Vikan


Vikan - 26.07.1984, Page 48

Vikan - 26.07.1984, Page 48
 Pósturinn AIRM AIL PAR AVION Út úr einangruninni Kœri Póstur! Ég hef oft séd að þú getur legst iir mörgum vandamál- um svo ég ákvað að leita ráða hjá þér í þeirri von að þú getir ráðlagt mér eitt- hvað. Mér finnst allt vera svo svart og ömurlegt að það liggur við að mér finnist líf- ið varla þess virði að lifa því lengur. Ég er 17 ára og hef alla mína œvi átt heima í sveit á mjög einangruðum stað. Ég var þó í heimavistarskóla í 5 ár en það gekk mjög illa því þó ég vœri sœmileg að lœra þá þótti ég eitthvað öðruvísi og var mikið strítt. Þar kom að ég hélt það ekki út að Ijúka skyldunámi. Ég fórþví heim og var þar samfleytt í þrjú ár eða þangað til núna í janúar. Þá œtlaði ég nú al- deilis að byrja nýtt líf, fór að heiman og byrjaði að vinna í frystihúsi en byrjun- in var hrœðileg. Margir höfðu gaman afþví að reyna að plata mig því ég hafði aldrei komið í frystihús fyrr og það varð til þess að ég er svo vör um mig og tortryggin að fáir tala við mig og mér finnst ég vera enn ein- angraðri hér í þéttbýlinu heldur en heima. Merkilegt nokk. Ef ég fer á böll hérna nœ ég yfirleitt ekki sambandi við nokkra manneskju og þetta varð til þess að ég fór á fyllirí eitt kvöldið. Það er nú fyrsta og síðasta fylliríið mitt því ég skil ekki hvernig fólki getur líkað að vera fullt. Það er alltaf verið að segja að það sé ekki hœgt að skemmta sér án áfengis en ástandið batnaði ekkert hjá mér þó ég drykki mig fulla. Ég hef aðeins einu sinni verið með strák og það var í sumar en þegar ég hitti hamt hérna vildi hann ekkert við mig tala og það varð til þess að ég brotnaði algjörlega niður. Það liggur við að ég fari að halda að ég sé eitthvað klikkuð eða haldin ofsóknar- brjálœði eða ég veit ekki hvað. En það sem ég bið þig um, Póstur minn góður, er að gefa mér ráð til að brjótast út úr þessari einangrun og ná einhverju sambandi við til dœmis stráka. Og hvernig er það, œtli sé reynandi fyrir mig að fara til sálfrœðings ef einhver slíkur er hérna í plássinu? Eða hvað get ég eiginlega gert? Jœja, það er best að hœtta þessu rausi áður en þú gefst upp á að lesa það — ef þú hefur ekki þegar gefist upp. Og ég yrði þér ákaflega þakklát efþú gœtir gefið mér eitthvert gott ráð. Og svona að síðustu. Hvað lestu úr skriftinni? Ein einangruð á mölinni. Ekki finnast nú neinar töfrafor- múlur um þaö hvernig fólk getur brotist út úr félagslegri ein- angrun. Þaö er þó engin ástæða til þess fyrir svo unga stúlku aö ör- vænta því þú átt lífið framundan. Auk þess sýnist Pósti að þú hafir margt til brunns aö bera sem geti orðið þér til gagns og ánægju. Bréfið þitt er greindarlega stílað og ef rétt er á haldið rætist örugg- lega úr fyrir þér. Að nýgræðingum sé strítt á vinnustað er ekki ný bóla, flestir þekkja slíkar sögur til dæmis af togurum og víðar. Helsta ráðið gegn svona hrekkjum er að láta sér fátt um finnast, hlæja mátu- lega og helst að gjalda líku líkt. Það er áreiðanlega verst að láta hrekkjalómana finna að manni sé skapraun að gabbinu. Þú hefur rétt fyrir þér meö áfengiö. Þaö læknar engan en getur auðvitaö orðið fólki til ánægju sé þess neytt í hófi á glaðri stund. En í efninu er enginn lækn- ingamáttur fólginn. Þú skalt