Vikan


Vikan - 27.12.1984, Page 39

Vikan - 27.12.1984, Page 39
Dulnefni höfundar: Freyja. Mér finnst ég ekki hafa sofið væran nætursvefn í mörg ár en það getur ekki verið rétt. Hvemig gæti það átt sér stað? En samt. — ég get ekki sofið á nætumar. Þreytt eftir dagsins strit geng ég til hvflu á hverju kvöldi. Leggst fyrir í uppbúið gott rúmið mitt. Heimilisfólkið hefur gengið til náðaogsefurvært. Allir em þreyttir og svefnþurfi. Einnig ég en ég sofna ekki. Hvað heldur fyrir mér vöku veit ég ekki. Eg slaka á. Reyni að hugsa um eitthvað skemmtilegt. Kannski gerist einmitt eitthvað gleðilegt á morgun eöa næsta dag. Gerðist ekki eitthvað ánægju- legt í dag eða réttara sagt í gær? Því það er nýbyrjaður annar sólarhringur. Ég finn ekkert gleðflegt um- hugsunarefni en fleiri en eitt leiðinlegt og kvíðvænlegt. Ég bylti mér varlega. Kvefld dauft ljós á Utla leslampanum mínum. Les stutta stund en festi ekki hugann við efni bókarinnar. Get ekki lesið. Fer fram úr hljóð- laust, tU að raska ekki svefnró eiginmannsins. Klæði mig síðan í slopp, slekk ljósið og læðist úr svefnherberginu. Um leið og ég rölti um myrka íbúðina heyri ég sofandi andar- drátt frá þrem herbergjum. Hæst lætur í húsbóndanum. Hann sefur aUtaf svo vel og vaknar ekki þó ég bylti mér og stynji við hUð hans. Það þarf meira tfl að losa svefn hans en smábrölt. Mér er kalt. Finn lopapeysu og fer í hana yfir slopp og náttföt. Eftir Utla stund er mér aUtof heitt ogferúrpeysunni. I stofunni sest ég í djúpan stól og set fætuma á annan minni. Ég er svo þreytt og þrái svefn og hvíld. Ég verð bljúg og bið guð minn að gefa mér frið svo ég fái notið svefns. Svo sit ég og hugsa ekkert, aUa vega reyni ég það. Reyni að vera hlutlaus. Mig syfjar. Klukkan er 2 en ég vaki enn, svo lúin á Ukama og sál. Um þrjúleytið nálgast ég svefn- herbergið á ný. Ég hef andstyggð á þessu rúmi mínu, sem veitir mér ekki hvfld. Mér leiðast svefnlæti mannsins míns og gremst að hann skuU sofa vært meðan mér Uður Uia. Samt veit ég að þama er ég óréttlát. Ég á að gleðjast yfir heU- brigði míns heittelskaða. Ég hef sagt honum frá vand- ræðum mínum vegna svefn- leysisins, hvaö ég sé langþreytt á andvökunni og viti ekki hvað tU bragðs skuU taka þar sem ég þekki ekki ástæðu van- Uðunarinnar. Vandamál mitt er ofvaxið hans skilningi og hann segir huggandi að kvöldi: Þú hlýtur aö sofna, elskan. Þú ert svo þreytt. En ég festi engan blund og sé klukkuna verða 3-4-5-fi. Vekjaraklukkan hringir kl. 7.15. Mér finnst ég hafa gleymt mér. HvUst í tæpa klukkustund. Svona er það ætíð. Nú er mál að klæðast og hefja vinnu. Heimilisstörfin bíða, hvers- dagsleg, fábreytUeg. Bömin þrjú fara í skóla á ýmsum tímum. Hið fyrsta fer út úr húsinu rétt fyrir kl. 8.00. Það næsta vek ég kl. 9.15 og 6 ára baminu fylgi ég yfir mikla umferðargötukl. 10.15. Minnsta barnið er heima og dundar sér löngum með bflana sína. Húsbóndinn kvaddi fjöl- skylduna klukkan 7.30 og sést væntanlega ekki aftur fyrr en kl. 18 eða seinna í dag. Allir em hressir, úthvfldir og takast á við erfiöi dagsins. Allir glaðir — frísklegir. Gott. Ég reyni að laga andUtið fyrir framan spegfl i snyrtiherberginu, en mér veröur Utið ágengt. Ég er þreytuleg og get ekki duUð það. Greiði hárið, bursta tennur, set í mig hörku og tekst á við annir heimavinnandi húsmóður. Morgunblaðið freistar mín. Ég fletti því og set mig á meðan á stól í anddyrinu. Hrópberstaðinnan. Mamma.Egerbúinn. .. LitU kútur þarf þjónustu við, þar sem hann er staddur. Svo ætlar hann út. Hann vill fara í garðinn aö moka snjó á stóra vörubílinn sinn ogáþotuna. Ég klæöi hann