Vikan


Vikan - 26.07.1984, Side 6

Vikan - 26.07.1984, Side 6
Tígurinn var orðinn óþolinmóður að bíða eftir matnum sínum. Hann gekk um gólf og leit stíft á áhorfendur til að kanna hvort fóðrunarmeistarinn leyndist ekki á meðal þeirra. Dagur í dýragarði Turninn, tákn dýragarðsins í Kaupmannahöfn. Úr honum sést yfir allt svæðið. Aðgangur kostar 5 krónur. á veturna frá 9—16. Júlí og ágúst er opið klukkutíma lengur en aðra sumarmánuði, til klukkan 18. Þó að hægt sé að kaupa veitingar á svæðinu skal engum ráðlagt það. Þær eru bæði dýrar og vondar og á sumrin, þegar mikiö er að gera, getur biðröðin orðið mjög löng. Danir hika ekki við að koma með nesti með sér og ættu íslendingar að geta tekið upp siði þeirra. Barnakerrur og hjólastóla er hins vegar hægt að skilja eftir heima því hvort tveggja er hægt að fá lánað án endurgjalds í garðinum. Garðurinn er í horni Friðriks- bergsgarðsins. Þangað er hægt að komast með strætó númer 28 og 41 frá Ráðhústorgi og númer 39 frá Friðriksbergi. Heill dagur i dýragarði Það er auðséð að margir Danir koma oft í dýragarðinn sinn og eru þar lengi í einu. Þegar staðnæmst var hjá búrum dýranna mátti heyra langar og miklar samræður um þau. Fólkiö þekkti þau meö nöfnum og bar atferli þeirra saman við þaö sem hafði verið síðast þegar þau voru skoðuö. „Nú er Fífí í fýlu. Siðast þegar ég sá hana brosti hún út að eyrum.” Það kemur líka stundum fyrir að garðurinn er bókstaflega að springa af fólki. Til dæmis komu hvorki meira né minna en 56 þúsund manns í heimsókn um páskana. Þá lá við að börn og gamalmenni træðust undir. Um helgar er ekki óalgengt að gestir komist upp undir 50 þúsund. Is- lenskum ferðalöngum skal því ráðlagt að fara fremur virka daga en helga ef þeir geta komiö því við. Það er enginn vandi að eyða heilum góöviðrisdegi í dýra- garðinum, reika um á milli dýr- anna, setjast niður á bekk og njóta sólarinnar og borða nestið sitt. Til að auka ánægju gestanna er dýrunum ekki gefið að éta öllum á sama tíma. Allan daginn er því hægt að sjá hinar ýmsu tegundir 6 Víkan 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.