Vikan


Vikan - 26.07.1984, Side 23

Vikan - 26.07.1984, Side 23
Kynni okkar Tútta eru hvorki löng né sérlega merkileg. Samt má ég til með að skrifa ögn um hann. Hann er nefnilega mjög merkilegur, svo og allt hans líf. Tútti er hundur, af kyni sem í Danmörku er kallað „gravhund”. Ég hef ekki hugmynd um hvort nokkurt nafn finnst yfir þetta hundakyn á íslensku. Þetta eru hundar sem frá náttúrunnar hendi er ætlaö að skríöa ofan í refagreni, ráðast þar á búandann og draga hann út, þar sem veiöimaðurinn bíður auðvitað. Á Tútta má glögg- lega sjá þetta af vaxtarlaginu. Hann er afar búklangur en grannur. Lappirnar eru mjög stuttar. Þetta vaxtarlag gerir það að verkum að Tútti er mjög bak- veikur. Hann getur ekki gengið langt og á veturna er honum illt í bakinu þegar kalt er. Að öðru leyti er ekki að sjá á Tútta að hann sé veiðihundur. Hann er dauðhræddur við öll dýr, meira aö segja aðra hunda. Þegar eigandi Tútta gengur með hann út til að viðra hann verður hann skelfingu lostinn ef aðrir hundar fara að þefa af honum. Við refa- grenjum eða öðrum grenjum lítur hann ekki frekar en þau væru ekki til. Tútti er nefnilega sannfærður um að hann sé barn en ekki hundur. Mannaböm vekja annað- hvort hjá honum mikinn fögnuð eða afbrýðisemi, allt eftir því hvernig tengslum þessara barna við eigandann er háttað. Eigandann, sagði ég. Tútti er hins vegar svo ólánsamur að eigandinn getur ekki hugsað um hann. Eigandinn er kona hátt á fertugsaldri. Hún og fyrrverandi maðurinn hennar tóku Tútta að sér sem lítinn hvolp fyrir einum átta eða níu árum. Þeim lánaðist ekki aö eignast börn, blessuðum hjónunum, þannig að Tútti varð litla barniö þeirra. Þegar þau svo skildu í fyrra fór fyrir Tútta eins og mörgum börnum fráskilinna. Hann varð bitbeinið. Hvorugt hjónanna gat hugsað sér að missa af honum. Málið fór í mikla hörku en það endaði með aö konan hafði sitt fram og fékk hundinn. Taugar hennar biluðu hins vegar eftir allt stappið, skilnaðurinn hafði reynst henni afar þungbær. Svo illa leið henni að læknar sáu þann kost vænstan að leggja hana inn á taugahæli. Og þar er hún en mun væntanlega út- skrifast fljótlega. Vandamálið er hins vegar að læknar telja mjög óráðlegt að hún fari þá að hugsa aftur um hundinn. Þeir segja hana ekki hafa nægilegan sálarstyrk til þess. Öfróðir skyldu ætla að Tútti hefði verið hjá „pabba” á meðan „mamma” lá á spítalanum. En, nei. Það gat konan ekki hugsað sér svo hún kom hundinum fyrir hjá bróður sínum. Þar lágu leiðir okkar Tútta saman. Hinn nýi fóstri er ekki beinlínis heppilegur hundapabbi. Honum þykir fátt betra en að fá sér eitt og eitt ölglas að afloknum vinnudegi. Það geta því orðið allmargir klukkutímar á dag sem hundurinn er aleinn heima. I fyrstu var hann mjög hryggur, lá í sófanum og ýlfraði og spangólaði svo mjög aö ungar stúlkur, sem búa á efri hæð hússins, tóku út fyrir það. Þær viku sér að fóstranum og spurðu hvort þær mættu ekki hlúa svolítið að greyinu. Hann varð auðvitað guðs lifandi feginn. Þegar ein ungu stúlknanna flutti vildi hún taka hundinn með sér. En hann var ófáanlegur til að flytja með henni. Viö Tútti bjuggum saman þarna í viku. Ég var aö hreinskrifa bókarhandrit og fóstri hans bauð mér hús sitt að láni. Verönd út í sólríkan garð var afar freistandi, svo freistandi að ég gekk þegar að þessu. Tútti tók mér af mikilli tor- tryggni í fyrstu. Áður, þegar ég hafði komið í heimsókn, hafði hann ekki sýnt mér neinn áhuga. Þegar ég var allt í einu flutt inn á hann og viö vorum alein heima lið- langan daginn og oftast á nóttinni líka gat hann hins vegar ekki litið fram hjá mér. Hann hugsaði sig um svolitla stund og lagaði siðan framkomu sína aö þeirri niður- stööu sem hann komst að. Þaö var auðséð að honum fannst ég leiðinleg. Ég sat bara og skrif- aði á eitthvert hávært apparat og nennti aldrei að leika mér við hann. Öðru hverju bar ég það viö aö strjúka honum um höfuðið þegar ég gekk fram hjá. Hann hreyfði sig varla. Eftir því sem vikan leið flutti hann sig smátt og smátt nær mér. Hann kom með teppið sitt út á veröndina og lagðist á það við fætur mér, settist við hliðina á mér í sófanum á kvöldin og horfði á sjónvarpiö meö mér eða kíkti á bókina sem ég var aö lesa. Stundum vaknaði ég við að hann skreiö upp í til mín á nóttinni. Mér fannst það óþægilegt í fyrstu. Honum var svo óskaplega heitt og auk þess gat hann aldrei legið kjur. En smátt og smátt vandist ég þessu. Tútti sýndi þó alltaf með öllu sínu atferli aö þó hann gæti svo sem hugsaö sér að nálgast mig skyldi ég ekki ætla að ég hefði neitt yfir honum að segja. I okkar samskiptum var það hann sem ákvað hversu langt átti aö ganga. Ég sakna hans smávegis. 30. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.