisþega. Á
sumrin er opið alla daga frá 9—17,
30 tbl. Víkan s