Vikan - 26.07.1984, Qupperneq 20
„Enn eitt rothöggið,” hugsaði
ég, en það hefur þessi áhrif á mig
líka svo að ég held mig á
mottunni. Foreldrar mínir fluttu
ekki þangað frá Chicago fyrr en ég
var í gagnfræöaskóla og ég hef
aldrei vanist losarahættinum þar.
„Faðir þinn hlýtur að hafa
verið einhvers konar auðjöfur,”
sagði Ellie á leiðinni.
„Sannur óvinur fólksins.”
„Hvað gerði hann? ”
„Bókhaldari — fyrirtækis sem
bjó til vínil sætisáklæði.”
„Eins og þú.”
„Nei. I hans augum var þetta
starfiömeð stóru S—i.”
„Það var gott að þú sagðir mér
þetta. Það væri svo leiðinlegt að
halda að þér væri alvara með
búðina eða svoleiðis. ”
„Þetta er aðeins starf mitt —
ekkert annað. Ég lenti í þessu á
áttunda áratugnum þegar stjórn-
málaskoðanir mínar fóru að
breytast.”
„Staðreyndin er sú,” sagði
hún, „að hvorugt okkar er að
gera það sem við vorum að gera
fyrir tíu árum. Þú stjórnaðir
kröfugöngum og hélst ræður en ég
bjó mig undir hjónabandið. Nú er
ég hætt við að vera gift og þú leitar
að nýrri útrás fyrir stjórnmála-
áhugann, en við lifum þó enn. ”
Pabbi var að blanda áburð úti í
garði þegar við komum. Hann
kom og tók þéttingsfast í hendur
okkar — stór maður með úlnliði á
við upphandleggina á mér.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna
hann varð ekki verkalýðsleiðtogi.
Það hefði hæft honum svo vel —
útlitsins vegna. En ég skil líka vel
að hann velti því fyrir sér hvers
vegna ég, þessi nærsýni, granni
maður, gerðist ekki viðskipta-
fræðingur meö stór gleraugu.
Hann horfði á litla bílinn minn,
ekki beint með vanþóknun heldur
eins og það ylli honum von-
brigðum að ég væri að aka svona
bíl, á mínum aldri. „Eyddirðu
miklu bensíni á leiðinni?” spurði
hann og átti þá við að þessir litlu
bílar eru þekktir fyrir sparneytni.
„Of miklu. Við ættum kannski
að setja áburö á geyminn.”
„Þetta er tómstundaiðja mín,”
sagði hann við Ellie. „Ég býst
ekki við að Carl hafi fengið áhuga
ágarðvinnu?”
„Á illgresi og glerbrotum,”
sagði ég.
„Það er fyrir framan húsið,”
sagði Ellie. „I bakgarðinum
ræktar hann baunir og spergil-
kál.”
„Þú hefðir átt að færa mér eitt-
hvað,” sagði hann, „sem garð-
yrkjumanni.”
„Manstu eftir snákunum?”
sagði ég. Árið sem við fluttum var
mikið af snákum í garðinum.
„Nú eru það dúfurnar úr bæn-
um,” sagði hann og benti upp á
þakið þar sem ég sá nokkrar feitar
dúfur bíða.
„Ég á í höggi við starrana,”
sagði ég og sá að Ellie gaf mér
þýðingarmikið augnaráð. Ég vissi
hvað hún var að hugsa: dúfurnar
hans og starrarnir mínir, bók-
haldið hans og bókhaldið mitt —
ágætiskenning í sjálfu sér.
OKKUR BRÁ þegar við komum
inn í kuldann. Foreldrar mínir
gerðu alltaf of mikinn mun á því
að vera inni og úti svo að það var
alltaf eins og að koma í annað
loftslag að fara inn.
„Mikið er þetta gott eftir hitann
á leiðinni,” sagði Ellie, brosti til
okkar pabba og fór að þvo sér en
skildi töskuna eftir.
„Við ættum kannski að fara
með tösku Eleanor upp til henn-
ar,” sagðipabbi.
„Ég vil ekki vera leiðinlegur en
viö ætluðum að vera í sama her-
bergi.”
