Vikan


Vikan - 25.04.1985, Page 21

Vikan - 25.04.1985, Page 21
hann, „vegna þess að ég hef dálitlar fréttir sem hafa ekki komist til skila í mæðrafréttum. Eg ætla að gifta mig aftur í næstu viku.” Þannig kom Olivia inn í líf mitt. Digby hlýtur að hafa frétt í .gegnum það sem hann kallaði mæðrafréttir að ég hætti starfi mínu í Norður-Englandi og tók við kennarastöðu í tækniskóla rétt fyrir utan London. Sex mánuðum eftir fund okkar í antíkbúðinni fékk ég boð um að borða með honum og nýju konunni hans. Þau bjuggu í íbúö í einu af rotnandi gömlu húsunum hans Digbys í niöurníddu horni Maida Vale. Þar var ólykt frá síkinu og þaö var í mikilli þörf fyrir endur- nýjun en í nálægð Oliviu Ambeach tók maður varla meira eftir veggjunum og loftunum en sultu- krukkunni sem blómin stóðu í. „Hvað finnst þér um hana, sonur sæll?” sagði Digby meðan eiginkona hans var í eldhúsinu. „Frábær. Hvers vegna sagði enginn mér að hún væri svona of- boðslega falleg?” Digby leit skringilega á mig. „Já, hún er sæt stelpa,” sagöi hann, „og ég er feginn að geta sagt að hún kom ekki tómhent til mín. Hún var ekkja, þú veist. Líf- trygging mannsins hennar sáluga mun koma sér mjög vel, það get ég sagtþér.” Mér fannst hann viðbjóðslegur. Hvers vegna hafði hún gifst honum? Hvers vegna hafði hún sóað sér á peningagráðugan heimskingja? Ég spurði hana þessara spurninga sjálfur þegar við vorum saman í rúminu á ógeð- felldu litlu hóteli í Paddington. „Hann vildi svo endilega giftast mér. Ég bara lét undan. Hann hélt að ég ætti meiri peninga en ég í raun og veru á.” Hún hló. „Og ég hélt að hann ætti meiri en hann á.” „Þú hefur verið meira svikin en hann.” „Hann er hress,” sagði Olivia, „og mjög skapgóður.” Það gaf innsýn í hvemig fyrri eiginmaður hennar hafði verið. „Farðu frá honum og komdu í burtu með mér,” sagði ég. Þetta var allt ári eða svo eftir brúðkaup þeirra og starfskipti mín og ég var að bíða eftir staðfestingu um há- skólastöðu í Ástralíu. „Þú getur ekki sóað öllu lífi þínu á Digby Ambeach.” Hún brosti einu af dularfullu brosunum sínum. „Ég geri ekki ráð fyrir að ég geri það,” sagði hún en vildi ekki koma með mér. Sex vikum síðar kvöddumst við og hún skildi viö mig á Heathrowflug- velli. Við höfðum ákveðið að hafa ekki samband. Þaö var móðir mín sem skrifaði til að segja mér að Olivia hefði farið frá Digby. „Gufaði hreinlega upp. Enginn veit hvert hún fór en mín trú er sú að hún hafi hlaupið burtu með einum af þessum mönnum sem voru alltaf hangandi í kringum hana.” Mig hryllti viö þessu. Ég var búinn að koma Oliviu úr huga mér en þaö særði samt að vita að ég hafði ekki verið sá eini. Næsta bréf móður minnar var eins og sprengja. Digby hafði flutt til foreldra sinna og það var orðrómur á kreiki — LJÖTAR SÖGUSAGNIR, kallaöi móðir mín þær — um ástæðuna fyrir hvarfi Oliviu. Hvað gæti hún átt við? Ég skrifaði til baka og bað um út- skýringu því ég sá fyrir mér lög- regluna yfirheyra Digby og grafa upp Maida Vale garðinn. Ambeach, óvináttan gleymd, kom að jarðarförinni. „Hvernig hefur Digby það?” spurði ég að jarðarförinni lokinni. „Hann hefur það gott. Vissir þú að hann er búinn að gifta sig aftur?” Nei, ég haföi ekki vitaö það. Það var árásar- eða varnartónn í rödd hennar. Eftir dálítið hik spurði ég um Oliviu. „Gift aftur.” Hún leit á mig með óvild. „Ég veit ekki mikið um það, þú veröur að spyrja Digby.” Ég hefði getað gert það, auðvitað, en mig langaði ekki mikið til þess. Hann gæti vitað aö ég var einn af þessum mönnum sem voru „alltaf hangandi í kringum” Oliviu. Hún hafði lofað að segja honum aldrei frá því. En ég veit hvað verður um slík loforð þegar kona rífst við manninn sinn áður en hún fer frá honum. Ég var feginn að vita að ótti Að missa eina eiginkonu er ógæfa. Að missa tvær jaðrar við hirðuleysi. Að missa þrjár er örugglega glæpsamlegt! Mér barst svar en ekki það sem ég vildi. Móðir mín hafði lent í rifrildi við frú Ambeach sem hafði sakað hana um að breiða út slúður um son sinn og þær töluðu ekki lengur saman. Með því að lesa á milli línanna gat ég mér þess til að hún hefði verið hrædd til að umla aldrei nafn Digbys, hvað þá festa nokkuð um hann á blað. Vegna þess að við Olivia höfðum verið