og dúða til snjó- moksturs og tek loforð um að hann verði kyrr í garðinum svo hann týnist ekki. Sæki leikföngin út í bU- skúr og skUa drengnum ásamt þeim í garðinn við húsið. Éftir stundarfjórðung er kaUað úr útidyrunum. Mamma. Ég er kominn. Það er enginn úti. Ég ætla að vera inni. Engar fortölur duga. Sá stutti er þrifinn úr snjó- gaUanum, leikföngin sótt út og sett á sinn stað. Mamma, lestu fyrir mig, er beðið. Mamma les. Hádegi. Skólaæskuna drífur að, svanga og þyrsta. Mikið er borðaö og enn meira talað, þráttað út af ýmsu. Systkini eru ekki sammála. Eldri bömin fara aftur í skólann kl. 13 svo þau verða að hafa hrað- an á að setja i sig matinn og jagast tU lykta. Þau em stundvís og munu koma aftur eldhress um fjögurleytið, tUbúin í slaginn. Slaginn við heimaverkefnin, kannski próf, og ævinlega em þrætuefnin nóg. Yngri bömin leika sér saman. Telpan vfll fara út í snjóinn með bekkjarsystur sinni. Hún fer. Drengurinn leggur sig eftir að ég les fyrir hann Utla bamabók. Telpan kemur inn ásamt 2 öðrum jafnöldrum sínum. Þau vUja vera inni. Snjórinn er ekki nógu góður í dag. Þau verða inni. Ég klæði ÖU þrjú bömin úr úti- fötum. Set blautar flíkur, vettl- inga, húfur og trefla tU þerris í þvottahúsið og á eldhúsofninn. Háværir lefldr og ærsl vara fram eftir degi og UtU kútur vakn- ar fljótt og tekur þátt í leikjum af lífi og sál. Ef slæst upp á vinskap- inn skakka ég leikinn og gerist sáttasemjari og aUt heldur áfram. Matargerð í eldhúsinu. Aðstoð við heimanám bamanna. Fatavið- gerðir. Svara í símann. Nei, hann er ekki heima. Eða. Systa, það er síminn tU þín. Brói, það er síminn og haltu svo áfram að læra. Eg hugsa svo sem ekkert. Held áfram að gegna skyldum, aUan daginn. Sjónvarpsdagskráin hefst öUum tfl gleði. Eiginmaðurinn borðar kvöldmat í flýti og fer á fund. Það á að ræða launin og kröfur sem komið hafa fram. Kannski verkfaU. Hann fer á fund í flýti. Ég fer ekki á neinn fund frekar en vant er. Það er dálítið annað sem að mér snýr. Uppeldismál, kennslustörf, matartUbúningur, ræstinga- og þvottastörf og margt annað. Fjölskyldan er ÖU saman að kvöldi. Einn venjulegur vetrar- dagur er á enda. Bömin em sofn- uð og maðurinn minn missir bók- ina, sem hann var að lesa í rúm- inu, á gólfið með smelU. Þá veit ég að allir sofa. Ég tek tfl þrjá nestispakka fyrir menntafólk morgundagsins. Set þá í ísskápinn og veit að nú er vinnudeginum lokið. Klukkan er að verða 12 á miðnætti. Andvaka — aUt mitt líf. Ég geng um, breiði sængumar betur yfir fjóra misstóra Ukama. Strýk um hraustlega mjúka vanga. Hlusta á andardrætti, djúpa og reglulega. Allt er með feUdu. AUt er svo ró- legtogsjálf erégrík aöeigaþetta fólk. Fimm góðar manneskjur sem unna mér og þarfnast min strax aðmorgni. Þeirra vegna verð ég að koma mér í bóUð sem fyrst og sofa, hvfl- ast fyrir átök næsta dags. En ég ræð ekki svefninum. Hann er ekki í nánd. Engin hvfld og samt er ég svo þreytt, svo þreytt. Hvað er að mér? Eg græt. Ég bið. Ég verð reið. Hvers vegna má ég ekki sofa rétt eins og aðrir. Og klukkan tifar, 2—3—4—5. Þegar morgnar sækir mig svefn og ég er úrfll og vansæl þegar minn tími er kominn. Fram úr með þig. Dagurinn kaUar. Annrfldð æpir á þig. Hertu þig. Þú ert engin Þymirós. Ha — Þymirós sem svaf eina öld. Jú. Ég er einmitt hún. Vissuð þið það ekki? Þetta sem ég var að segja ykk- ur héma um andvöku og erfiðleika var aðeins draumarugl sem mig dreymdi meðan ég svaf. Því ég — Þymirós — svaf eina öld og margt er hægt að dreyma á þeim tíma og ef satt skal segja þá sef ég enn. 46. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.