„Ö,” sagði hann gætinn.
„Mamma þín hefði ekki verið
ánægð með það. En ég veit að
tímarnir breytast og mennirnir
með. Svo...”
„... aðþað er ílagi?”
Hann kinkaði kolli. Svipurinn
var blanda af feimni og stolti.
„Við getum farið með töskurnar í
herbergi móður þinnar eða gamla
herbergiðþitt.”
„Herbergið mitt,” sagði ég og
sá á svipnum á honum að ég hafði
valið rétt.
HANN GEKK á undan og Ellie
kom til okkar þegar við komum að
dyrunum.
„Viö höfum haft þetta fyrir
gestaherbergi frá því að Carl fór
að heiman,” sagði hann til að
skýra muninn á postulíns-
styttunum og leifunum af bjór-
dósasafninu.
Hann setti tösku Ellie við annað
rúmið og mína við hitt. Hann sagði
okkur að við þyrftum ekki að
hugsa um að fara út í mat því að
hann væri að elda mat sem hann
hefði aldrei reynt fyrr.
„Gott,” sagði ég og Ellie leit
viðurkenningaraugum á mig.
Eftir að hann var farinn teygðum
viö úr okkur í rúmunum og hún fór
að blaða í gömlu Andrésar andar
blöðunum mínum. „Það er matur
íþessu,”sagðiég.
„Æ, ég veit ekki,” svaraði hún.
„Andrés er eitthvað að plata
Andrésínu.”
„Hvað áttu við? Samband
þeirraersvo gott.”
„Ég held að hún vilji giftast
honum.”
„Hvers vegna er hún þá að fara
út með frænda hans? ”
„Svo að Andrés verði ekki of
montinn. Hann er vanur að ráða
yfir henni.”
„Hvernig veistu það? Þú ert
bara búin meðtvö blöð.”
„Ja, aðstæður eru ekki ókunn-
uglegar.”
Ellie heldur að ég skipti lífi mínu
niður í merktar einingar. En tak-
mörkin veröa eitthvað ógreini-
legri hérna heima, með kærustuna
innan um barnadótið.
Pabbi hafði búið til kvöldmat
eftir uppskrift úr vikublaði. Hann
bragðaði á matnum og beið svo
eftir viöbrögðum okkar.
„Ég vona að sósan sé ekki of
sterk,” sagði hann. „Það er í
henni rauö paprika, hvítlaukssalt,
berjahlaup og sinnep. ”
Rauð paprika? Mamma hélt
því fram að hún væri óholl fyrir
magann. Og pabbi notaði hana í
matinn!
Þegar við vorum búin að borða
og sátum yfir kaffinu sagði pabbi
okkur frá eldamennsku sinni.
Heilan mánuð hafði hann borðað
frystan mat sem mamma hafði
búið til — hver máltíð (þó að hann
segði það ekki) annarri verri. Svo
hafði hann lifað á snarli í heilan
mánuð en núna var hann farinn að
nota þekktar uppskriftir úr viku-
blöðum.
Ellie og pabbi lækkuðu róminn
á meðan þau voru að þvo upp í eld-
húsinu. Hefði ég átt að sjá þessi
tengsl þeirra fyrir? Nú voru
dyrnar opnaðar og pabbi sagði
ánægjulega: „Eleanor segir mér
að búðin velti tuttugu þúsund
dölum á mánuöi.”
„Það fer lítið af því í minn
vasa!”
„Ég veit að þú hefur góð laun
en tölurnar merkja góða stjórnun.
Yfirmennirnir hljóta að sjá það. ”
„Mér er sama hvað þeir sjá og
hvað ekki! Ég vil bara fá kaupið
mitt og vinna í friði. ”
Ég er alltaf að vona að þú takir
starfið alvarlegar.”
„Ég tek alltaf eitthvaö alvar-
lega. Þú hefur bara aldrei verið
ánægður með það sem ég tek
alvarlega.” Þrætutími. Hvort sem
það var Víetnam 1970, ózonbeltið
20 Vikan 30. tbl.