Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 48
Pósturinn
AIRMAIL
PAR AVION
Of þroskuð?
Kœri Póstur.
Ég er nýorðin 12 ára og er
með smávandamál. Þannig
er mál með vexti að ég er svo
þroskuð að ég er með jafn-
stór brjóst og mamma og
með heilan skóg að neðan.
Ég er 161 1/2 cm og 51 kíló.
Er ég of þung ? Mamma vill
að ég noti brjóstahaldara en
ég þori það ekki því einu
sinni, þegar ég kom með
brjóstahaldara í leikfimi, þá
stríddu mér allir á eftir
(allur skólinn frétti þetta
auðvitað) og strákarnir tóku
í teygjuna að aftan og
slepptu henni beint á bakið
— ég fór grenjandi heim. Á
ég að nota brjóstahaldara?
Strákarnir eru alltafað pota
í brjóstin á mér og þegar ég
geng fram hjá strákunum í
13 ára bekk þá flauta þeir
alltaf á eftir mér og kalla
mig kynbombu og þeir hafa
líka reynt að gyrða niður um
mig. Hvað á ég að gera? Ég
grœt mig í svefn á hverju
kvöldi. Vonandi birtirðu
þetta, elsku Póstur.
Ein á báti.
Þú getur huggað þig við það að
þú ert ekki sú eina sem hefur lent í
þessu. Krakkar á þínum aldri eru
einfaldlega ekki orðnir nógu
þroskaðir andlega til aö viöur-
kenna að það séu ekki allir eins og
láta þess vegna svona barnalega.
Þú ert sennilega bara búin að taka
út þinn þroska líkamlega og ert
ekki of þung. Þetta er því líklega
tímabundið ástand því það þarf
ekki að vera að þú verðir með of
stór brjóst þegar þú ert orðin
eldri. Það er ekki nauðsynlegt
fyrir þig að ganga í brjóstahald-
ara strax, þú getur alveg beðið
með það í eitt til tvö ár svo
framarlega sem það bitnar ekki á
bakinu þínu en stundum getur
verið nauðsynlegt að vera í
brjóstahaldara ef brjóstin eru
mjög stór. En þú ættir líklega
bara að sleppa brjóstahaldar-
anum svona fyrst í stað þar til
skólafélagarnir eru hættir að vera
svona barnalegir. Þú getur reynt
aö klæða þig þannig að beri minna
á brjóstunum þínum þannig aö
brjóstapotararnir veröi ekki fyrir
freistingum, blessaðir.
I sambandi við þessa sem eru að
reyna að gyrða niður um þig þá
liggur nú við að þeir ættu skilið að
vera rassskelltir berrassaðir á
skólalóðinni fyrir vikið. Þú verður
að reyna að verða ekki á vegi
þessara pilta á meðan þeir hafa
gaman af þessu og eins veröur þú
að reyna að láta sem þetta hafi
engin áhrif á þig, láta frekar sem
þú vorkennir þeim fyrir að hafa
ekkert betra að gera en að flauta
og kalla á eftir þér. Hins vegar er
líka spurning hvort ekki þarf að
ræða við piltana og segja við þá
nokkur vel valin orð án þess þó að
það fréttist hver á í hlut en þetta
fer auðvitað eftir því hvemig
kennarinn þinn er því það væri
best, ef þetta ætti að gerast, að
það væri hann sem tæki það að
sér.
Þegar stúlkur á þínum aldri eru
orðnar fullþroska getur það stund-
um valdið því að þær eru þungar á
sér og kannski ekki eins mikil
mýkt í hreyfingum fyrir vikiö. Ef
þér finnst þetta eiga við um þig
ættir þú að athuga að fara í góða
leikfimi eða heilsuræktarstöð og
fá ráðleggingar um það hvers
konar æfingar henta þér. Þetta
getur verið mikil hjálp og með því
að stæla líkamann dálítið og fá
meiri mýkt í hreyfingamar getur
þér liðið miklu betur. Mundu svo
bara aö þú ert ekki ein á báti og
sumar stelpur, sem eru alveg
„brjóstalausar”, vildu gefa mikið
fyrir að fá stærri brjóst — þetta
tilheyrir víst þessu svokallaða
unglingavandamáli.
Tækniteiknun
Kœri Póstur.
Okkur langar mikið að
vita eitthvað um hvernig
starf það er að vinna við að
hjálpa til að teikna á
teiknistofum. Hvað er þetta
langt nám? Hvar er þetta
kennt? Hver eru skilyrðin til
að komast íþetta?
