Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 50
Nýjustu rannsóknir á
Loksins er hægt aö skoöa andlit
hins brosmilda manns á vísinda-
legan hátt. Nú er hægt aö úr-
skurða meö mælitækjum hvort
bros er virkilega bros eöa bara
yfirbreiðsla. Umkvartanir
Charles Darwin eiga ekki lengur
viö en hann taldi áriö 1872 aö rann-
sóknir á svipbrigöum væru ein-
staklega erfiöar af því að „vööva-
hreyfingarnar eru vart merkjan-
legar og ganga skjótt yfir”.
Sálfræðingurinn dr. Paul Ek-
man hefur stundaö rannsóknir á
brosi mannskepnunnar og meöal
annars komist aö þeirri niður-
stööu að mismunandi hugar-
ástand sé hreinlega hægt að lesa
úr andlitinu með því að skoöa
hvaða vöövum er beitt í brosinu.
Sá sem ekki brosir þvinguðu brosi
og hefur ekki uppi háðsglott eða
hræsnissvip — hann brosir glað-
lega meö andlitsvöðvum númer 6
og númer 12.
Tilfinningar hafa orðiö
viðfangsefni vísindarannsókna,
sem og flest annaö mannlegs
eðlis. Sambandið á milli svip-
brigða og tilfinninga hefur meðal
annarra hluta verið undir smásjá
rannsóknarmanna. Og nú er svo
komið að „í fyrsta skipti hillir
undir aö hægt sé að mæla til-
finningar með vísindalegum
hætti”, svo notuð séu orð Richards
Davidson sálfræðiprófessors við
fylkisháskólann í New York.
Vissulega gilda enn varnaöar-
orð Charles Darwin í bók hans um
Tjáningu hugarástands hjá mönn-
um og dýrum sem út kom 1872;
„ . . . þegar við væntum þess eðli
málsins samkvæmt aö sjá ákveðin
svipbrigði, hneigjumst við til að
ímynda okkur að einmitt þau svip-
brigði séu til staðar.”
Athuganir Darwins beindust að
því að komast að raun um „að
hvaða marki ákveðin svipbrigði
. . . gefa raunverulega til kynna
ákveðið hugarástand. ” Hann
studdist einkum viö athuganir á
börnum og geðsjúklingum og taldi
aö þau mundu tjá geðshræringar á
taumlausari hátt en aðrir. Enn-
fremur notfærði Darwin sér ljós-
myndir frægs taugalæknis í París,
Guillaume Duchenne aö nafni. Sá
beitti rafstraumi til að framkalla
hræringar andlitsvöðvanna.
Á dögum Darwins voru aðeins
taldir 55 vöðvar í mannsandlitinu.
Með því að nýta sér video- og
tölvutækni hafa Ekman og félagar
kortlagt hina 80 andlitsvöðva og
að auki fundið út hvaöa vöðvum er
beitt til að tjá mannlegar til-
finningar. Núna geta þeir gefið til
kynna hvaða andlitsvöðvar tjá
mismunandi tilfinningar eins og
reiði, sorg, gleði, samþykki eða ó-
samþykki.
Ekki nóg með það — sál-
fræðingarnir prófuðu niðurstöður
sínar með því að bera skil-
greiningar á svipbrigðum saman
við heilastarfsemi á sama augna-
bliki. Tölva vann úr þessum upp-
lýsingum og einnig öðrum um
hjartslátt, svitun og fleiri þætti
líkamlegs ástands. 1 ljós kom aö
sérhverju tilfinninga- eða hugar-
• ástandi fylgir alveg ákveðiö lík-
amsástand.
Þessar aðferðir leiddu í ljós
leyndar tilfinningar. Fjórir þátt-
takendur í rannsóknartilraunum
sálfræðinganna sýndu blekkjandi
bros þegar skoðaðar voru video-
myndir sem höfðu verið teknar við
mismunandi aðstæður. Talna-
röðin, sem gefur til kynna vöðva-
notkunina, sýndi hverju sinni hvaö
bjó raunverulega að baki brosinu.
Kona, sem hafði nýlega fengið
uppsögn í starfi, duldi reiöina með
brosinu „1,2,13,25,55” (sjá mynd
1). Hjá starfsmanni sjúkrahúss,
sem heilsaði nýjum sjúklingi,
varaði brosið aðeins tvær sekúnd-
ur, síðan setti hann upp 10
sekúndna langt yfirdrifið bros
sem nefnist „12, 20, 5, 53, 56” (sjá
mynd2).
Maöur, sem hafði látið út úr sér
einum of harkalega gagnrýni,
reyndi að draga úr þunganum
með sáttabrosinu „12, 24, 41” (sjá
mynd 3). Þetta hikandi, undir-
gefna bros á f jóröu myndinni nefn-
ist „1, 2, 12” og breiðir yfir
uppgjöf. ^
Þetta misræmi milli þess sem
fólk heldur aö það láti í ljósi og
þess sem líkaminn lætur í ljósi í
svipbrigðunum gæti orsakast af
nokkurs konar innra „sambands-
leysi”. Richard Davidson beindi
því augunum að hópi fólks sem
telst til „bældra”. — Þetta eru ein-
staklingar sem halda því fram að
þeir séu rólegir við streituástand
en mælingar á líkamsástandinu
benda hins vegar eindregið til
verulegrar hræðslu. Rannsóknir á
heilastarfsemi þessa fólks sýndu
að sú taugastöö heilans, sem hýsir
neikvæðar tilfinningar (hún er
framarlega hægra megin í heila-
berkinum), stendur ekki í
nægilega greiðu sambandi við
málstöðvarnar í vinstri hluta
heilabarkarins.
Mismunur kynjanna kemur aö
mati sálfræðingsins Robert
Levenson hjá Indiana-háskólan-
um meðal annars fram í ólíkum
viðbrögðum viö neikvæðum til-
finningum, einkum reiði. Hann
rannsakaði tilfinningaleg við-
brögö sem í ljós komu við video-
upptökur á samskiptum 50 hjóna.
Konur, sem höfðu veriö reittar til
reiði, væntu sams konar við-
bragða hjá mökum sínum. Körl-
unum nægði hins vegar aö láta
reiðina í ljósi.
Karlar virðast víkja sér undan
viðvarandi neikvæöum tilfinning-
um á heimilinu og telur Levenson
ástæðuna vera þá að neikvæðar
SO Vikan 30. tbl.