Vikan


Vikan - 26.07.1984, Page 12

Vikan - 26.07.1984, Page 12
Litið inn til listamanna: ■ H leii TISÓ kr lá í sambandi við heimsókn forseta Íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Finn- lands nýverið var opnuð sýning þar sem þetta verk Leifs Breiðfjörðs gleður augu gesta. Glermyndahefð á íslandi á sér ekki langa sögu. Á meðan franskar, enskar og þýskar kirkj- ur á miðöldum glömpuðu af marg- litum glermyndum voru litlu íslensku kirkjumar fremur fá- brotnar útlits enda fátækt mikil á heimaslóö þeirra. Það er fyrst á 20. öld að glermyndir fara að birt- ast á íslandi. Einna fyrstu gler- myndir í íslenskum kirkjum em gluggamir í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík og í Bessastaðakirkju, skreytingar gerðar af erlendum glerlistarmönnum. En fljótlega komu fram á sjónarsviðið íslensk- ir listamenn sem námu þessa list erlendis og era þar fremstar í flokki listakonuraar Nína Tryggvadóttir og Gerður Helga- dóttir en list þeirra er þekkt bæði hér heima og erlendis. Einn arf- taki þessara kvenna og það nafn sem er hvað þekktast í glerlist á íslandi um þessar mundir er án efa Leifur Breiðfjörð, en hann nam glerlist að loknu námi við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands við Listaskólann í Edin- burgh, Edinburgh College of Art. Leifur hefur einnig ferðast mikið um Evrópu og kynnt sér glerlist og fyrstu verkefni hans eftir að hann kom heim frá námi 1968 vora gluggaþrenning fyrir Fossvogs- kapellu og veggur í gamla góða Þjóðleikhúskjallaranum. Leifur hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjöl- mörgum sýningum bæði hér heima og erlendis og verk hans má sjá víða, á Hótel Sögu, á Skála- felli í Hótel Esju, í Bústaðakirkju í Reykjavík, í Flateyrarkirkju, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá hefur Leifur hannað bæði rými svo og alla innanstokksmuni kapellu Kvennadeildar Landspítala Is- lands en kona hans, Sigríður Jóhannsdóttir vefari, á þar heið- urinn af myndvefnaði, en þau Leifur vinna mikið saman. Vikan heimsótti Leif á dögunum í vinnustofu hans að Sigtúni 7 í Reykjavík en þar, í blikksmiðju föður síns, Breiðfjörðsblikk- smiðju, hefur Leifur haft vinnuað- stöðu frá því hann lauk námi. Á vinnustofunni var öll fjölskyldan saman komin: eiginkonan var að blýleggja hluta af dreka nokkram sem kemur til með að gleðja gesti Kjarvalsstaða í framtíðinni og synirair, Jói og Óli, vora ýmist að dunda við að smíða eða litu í blað inn á milli. 12 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.