ekki gera þér grillur yfir stráknum. Ef mér sýnist rétt er það mikið í þig spunnið að þú þurfir ekki að vola yfir piltungi sem ekki kannast við stúlkuna sína þegar hann hittir hana í fjöl- menni. Þaö eru margir fiskar í sjónum. Þú þarft ekkert að vera að flýta þér að ná sambandi við hitt kynið, það er engin hætta á því að þeir hætti að gefast. Og ekkert er athugavert við það að vera ekki í neinu sambandi við stráka. Það er kannski meira áríðandi fyrir þig að eignast trúnaðarvin því oft er gott að geta treyst einhverjum fyrir raunum sínum og því sem ánægjulegra er. Ég held að það sé of snemmt fyrir þig að ákveða að þú náir ekki neinu sambandi við þá sem vinna með þér, þú skalt bara reyna að líta á björtu hliðarnar og ekki ætlast til of mik- ils af félagsskapnum. Þú spyrð um sálfræðing. Póstur- inn heldur að sennilega sé réttast fyrir þig að leita ekki til sálfræð- ings í litlu plássi. Heldur skalt þú, ef þú átt þess kost, leita til sál- fræðings ef þú átt leið til Reykja- víkur. Sálfræðingur gæti áreiðan- lega gefið þér einhver ráð. Annars finnst Póstinum að þú ættir að hugleiða hvort ekki eru einhverjir möguleikar á því fyrir þig aö halda áfram námi. 17 ár eru ekki hár aldur og þú virðist eftir bréf- inu að dæma vel geta lært til bókarinnar. Fyrir konu á þínum aldri ættu allar dyr til náms að standa opnar og fráleitt að nýta ekki unglingsárin til þess að afla sér menntunar ef geta stendur til. Því miður hefur hæfileikum Póstsins til þess að ráða úr skrift farið mjög undarlega hrakandi upp á síðkastið en helst virðist honum skriftin benda til þess að þrátt fyrir allt sé nokkuö góður í þér bakfiskurinn. Þú ert nokkuð feimin og hlédræg en snögg upp á lagið ef þú ert áreitt. Bara ástarmálin Hœ, hœ, kœri Vikupóstur! Eg er hérna með spurning- ar sem ég œtla að leggja fyrirþig. 1. Tekur Pósturinn bara ástarmálabréf til að svara (þið mœttuð fœkkaþeim)? 2. Hvar get ég eignast fœr- eyskan pennavin ? Jœja, bœ, bless! P.S. Geturðu birt plakat með mynd af Nenu og svo þetta sama: Hvað lestu úr skrift- inni og hvað heldurðu að ég sé gömul? Ein á Selfossi. 1. Eins og sjá má birtir Póstur- inn ekki bara ástarmálabréf. Það er einu sinni svo að þessi mál liggja þungt á hjörtum vina Pósts- ins og Póstur reynir alltaf sitt besta til þess að gefa góð ráð. Það er ekki á valdi Póstsins að fækka bréfum sem honum berast. 2. Best væri fyrir þig að skrifa einhverju færeysku blaði. Ekki höfum við á takteinum heimilis- föng færeysku blaðanna. En við höfum nöfn á að minnsta kosti þremur. Þau eru: Dimmalætting, 14. september og Sósíalurinn. Trú- lega er nóg að skrifa bara nafnið á blaöinu og Tórshavn, Föröyar þar undir. Ef færeyska póstþjónustan er jafndugleg og sú íslenska við að koma pósti til skila ætti þetta að duga! Svar við P.S.: Við höfum komiö þessu með plakatið af henni Nenu áleiðis í poppdeildina. Póstur treystir sér ekki til þess að lýsa þér nákvæmlega út frá þessu stutta bréfi en líklega hættir þér ofurlítið við kæruleysi og að skipu- leggja illa það sem þú tekur þér fyrir hendur. Þetta getur þó allt staðið til bóta því Póstur heldur að þú sért 10—12 ára gömul og átt þess vegna framtíðina fyrir þér! 48 Vlkan 30 tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.