elskendur og hún var falleg og ég hafði verið ástfanginn af henni fannst mér um tíma að ég ætti aö gera eitthvað, ég ætti að taka til einhverra ráða. Þið skiljið, ég minntist fyrri konu Digbys sem drukknaði í bátsferð. Hún hafði arfleitt hann að pen- ingum. Haföi hann fengið Oliviu til að fjárfesta í viðskiptabraski og síðan losað sig við hana? Ég velti því fyrir mér. Það var mjög truflandi. En tólf þúsund mílur eru mikil vegalengd. Það gerir hjartaö minna kært og heimaáhyggjur fjarlægar. Smám saman tók ég að segja sjálfum mér að Olivia hlyti aö hafa komið aftur, hún væri á lífi og hamingjusöm einhvers staðar og allt væri í lagi. Ég var í Ástralíu í tíu ár, fór að- eins einu sinni heim allan þann tíma og það var þegar móðir mín veiktist. Læknarnir sögðu að hún ætti eftir þrjá mánuði ólifaða en hún dó eftir þrjár vikur. Frú minn hafði verið ástæðulaus, að hjónaskilnaöur hafði átt sér stað og þau bæði lagt út í nýtt hjóna- band. Það virtist engin ástæða fyrir okkur Digby Ambeach að hittast aftur. En við hittumst. Vinur minn skrifaði mér frá London og bauð mér hlutdeild í vaxandi fyrirtæki sínu. Það virtist ábatasamara en þáverandi starf mitt og auk þess var ég að þreyt- ast á háskólalífinu. Ég flaug heim til Englands í júlí og byrjaði aö leita mér að húsnæöi. Mér þótti hryllilegt hve húsa- leiga hafði hækkað í verði. Þaö sem ég hafði borgað fyrir heila íbúð áður en ég fór burt dygði rétt fyrir herbergi. Það leit út fyrir að ég yröi að kaupa íbúð en það tekur tíma og ég var ennþá þakklátur en vandræðalegur gest- ur í húsi vinar míns þegar ég rakst á Digby. Til að spara húsfreyjunni fyrir- höfn var ég að borða kvöldmat minn á bjórkrá í St. John’s Wood þegar einhver kom aftan aö mér og sló mig hressilega á bakið. „Langt síðan viö höfum sést, son- ur sæll. Hvenær komstu aftur frá Ástralíu?” Ég sagði honum það. „Þú hefur ekkert breyst.” Digby hafði breyst. Þykkt, brúnt hár hans hafði gránað fyrir tímann. Það gerði hann hermann- legan. Ég er enginn dómari á útlit karlmanna en ef ég væri kona held ég að mér fyndist Digby myndar- legur. Hann hafði grennst og gráa hárið gerði hann ekki ellilegri. Hann keypti í glas handa okkur báðum. „Hvar býrðu núna, sonur sæll?” Ég sagöi honum það og sagði honum líka frá húsnæðisleysi mínu. Hann virtist áhugasamur en lagöi ekkert sérstakt til mál- anna og byrjaöi síöan allt í einu, mér til mikillar furðu, að tala um Oliviu. Þaö var satt, var það ekki, að ég haföi spurt um hana í gegn- um móður mína og síðan í gegnum móður hans? Hafði ég heyrt að lögreglan hafði haft grun (hans orö) um illan leik? Ég varð mjög vandræðalegur. „Það var ekki auðveldur tími fyrir mig,” sagði Digby. „En hún er gift fínum náunga núna og okk- ur kemur öllum mjög vel saman.” Hann hallaði undir flatt og drap tittlinga hægt framan í mig. „Ég held ég gefi þér þó ekki heimilis- fang hennar. Þú gætir tekið það í þig að eyðileggja annað hjóna- bandfyrirhenni.” Andlit mitt hitnaði. „Digby. . .” „Segðu ekki orð, sonur sæll. Blessi þig, ég kæri mig kollóttan núna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.” Hann sló mig aftur á bakið. „Ég skal segja þér hvað ég hef veriö að hugsa. Það er íbúð á efstu hæð í húsinu mínu. Hún er laus — herbergi, eldhús og bað. Aðeins tuttugu pund á viku fyrst þú ert gamall félagi. ” Þetta var um það bil helmingi minna en ég hefði þurft að borga fyrir svipað húsnæði annars stað- ar. Ég þakkaði honum. „Segðu ekki meira. Þetta er til- valinn staður fyrir þig. Ljúktu úr glasinu og við getum farið og litið á hann. Þú getur hitt Lily um leið.” í leigubílnum fór ég að velta þessari Lily fyrir mér og hugleiddi hvort hann hefði gifst annarri ungri fegurðardís. Þegar við fórum úr leigubílnum fyrir utan hús Digbys snerti hann handlegg minn og sagði: „Ekki orð um Oliviu við Lily, sonur sæll. Hún á það til að vera dálítið eigin- gjörn.” Þau voru á jarðhæöinni. Digby fór með mig inn í stofu. Þar sat gömul kona við borð með fjár- málablað breitt út fyrir framan sig og um stund hélt ég að þetta væri móöir Digbys en þegar hún sneri sér við sá ég að það var ekki hún. „Konan mín, Lily,” sagði Digby 17. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.