Vikan


Vikan - 26.07.1984, Síða 27

Vikan - 26.07.1984, Síða 27
Sumarmyndasamkeppni VIKUNNAR: Aðalverðlaunin eru 30 þúsund króna virði Samkeppnin harðnar með hverjum deginum hjá þeim sem framkalla og kópíera litmyndir. LITSÝN hefur nú bætt um betur í þjónustu sinni við viðskiptavini sína og skilar nú myndunum í albúmi án aukagjalds. Þeir segja í auglýsingu að vél þeirra skili 14 þúsund myndum á klukkustund og eru það næsta órúleg afköst. Eitthvað af þessum myndum hlýtur að passa í sumarmyndasamkeppni okkar, en skila- frestur er til 30. ágúst. Eins og kunnugt er þá eru aðalverð- launin MINOLTA X-300 með ýmsum aukahlutum, s.s. zoomlinsu, sjálfvindara og tösku. Þessi prýðisgóðu verð- laun eru frá Ljósmyndaþjónustunni og umboðsmanni MINOLTA á Íslandi, Júlíusi P. Guðjónssyni. Vélin meðfylgi- hlutum er alls um 30 þúsund króna virði og hafa sjaldan verið veitt jafnvegleg verðlaun fyrir Ijósmynd hérlendis. Þeir sem eiga myndir næstar þeirri bestu munu fá í verðlaun ókeypis framköllun og kópíeringu frá Litsýn og dreifum við þeim á 12—15 aðila. Þeir sem ekki eiga myndir í næst- besta flokknum geta átt von á að fá myndir sínar birtar eftir sem áður. Þá er bara eftir að leggja á minnið: SKILAFRESTURINNer TIL 30. ÁGÚST. Umslagið skal merkt: Vikan, pósthóf 533, 121 Reykjavík. Sendið aðeins 1-3 myndir til að létta okkur störf við dóma og endursendingu. Senda má al/ar gerðir mynda í samkeppnina. LITSÝN gefur 50 framkallanir og kópíeringar sem munu dreifast á 12—15 þátttakendur. 30. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.