Vikan - 26.07.1984, Síða 15
vinnustofu LeHs Breiðfjörðs
glerlistarmanns
skýröi gang mála fyrir blaöa-
manni:
„Helstu efnin sem eru notuð við
gerð glermynda eru glerið sjálft
sem er antíkgler og er gegnumlit-
að. Það er hægt aö fá mismunandi
áferö á glerið, eins og bólótt, æðótt
og eins er hægt að fá það mislitt.
Þá eru notaðir blýfalsar sem eru í
mismunandi breiddum og tengja
saman hin ýmsu glerform
myndarinnar og aö lokum er lóð-
tin notað til að tengja blýfalsana
saman. Þegar ég ræðst í þaö verk-
efni að gera glermynd fyrir ein-
hvern ákveöinn stað er fyrsta verk
mitt aö athuga allar aðstæður á
staðnum, birtu, staðsetningu
glugga, umhverfið og fleira. Eftir
að hafa velt þessu fyrir mér, mis-
munandi lengi eftir verki, geri ég
frumteikningu að glermyndinni en
þessi frumteikning er síðan stækk-
uð upp í réttar stærðir.
Þá fer að koma að glerskuröi og
að velja glerið og þá þarf að gera
vinnuteikningar þar sem allar blý-
línur eru merktar inn á. Þessa
vinnuteikningu mála ég síðan aft-
an á stóra glerrúðu sem er stað-
sett þannig að dagsbirtan fellur í
gegnum hana. Gleriö er síðan
skorið meö glerskera eftir þessum
vinnuteikningum. Þetta er gert á
ljósborði og fest upp á glerplötuna
en þannig eru litirnir valdir
saman.
Þá kemur til blýlagningin sem
Sigríöur vinnur að mestu og þegar
henni er lokið er lóöfeiti borin á
samskeyti blýfalsanna og lóðað
með tini. Þetta er gert báðum
megin glermyndarinnar en síðan
er kíttað í blýfalsana og þeim
þrýst að glerinu og lokaö og mynd-
in þannig fest. Að lokum tekur
hreinsun við en frágangurinn miö-
ast síðan við endanlega staðsetn-
ingu verksins.
Þegar ég geri steindan glugga
fyrir ákveðinn stað þróast verkiö í
gegnum ótal skissur og teikningar
þar til endanleg vinnuteikning er
gerð. Oft gefur þessi forvinna
miklar upplýsingar um vinnu
listamanna og listaverkin sjálf.
En mér hefur fundist allt of lítil
rækt lögð við þessa hlið á vinnu
listamanna yfirleitt.”
— Engin vinnuslys?
„Ekki mikiö, verk hafa dottið í
gólfið meö minni háttar afleiðing-
um. En ég átti einu sinni verk sem
komið var í heimahús en ekki búiö
að setja upp. Þaö lá upp viö
glugga þegar köttur geröi sig
heimakominn og kom inn glugg-
ann og velti verkinu um koll. Þetta
var mynd sem var alveg tilbúin til
uppsetningar. Nei, það er frekar
lítið sem hefur brotnað en ef það
kemur fyrir er ekki annað að
gera en annaðhvort að gera við
verkið eða vinna það upp á nýtt og
allar teikningar eru aö sjálfsögðu
fyrir hendi.”
Hef alltaf verlð veikur fyrir
flugdrekum
Þegar komið er inn fyrir dyrnar
á vinnustofu Leifs í Sigtúni 7 blasir
við risastór flugdreki úr pappa á
veggnum en aö þessum dreka er
Leifur einmitt að vinna núna.
„Þessi flugdreki eöa bróöir hans
úr glerinu á að fara á Kjarvals-
staði. Þetta er eitt af skúlptúr-
verkunum, hann er stór og kemur
til með að hanga í loftinu á Kjar-
valsstöðum en annars er hann
þannig úr garði gerður að þaö er
hægt að taka hann í sundur í parta
sína og hengja til dæmis hluta
hans í glugga, nú eða drekinn get-
ur haldið til á gólfinu í stað þess að
hanga yfir fólki. Drekinn er eigin-
lega kominn til af því að ég var
meö verk á samsýningu FIM á
Kjarvalsstöðum 1980. Ég geröi til-
lögu að verki, hún var samþykkt
1982 og ég hef verið aö vinna í
drekanum af og til síðan. Þarna er
hugmyndin sú að nota efni í verk
sem annars er ekki nothæft í raun-
veruleikanum. Enginn myndi láta
sér detta í huga að útbúa glerflug-
dreka ef hann ætti að fljúga. Ég
hef gaman af að nota glerið í eitt-
hvað sem í raunveruleikanum er
ekki mögulegt.”
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Leifur leikur sér meö flugdreka og
brúnin lyftist á listamanninum
þegar taliö berst að flugdrekum:
„Þetta er ekki fyrsti glerflug-
drekinn sem ég geri. 1969 var ég
með flugdreka á sýningu í Nor-
ræna húsinu. Ég hef líka leikið mér
með flugdreka með strákunum
mínum, bjó einu sinni meira að
segja til kolkrabba sem flaug á
flugdrekadegi á Kjarvalsstöðum.
1979 má segja aö hafi verið nokk-
urs konar flugdrekaár hjá okkur
Loftskreyting á Skálafelli
í Hótel Esju.
fjölskyldunni, vorum mikið að búa
til flugdreka og upp úr því má
segja aö ég hafi snúið mér að gler-
drekunum. Það var tímabil sem
ég varð næstum að velja á milli
flugdrekans og vinnunnar. Ég hef
meira að segja komist í kast viö
lögin út af dreka sem ég og strák-
arnir mínir vorum með á lofti. Eg
var í óðaönn að greiða úr ein-
hverri flækju þegar allt í einu
stendur hjá mér lögregluþjónn
sem segir aö ég sé kominn með
dýrið í aöflugslínu. Ég stóð þarna
einn og vandræðalegur því strák-
arnir voru auðvitað roknir eitt-
hvaö.
Eg hef átt glerdreka á sýningu í
Finnlandi, á flugdrekasýningu.
Það hefur verið gaman aö þessum
dreka sem á að fara á Kjarvals-
staöi og það veröur sárt aö missa
hann en hann á eflaust eftir að
eiga góða daga á Kjarvalsstööum
og þaö verður gaman að fylgjast
með hvort hann veröur í náðinni
eða ekki þegar ég kem þangað.”
30. tbl. Vikan 15