Vikan


Vikan - 27.12.1984, Síða 11

Vikan - 27.12.1984, Síða 11
Sam Neill í einu gervinu í Njósnaranum Reilly. Margir kannast við leikarann Sam Neill eftir að hann hefur verið viku- legur gestur á skjánum í þáttunum „Njósnarinn Reilly”. Þó Neill væri orðinn töluvert þekktur áður en hann lék njósnarann skipti þetta hlut- verk sköpum fyrir leiklistarferil hans. Nú má segja að Sam Neill stefni hraðbyri á heimsfrægðina, þó svo að hann neiti því að það sé markmiðið sem hann stefni að. Sam Neill fæddist á Irlandi en fluttist sjö ára gamall með for- eldrum sínum til Nýja-Sjálands. Eftir að hafa lokið námi í leiklist í háskóla byrjaöi hann á því að leika í leikhúsum. Athugull ástralskur kvikmyndastjóri kom auga á Neill og taldi að þessi leik- ari ætti frekar heima á hvíta tjald- inu. Síöan hefur hann leikið í kvikmyndum eins og The Final Conflict, Ivanhoe, Possession, Enigma og My Brilliant Career, en tvær þær síðastnefndu hafa verið sýndar hér á landi. Eftir að hann lauk við Njósnarann Reilly lék hann í sjónvarpsmyndinni Country Girls, sem gaf honum færi á að heimsækja æsku- stöðvarnar á Irlandi, og Blood Of Others, kvikmynd sem byggð er á bók Simone de Beauvoir. Kvikmyndagagnrýnendur spá Neill miklum frama á leiklistar- sviðinu, segja að hann eigi ekki eftir nema örfá skref til að ná hin- um fámenna, útvalda hópi þeirra karlleikara sem ekki eru aðeins myndarlegir heldur geta LEIKIÐ líka! Sam Neill segist taka einfalt líf fram yfir stjörnulíf það sem sumir leikarar kjósa sér. „Það er ekkert á bak við slíkan lífsstíl,” segir Neill. „Það eina sem ég hef áhuga á er atvinna mín, leiklistin. Eg hef engan áhuga á að verða tákn fyrir eitt eða neitt. Eg vil lifa venjulegu lífi. Mér finnst skemmtilegast aö eyða tíma mínum í að heimsækja vini mína, fara á skíði eða hestbak, borða á góðum veitingastöðum og fara á bíó! Ég er auðvitað mjög ánægður Fyrrverandi sambýliskona Sam Neilf er ástralska leikkonan Lisa Harrow. Þau eiga saman einn son. yfir því hvað ég hef mikið að gera, mér finnst ég tilheyra hálfgerðum forréttindahópi þeirra sem hefur gengið vel í þessum bransa. En stundum hugsa ég: Guð minn góður, hvað hef ég rótað mér í? Þetta er ekkert líf. Eg held ég fari bara heim og rækti epli! ” Þegar Neill var spurður að því hvort honum þætti gaman að leika hlutverk kvennaflagarans og njósnarans Reilly, sem misnotaði miskunnarlaust þá sem vænst þótti um hann, svaraði hann: „Reilly vissi ekki hvaö heiðarleiki eöa sómatilfinning var. Hann ólst upp við misjöfn skilyrði og þar sem heimurinn hafði brugðist honum, þegar hann var ungur, sá hann enga ástæöu til aö með- höndla hann af einhverju rétt- læti.” En líkaði Neill viö persónuna Reilly? „Já, ég held það bara. Eg held að hver þorpari hafi ástæðu fyrir þorparaskap sínum, mann- lega ástæðu. Það eru mjög fáir vondir alveg inn aö beini — það er rangtúlkun. Þó mér hafi þótt gaman að leika þorparann Reilly ætla ég ekki aö festast í einhverjum þorparahlut- verkum. En mér finnst gaman að spreyta mig á þeim margflókna persónuleika sem svona persónur hafa að geyma. Mér finnst gaman að leika persónur sem eru öðruvísi en ég sjálfur!” I einkalífinu hefur Sam Neill ekki gengið eins vel og á leiklistar- sviðinu. Hann bjó með þekktri ástralskri leikkonu, Lisu Harrow, og saman eiga þau lítinn son, Tim. Þau eru nú skilin. Neill gefur í skyn aö álagið af því að vera í sviösljósinu hafi átt sinn þátt í að sambandið fór út um þúfur. „Þetta setti ákveöna spennu í sambandið. Guð veit að hjónabönd eru nógu erfið eins og þau koma fyrir. Maður þarf að gefa sig allan svo þaugangi.” En hvernig hreppti Sam hlut- verk njósnarans Reilly? „Eg hafði ekki unnið í nokkurn tíma, tók mér nokkurra mánaða frí af því tilefni og fór heim til Astralíu. Eftir langt og strangt ferðalag til baka til Bretlands var ég aö labba inn í íbúðina mína þegar síminn hringdi. Það var umboðsmaðurinn minn sem sagði mér að fara í hvínandi hvelli í prufumyndatöku fyrir þættina um Reilly! Heyrðu mig, sagöi ég, ég er dauðþreyttur og get ekki sýnt eitt eða neitt af viti. Farðu strax, sagöi hún og ég fór! Eg afsakaði útganginn á mér við framleiðend- urna því ég vildi ekki að þeir héldu að ég væri algjör imbi. Eg man ekki eftir neinu sem gerðist en viku seinna var hringt í mig og mér sagt að ég hefði fengið hlut- verkið! Eg ætla aldrei að hætta að leika en ég verð að viðurkenna að mig langar oft til aö leikstýra líka,” segir Sam Neill. „Stundum held ég að ég geti fengið betri hluti út úr fólki heldur en ég næ frá sjálf- um mér. En ég verð að viður- kenna að ég er alveg tvíklofinn í skoðunum. Stundum er ég mjög metnaðargjarn og stefni að því að verða besti leikari í heimi. Aðra daga er mér skítsama hvaö verður um mig,” segir Sam Neill og brosir kæruleysislega. ^3 Margt smátt Sam Neitt er Reitty 46. tbl. Vikan IX

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.