Vikan


Vikan - 26.07.1984, Síða 46

Vikan - 26.07.1984, Síða 46
Framhaldssaga vagna teygðist yfir hálfa mílu og sendi upp rykmökk. Hún var byrjuð að skilja að það var viturlegt að hafa félagsskap á þessari ferð, Sléttan, víðáttumikil og einhæf, bjó yfir áleitinni ein- manakennd, jafnvel að degi til. Á HÁDEGI stansaði vagnalestin og íbúarnir teygðu úr stirðum, aðþrengdum limum sínum. Þetta var fyrsta tækifærið sem fólkið í þessu hreyfanlega samfélagi fékk til að virða hvert annað fyrir sér. Fólk fór hikandi að blanda geði hvert viö annað, heilsaðist en var enn feimið vegna þess að það ferð- aðist í einfaldri röð. Úr þriðja vagninum, sem minnti á hlaðinn húsvagn katlasmiðs, kom írsk fjölskylda, nýflutt til landsins, hjón með þrjú börn á aldrinum sjö til sautján ára. Öll voru rauðhærð, freknótt í andliti og töluðu mjúka og hljómmikla mállýsku sem Catherine fannst bæði heillandi og heimilisleg. Fyrir aftan Noonan-fjölskyld- una voru ung hollensk hjón, björt yfirlitum og álitleg, alsæl og upptekin hvort af öðru. Hol- lendingurinn, Nieuwenhuis, sinnti konu sinni af mikilli ástúð og um- hyggju. Hún minnti Catherine á grip úr ákaflega brothættu postu- líni. Fyrir aftan þau voru tveir vagnar sem Sbatella-fjölskyldan deildi, tíu ítalir, þar með talin fjögur börn. Catherine hafði ekki tíma til að horfa lengra eftir röðinni, á hina vagnana átta. Buchanan vakti athygli hennar. Hann stóð nokkuð fjær, rétt við enda lestarinnar, strauk flipann á skjótta hestinum sínum og talaði ákaft við Slattery, Fancy Donahue og Pete Cordell. Vináttan sem virtist ríkja á milli Buchanan og þremenninganna vafðist fyrir Catherine. Á endanum teymdi hann hestinn sinn burt frá hinum og hóf að ræða við þá sem voru í síðasta vagninum. Þau komu Catherine kunnuglega fyrir sjónir. Maðurinn var hár og viröulegur og notaði pípuhattinn sinn til aö kæla sig í framan. En félagi mannsins var jafnvel enn meira áberandi því hún bar fínan og íburðarmikinn hatt og víðan silkikjól og var að kæla sig með fínlegum bleikum blævæng. Catherine starði og reyndi að koma þeim fyrir sig. „Hvað sérðu?” spurði Charity. „Eg er ekki viss, Charity. Mér finnst ég kannast við pariö þarna hjá aftasta vagninum.” Charity var líka tekin að rýna í átt til þeirra þegar Milton kom aðvífandi. Hann var farinn úr jakkanum hafði tekið af sér hattinn og var búinn að bretta upp ermarnar á ákaflega verklegan hátt. Hann mundi þetta þegar. „Þetta er fólkið sem við sáum í St. Joseph. Þau komu úr fína vagninum fyrir framan hótelið. ” Nú mundi Charity þetta líka. „Þau geta ekki verið mjög fín, að ferðast með vagnalest. Ríkt fólk fer alla leið á sjó, fyrir höfðann!” Litla hópnum hans Buchanans var tvístrað — hvíldin var á enda. Catherine sneri treglega aftur í vagninn sinn. Næst þegar Buchanan kom til þeirra virtist honum rórra. „Jæja, ungfrú Davenport, hvernig finnast þér þægindin í vagninumvera?” „Ég bjóst ekki við þægindum,” svaraði hún. „En vagninn er ágætur. Þú hefur unnið gott verk við hann.” Þó fáránlegt væri gramdist henni við sjálfa sig að slá honum gullhamra sem hann skeytti hvort eð er ekki um. „Þú málaðir dökka mynd, Buchanan,” bætti hún við. „Mér finnst sléttan ósköp ánægjuleg.” Hann rumdi, tók ofan leðurhatt- inn og strauk bandið inni í honum með fingrunum. Það voru greinileg skil á gagnaugum hans milliryks og hárs. Milton, sem stýrði fremsta vagninum, horfði ákafur á og spurði: „Skaustu buffalann sjálfur, Buchanan?” Buchanan leit niður á ístaðahlíf- arnar sínar úr leðrinu. „Ég hef aldrei skotið buffala, Milt. Það þarf góða skyttu til að fella svo stórtdýr.” „Eg held að Fancy Donahue veifi byssunni mikið,” sagöi Milton stirðmáll. „Þú þarft kannski að skjóta hann.” „Milt!” Catherine reyndi að þagga niður í drengnum en Milton hélt ótrauður áfram. „Fancy Donahue og hinir mennirnir tveir voru að angra Cathy og Emmy. Þeir voru veru- lega andstyggilegir! ” „Jæja?” Buchanan horfði spyrjandi í augu