Vikan


Vikan - 25.04.1985, Side 6

Vikan - 25.04.1985, Side 6
Litið inn til listamanna Litið inn til listamanna Litið inn til listai óvenjulegt að fólk í ólíkum list- greinum vinni saman. Við köllum þessa samvinnu okkar stundum Glerull sf. og það á mjög vel við því glerull er bæðj mjúk og hörð eins og glerið og vefnaðurinn samanlagt. í glerinu er ég á-vinnu- stofunni hjá Leifi en vefnaðinn hef ég hér heima. Þegar mikið er aö gera í glerinu þá tek ég það stund- um meö mér heim og vinn það hér heima. Þegar Leifur er svo í mik- illi teiknivinnu þá er ég í vefnaðin- um. Stundum er ég því allan dag- inn í glerinu og stundum allan daginn í vefnaðinum. Upp á síökastið hef ég að vísu skipt þessu alveg í tvennt, unnið um tíma í glerinu og síðan aftur í vefnaðin- um.” Damaskvefnaður — sú aðferð innan vefnaðarins sem hefur heillað mig alveg upp úr skónum Þótt karlar séu í meirihluta í vefnaðinum hjá Sigríði á hún þó konu á ferðalagi úti í heimi. „Þetta er ný og betri kona sem fór á sýningu til Finnlands og er nú á ferðalagi um Noröurlönd. Leifur gerði nýjan og betri mann í gler og ég nýja og betri konu sem er mjúk og hlý og algjör andstæða karlsins. Annars vinnum við mikið með seríur eins og höfðingj- ana. Það er mikil undirbúnings- vinna að baki hverju verki og kemur því vel út að ræða nokkur verk í einu. Þaö er hægt að útfæra eitthvert ákveðið þema á svo mis- munandi hátt og þróa í því mis- munandi atriði. Þetta er líka gott upp á samvinnu okkar Leifs. Við gerum kannski sex teikningar og svo tek ég til við að vefa. Karlarn- ir, sem ég hef verið að vinna með, urðu eiginlega til fyrri hluta árs- ins 1982. Viö vorum þá búin að skissa upp fjóra þeirra en þá lenti ég í bílslysi og var alveg frá vefnaðinum í eitt ár og síðan tók annað ár að þjálfa mig upp aftur. Þetta var heilmikil vinna en ég er núna komin í góöa þjálfun aftur.” Sigríður tekur fram myndir af damaskvefnaði sem hún vann á meðan hún var að þjálfa sig upp. Og damaskhausar Sigríöar fengu mjög góða dóma hjá einum af þekktustu listagagnrýnendum Finna þegar þeir voru þar á sýningu Form ísland og þóttu verkin minna töluvert á verk finnsku vefnaðarlistakonunnar Doru Jung en þau mátti nýlega sjá á sýningu á Kjarvalsstöðum. „Ég er alveg tvískipt í vefnaðin- um. Ég er annars vegar í mynd- vefnaðinum og hins vegar í Úr kapellu kvennadeildar Land- spítala Íslands. Kirkjuvefnaðurinn er sameiginlegt verk Sigríðar og Leifs. Hann er ofinn með 5 skafta damaskáferð og munstrið plokkað upp með hjálparsköftum. Sérstök áhersla var lögð á að allir kirkju- munir og annar búnaður kapellunnar væri íslenskur. damaskvefnaði. Ég fékk mikinn áhuga á damaskvefnaði á meðan ég var í Myndlista- og handíöa- skólanum og mér finnst damask- vefnaður alveg óskaplega spenn- andi. Ég kynnti mér damask- vefnað í Svíþjóö og Noregi og fór á námskeið til Finnlands 1972. Ég kynntist verkum Doru Jung 1970 á meðan ég var úti að læra og heillaðist óskaplega af þeim. Damaskvefnaður er mjög sein- legur en gefur gífurlega mögu- leika. Þetta er í rauninni svo fjöl- breytilegur og skemmtilegur vefnaður að maður er tilneyddur til að afmarka sig einhvers staðar. Þú getur gengið í kringum damaskvefnað og þú sérð stöðugt nýjan flöt af því að ljósið spilar alltaf stöðugt á efnið. Það er mjög erfitt að ljósmynda þessi verk út af birtunni. Þetta er sú aðferð Leifur, Sigriður og sonurinn Óli við teikniborðið í stofunni þar sem skissur komast á blað. Eldri sonurinn, Jói, var í skólanum þegar Ijósmyndara bar að garði. innan vefnaðarins sem hefur heill- að mig alveg upp úr skónum.” 1 kapellu kvennadeildar Land- spítala Islands er kirkjuvefnaður- 6 Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.