Vikan


Vikan - 27.12.1984, Side 17

Vikan - 27.12.1984, Side 17
I nýjustu mynd sinni, MOSCOW ON THE HUDSON, ákvað leikstjórinn, Paul Mazursky, að gefa óþekktri leikkonu stóra tækifærið. Hún heitir Maria Conchita Alonso og er frá Vene- zuela. Þaö kemur eflaust einhverjum á óvart því í myndinni leikur hún ítalska afgreiðslustúlku. Maria Conchita Alonso hefur haft áhuga á leiklist síðan á barnsaldri enda lék hún sitt fyrsta hlutverk í heimalandi sínu, aðeins 4 ára gömul. Hún fór þó bakdyramegin inn í leiklistina ef svo má að orði komast. Hún var kosin „Miss Teenager of the World” eða alheimstáningur árið 1971. Ári seinna var hún krýnd ungfrú Venezuela. Eftir það lék hún í fjórum kvikmyndum, tíu sápuóperum og nokkrum söngleikjum í Venezuela. Hún er einnig þekkt söngkona þar í landi. Fyrsta tækifæri hennar í Ameríku var að syngja titillagið í kvikmyndinni Scarface og síðan fékk hún sem fyrr segir hlutverkið í myndinni Moscow on the Hudson. Hún leikur þar ítalska afgreiðslustúlku, Luciu, sem vingast við rússneska saxófónleikarann sem ákveður inni í stór- markaðnum Blomingdale aö biðja um hæli sem pólitískur flóttamaður. Kærleikar takast með rússneska saxófónleikaranum (Robin Williams) og ítölsku afgreiðslustúlkunni (Maria Conchita Alonso). Þær Joan Collins og Linda Evans keppa sífellt um hylli áhorfenda, bæði í einkalífinu og í Dynasty þáttunum. Þaö er þó bara Joan sem fær hótunarbréf. Joan Collins er hrædd um líf sitt! Joan Collins, sú hin sama sem leikur tæfuna Alexis í Dynasty-þátt- unum, er nú á góðri leið með að veröa milli út á þetta hlutverk sitt. En' þaö er ekki þar með sagt að allt sé gott og blessað. Hún þykir nefnilega leika tæfuna svo vel að þúsundir hótunarbréfa berast leikkonunni daglega, þar sem fólk ruglar henni og persónunni Alexis saman! Nú er svo komið að leikkonan þarf aö hafa yfir sér lífverði allan sólarhringinn. Nú nýverið þurftu 30 lífveröir að mynda skjaldborg utan um hana svo hún kæmist frá húsi einu þar sem hún kom fram á góð- gerðarsamkomu. Joan Collins hefur það notalegt á veitingastaðnum San Lorenzo í London ásamt kærastanum, Peter Holm. Líf- verðirnir eru þó ekki langt undan. 46. tbl. Víkan X7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.