hennar. „Milton ýkir,” sagði Catherine. „Hann hefur lesið of marga ómerkilega reyfara.” Emmeline studdi hana en Milton gerði illt verra. „Þeir voru að ónáða hana, Buchanan. Ég held að það sé vegna þess að Cathy vann Slattery í spilum. Karlmaöur kærir sig ekki um aö kona sigri hann! ” Catherine flýtti sér að bjóða Buchanan eitthvað kalt að drekka. Hann afþakkaði. „Þessa stundina gæti ég þegið alvörudrykk!” Hún mundi eftir viskíflöskunni, sem hann hafði stungið niður, og augu hans fylgdu augnaráði hennar að hnakktöskunni. „Hafðu ekki áhyggjur, ungfrú Davenport. Ég drekk ekki við skyldustörf.” En þegar hann gerði sig líklegan að fara stöðvaði Emmeline hann. „Af hverju kallarðu hana ekki Cathy eins og allir aðrir, Buchan- an?” Hann horfði illskulega á hana, forðaðist augnaráð Cathy. „Það eina sem þú þarft að muna, ungfrú Eastlake, er að þú skalt ekki flækja þér inn í neitt með mönnum á borð við Pete Cordell.” Andartaki síðar var vagnalestin aftur lögð af stað vestur. ÞAU HÖFÐU komist 15 mílur í þann mund sem Buchanan sagði þeim að nema staðar, hálftíma fyrir sólsetur. Vögnunum var raðað skammt frá skógi með birki og hlyni og Buchanan kallaöi alla í vagnalest- inni saman. Karlar, konur og böm söfnuöust um hann þar sem hann stóð með annan fótinn á föllnum trjábol og ávarpaði þau af alvöru. „Það er ekki margt að segja þessa stundina, fólk. Þið eruö öll þreytt, svöng og þráið að þvo ykkur. Um leið og karlmennirnir eru búnir að höggva við og kveikja eld getið þið hitað vatn og gætt að hvernig þeir eru, fínu nýju pottarnir sem þið keyptuð í St. Joseph.” Hann lét augun renna yfir raðir áhugasamra andlita. „I kvöld skuluð þið þvo ykkur vel, meðan við erum nálægt vatni. En í framtíðinni verðið þið bara að láta ykkur klæja á þessari leið nema ég segi annað. Vatn á að geyma til drykkjar og matseldar. Þið skuluö njóta þægindanna eins og þið frekast getið núna. Og haldið góðu lífi í eldunum ykkar.” Hann hafði sérstaka aövörun handa börnunum. „Þið megið ekki fara burt frá vögnunum ykkar og fjölskyldu. Þetta er ekki nautgripahjörð og við kærum okkur ekki um ein- mana kálfa. Þetta er allt og sumt þessa stundina, fólk.” I því að hann gekk á brott fylgd- ist Catherine grannt með honum. Hann hafði stanslaust verið á ferð- inni meðfram vagnaröðinni allan daginn. Hann hlaut að vera dauðuppgefinn en sýndi það þó ekki. Hún tók til hendinni, undirbjó matinn með Eastlake-fjölskyld- unni. Um það hafði verið talað að Buchanan snæddi með þeim. Það lá vel á fólki í búðunum. Meðan konurnar undirbjuggu matinn tóku karlarnir axirnar til að höggva við í eldinn. Fyrst í stað krafðist Milton þess að beita öxinni en áður en langt um leið tók Catherine við. Hún var lafmóð þegar Buchan- an birtist. „Gengur illa, ungfrú?” Yfirveguð rósemi hans gerði henni gramt í geði. „Nei,” skrökvaði hún og lyfti öxinni yfir höfði sér til að höggva aftur. „Svona.” Hann tók hana af henni. „Það er best að þú farir aftur til kvennanna á meðan ég geri þetta. Milt héma heldur á viðnum til ykkar.” „Auðvitað, Buchanan! ” Catherine opnaöi munninn til að gefa tilfinningum sínum útrás, lokaði honum svo aftur hið snar- asta. Þetta voru umræður sem hún gat engan veginn sigrað í. Hún sneri aftur í vagnahringinn. Rödd Buchanans stöðvaði hana. „Ungfrú Davenport. Þar sem þú hefur skipað sjálfa þig í öll karl- mannsverk væri miklu auðveld- ara fyrir þig að klæða þig þannig. Þú skalt byrja á því að fá þér síðbuxur.” Catherine leit ekki við en gremj- an leyndi sér ekki í hverju skrefi þegar hún gekk aftur að vögnun- um. Brátt loguðu varðeldar og snörkuðu, sendu neistaflug upp í loftið. Rammur reykurinn blandaðist angan af matseld og kraumandi kaffi. Fólkið safnaðist eftirvæntingarfullt saman við pottana í flöktandi bjarmanum af eldinum. Sarah var aö elda kvöldverð. Hún leit upp frá járnpottinum sem kraumaði í yfir logunum. Framhald í næsta blaði 46 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.