Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 6

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 6
Litið inn til listamanna Litið inn til listamanna Litið inn til listai óvenjulegt að fólk í ólíkum list- greinum vinni saman. Við köllum þessa samvinnu okkar stundum Glerull sf. og það á mjög vel við því glerull er bæðj mjúk og hörð eins og glerið og vefnaðurinn samanlagt. í glerinu er ég á-vinnu- stofunni hjá Leifi en vefnaðinn hef ég hér heima. Þegar mikið er aö gera í glerinu þá tek ég það stund- um meö mér heim og vinn það hér heima. Þegar Leifur er svo í mik- illi teiknivinnu þá er ég í vefnaðin- um. Stundum er ég því allan dag- inn í glerinu og stundum allan daginn í vefnaðinum. Upp á síökastið hef ég að vísu skipt þessu alveg í tvennt, unnið um tíma í glerinu og síðan aftur í vefnaðin- um.” Damaskvefnaður — sú aðferð innan vefnaðarins sem hefur heillað mig alveg upp úr skónum Þótt karlar séu í meirihluta í vefnaðinum hjá Sigríði á hún þó konu á ferðalagi úti í heimi. „Þetta er ný og betri kona sem fór á sýningu til Finnlands og er nú á ferðalagi um Noröurlönd. Leifur gerði nýjan og betri mann í gler og ég nýja og betri konu sem er mjúk og hlý og algjör andstæða karlsins. Annars vinnum við mikið með seríur eins og höfðingj- ana. Það er mikil undirbúnings- vinna að baki hverju verki og kemur því vel út að ræða nokkur verk í einu. Þaö er hægt að útfæra eitthvert ákveðið þema á svo mis- munandi hátt og þróa í því mis- munandi atriði. Þetta er líka gott upp á samvinnu okkar Leifs. Við gerum kannski sex teikningar og svo tek ég til við að vefa. Karlarn- ir, sem ég hef verið að vinna með, urðu eiginlega til fyrri hluta árs- ins 1982. Viö vorum þá búin að skissa upp fjóra þeirra en þá lenti ég í bílslysi og var alveg frá vefnaðinum í eitt ár og síðan tók annað ár að þjálfa mig upp aftur. Þetta var heilmikil vinna en ég er núna komin í góöa þjálfun aftur.” Sigríður tekur fram myndir af damaskvefnaði sem hún vann á meðan hún var að þjálfa sig upp. Og damaskhausar Sigríöar fengu mjög góða dóma hjá einum af þekktustu listagagnrýnendum Finna þegar þeir voru þar á sýningu Form ísland og þóttu verkin minna töluvert á verk finnsku vefnaðarlistakonunnar Doru Jung en þau mátti nýlega sjá á sýningu á Kjarvalsstöðum. „Ég er alveg tvískipt í vefnaðin- um. Ég er annars vegar í mynd- vefnaðinum og hins vegar í Úr kapellu kvennadeildar Land- spítala Íslands. Kirkjuvefnaðurinn er sameiginlegt verk Sigríðar og Leifs. Hann er ofinn með 5 skafta damaskáferð og munstrið plokkað upp með hjálparsköftum. Sérstök áhersla var lögð á að allir kirkju- munir og annar búnaður kapellunnar væri íslenskur. damaskvefnaði. Ég fékk mikinn áhuga á damaskvefnaði á meðan ég var í Myndlista- og handíöa- skólanum og mér finnst damask- vefnaður alveg óskaplega spenn- andi. Ég kynnti mér damask- vefnað í Svíþjóö og Noregi og fór á námskeið til Finnlands 1972. Ég kynntist verkum Doru Jung 1970 á meðan ég var úti að læra og heillaðist óskaplega af þeim. Damaskvefnaður er mjög sein- legur en gefur gífurlega mögu- leika. Þetta er í rauninni svo fjöl- breytilegur og skemmtilegur vefnaður að maður er tilneyddur til að afmarka sig einhvers staðar. Þú getur gengið í kringum damaskvefnað og þú sérð stöðugt nýjan flöt af því að ljósið spilar alltaf stöðugt á efnið. Það er mjög erfitt að ljósmynda þessi verk út af birtunni. Þetta er sú aðferð Leifur, Sigriður og sonurinn Óli við teikniborðið í stofunni þar sem skissur komast á blað. Eldri sonurinn, Jói, var í skólanum þegar Ijósmyndara bar að garði. innan vefnaðarins sem hefur heill- að mig alveg upp úr skónum.” 1 kapellu kvennadeildar Land- spítala Islands er kirkjuvefnaður- 6 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.