Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 33
Tískumynd frá franska fyrirtækinu Bourjois. Það er
með eldri snyrtivörufyrirtækjum og litirnir í augn-
skuggum og kinnalit hafa margir verið framleiddir
eins frá upphafi. Teiknaða myndin er einnig frá
Bourjois og sýnir vel þessa línu sem nú er að koma
- yfirbragð fyrri tíma endurvakið með örlitlum breyt-
ingum í takt við annan hugsunarhátt og tíðaranda.
púður. Það náði geysilegri útbreiðslu og eftir-
líkingar skutu upp kollinum um allan heim.
Hann byrjaði að framleiða það fyrir Comédie
Francaise — en leikkonurnar þar voru hans
átrúnaðargoð. Og einn af hans fyrstu við-
skiptavinum var ung leikkona Sarah Bern-
hardt að nafni. Þá var árið 1862. Og síðar, árið
1890, kom frá honum fyrsti kinnaliturinn, síðar
augnskuggar og augnblýantar. Bourjois varð
heimsfrægt fyrir snyrtivörurnar og boxin
kringlóttu urðu hátískuvara. Síðar komu önn-
ur fyrirtæki til sögunnar og gamla nafnið féll í
skuggann af öðrum nýjum.
Framleiðslan hélt áfram samt sem áöur og
alltaf voru til í Frakklandi tryggir viðskiptavinir
sem ekki höfðu keypt annað frá upphafi. Litimir
voru þeir sömu og áður — ekkert breyttist. En
konumar sem fylgt höfðu Bourjois vom famar að
safnast til feðra sinna þannig að ekki vom
horfurnar góðar. Þá kom avant-garde tískan til
sögunnar. Ungir förðunarlistamenn í París lentu
í stökustu vandræðum með að finna réttu litina í
farða til þess að ná sömu áhrifum og í
fatnaðinum. Einhver hreinlega datt niður á litina
í skrýtnu kringlóttu boxunum frá Bourjois sem
höföu verið framleiddir í sama formi frá því fyrir
i stríð. Verðið hafði víst lítið hækkað heldur. Fiski-
' sagan flaug, gamla fyrirtækiö hætti að geta
■ annað eftirspurn og rétti úr kútnum. Núna eru
I sífellt fleiri litir að bætast við en þeir gömlu halda
ennþá velli — óbreyttir! Gamla verksmiðjan er
ennþá til í fullum gangi þótt nýrri hafi verið
komiö á laggimar og núna em uppi hugmyndir
um að breyta þeirri eldri í safn.
Gaoli
rrfíg~rtf
Svo aftur sé snúið að sálargluggunum er
það trú margra að augnliturinn segi til
persónuleikann. Margir telja sig geta lesið
augnaráð, talandi augu eru meðal þess sem
allir kannast við að hafa heyrt um og mann-
skepnan á víst að hafa mismikið skrafhreyfin
augu ef trúa má almannarómi. Elskendur
horfast stíft í augu, tala síðan og yrkja um þá
reynslu sína og í því var Vatnsenda-Rósa
engin undantekning þótt hún kannski félli á
skjön við kerfið að öðru leyti. Hún sagði um
sinn heittelskaða svo sem frægt er orðið:
Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt —
þú veist, hvað ég meina.
Undir
fjöguraugu:
í samræmi við þá trú manna að
augnlitur segi til um persónuleika
birtum við fróðleiksmola í þá veru.
Tökum þó fram að við seljum þá
ekki dýrara en við keyptum þá —
komu okkur að kostnaðarlausu frá
fyrirtækinu Elizabeth Arden í New
York.
■______J
n. u~1
L<S&pZu' -
HStS 'j
BiliTl