Takk, efþetta bréf verður
birt. Vinkonur.
Þeir sem vinna þetta eru
kallaöir tækniteiknarar og starfið
tækniteiknun. Tækniteiknun er
hægt að læra í Iðnskólanum. Þeir
sem útskrifast sem tækni-
teiknarar fara til starfa á teikni-
stofur (arkitektastofur til dæmis),
verkfræðistofur, til ríkisstofnana
og bæjarfélaga. Tækniteiknari á
til dæmis að vera fær um aö gera
uppdrátt og vinnuteikningu að
ýmsum hlutum og mannvirkjum.
Hann á einnig að vera fær um að
taka ljósrit af teikningum og ann-
ast skrásetningu þeirra.
Inntökuskilyrði eru grunnskóla-
próf eða samsvarandi menntun.
Skólinn er tvær fjögurra mánaða
annir, 1. og 2. bekkur. Þið skuluð
snúa ykkur til Iðnskólans í
Reykjavík eöa Hafnarfirði og fá
frekari upplýsingar í sambandi
við umsóknir og fleira.
Undirhaka,
stór rass,
lítil brjóst
og fleira
Halló.
Mig langar að fá svör við
nokkrum spurningum. Hvað
getur maður gert til að losna
við undirhöku og stóran
rass? Ég er frekar grönn,
eða 51 kíló, og í 9. bekk. Svo
er ég líka með ferlega lítil
brjóst og satt best að segja er
ég með ofsalega minnimátt-
arkennd út af því og finnst
allir taka eftir því. Hvað er
hœgt að gera við svoleiðis
vandamáli?
Hvað þarf maður að vera
gamall til að fara til
annarra landa sem
skiptinemi ? Hvað kostar
það? Hvað er hœgt að vera
lengi?Hvert er hœgt að snúa
sér íþessu ?
P.S. Hvað er hœgt að gera
viðþunnu hári?
Ein úr höfuðborginni
sem bíður eftir svari.
/.
Það er hægt að gefa undir-
hökunni smánudd reglulega. Þú
notar finguma og strýkur niður
undirhökuna, nokkuð þétt. Þetta
hefur reynst vel hjá mörgum.
Stóri rassinn hefur löngum angrað
fólk sem hann ber og eina ráðið er,
auk þess að passa vel að fitna ekki
um of, að stunda leikfimi og gera
þá sérstaklega þær æfingar sem
eru ætlaðar rassinum eins og að
sitja á gólfinu og rugga sér til
hliðanna. Svo er þetta meö stærð
brjóstanna. Eins og fram kemur
hér í öðru bréfi eru það ýmist þau
litlu eða þau stóru sem angra. Þú
ert í 9. bekk og alls ekki víst að þú
sért búin að taka út líkamlegan
þroska. En hvort heldur brjóstin
verða nú stór eöa lítil þá skalt þú
alls ekki vera að hafa neina minni-
máttarkennd út af þeim því það er
svo sannarlega þannig að sumum
finnst fallegt að hafa lítil brjóst en
öðrum líkar betur við þau stóru.
Aöalatriðið er nú samt að þér líöi
vel eins og þú ert og sért ekki að
hafa áhyggjur. I líkamsræktar-
stöðvum er svo hægt að gera
styrkjandi brjóstaæfingar sem, að
því er sumir segja, geta stækkaö
brjóstin örlítið.
Eftir því sem Pósturinn kemst
næst þarf maður að hafa lokið
grunnskóla til þess að komast út
sem skiptinemi. I sambandi viö
kostnaðarhliðina þá mun þetta
vera nokkuð dýrt en þó ekki svo
mikið meira en það kostar að vera
heima með öllum þeim kostnaði
sem því fylgir. Skiptinemar fara
venjulega utan til eins árs dvalar.
Þú skalt snúa þér til skiptinema-
sambandanna hér á landi en
Pósturinn hefur hér heimilisföng
hjá tveimur þeirra (þau munu
veratvö eöa þrjú):
AFS, Intercultural Programs,
Hverfisgötu 39, Reykjavík, sími
(91)-25450, og Alþjóðleg kristileg
ungmennasamskipti, ICYE, Frí-
kirkjuvegi 11, Reykjavík, sími
(91)-24617.
P.S. Þú skalt spyrja um sjampó
við þunnu hári í apóteki en einnig
ræða við hárgreiöslumeistara um
hvort þú ættir að fá sérstaka
næringarmeðferð fyrir hárið
Mundu líka að boröa hollan mat og
taka lýsi eða vítamín.
48 Vtkan 48. tbl.