Vikan - 25.04.1985, Page 23
menningssímanum á götuhominu.
Það sem gerðist svo næst gerði
mig að algeru fífli. Lögreglan
kom, ekki færri en þrír, og auk
þess læknir. Þeir drógu Digby
fram og hann var sektin upp-
máluð, mótmælti og sagði að þetta
væri skammarlegt og innrás á
einkalíf sitt og — hvaö mundu
vinir hans halda? Það voru víst
tveir kunningjar í heimsókn hjá
þeim Lily. Viö þrömmuðum allir
upp. Ég hleypti þeim inn í íbúðina
mína og í gegnum gatið á veggn-
um fórum við.
Leynilögregluþjónninn, sem hét
Doyle, opnaði fataskápinn. Þar
inni, allt á herðatrjám, voru tvö
pils, tveir kjólar og rauða buxna-
dragtin.
,,En það var þarna,” sagði ég.
„Það er ekki þarna núna,
herra,” sagði lögregluþjónninn.
Digby, sem var mjög alvarlegur
á svip, þræddi sér leið þvert yfir
herbergið. Þar á góll'inu, í hálf-
gerðu hnipri, lá beinagrindin.
„Þetta,” sagði læknirinn, „er
hundrað ára gamalt.” Hann
pikkaði í hana. „Ef þú skoðar
beinagrindina geturðu séð að það
er búið að festa hana saman með
vírum.”
„Allt þetta drasl,” sagði Digby
og brosti göfugmannlega til mín,
„er úr verslun sem ég rak einu
sinni. Ég erfði beinagrindina og
læknisfræðibækurnar frá gömlum
ættingja.”
„Ekki kæra gamla Ambeach úr
Royal Free? ” sagði læknirinn.
„Afabróðir minn,” sagði Digby
og eftir það urðu þeir allir mjög
kumpánlegir, potuðu í beinagrind-
ina og skoðuðu tennurnar í henni
meðan Digby útskýröi að fötin í
fataskápnum tilheyrðu fyrri konu
sinni og hefði verið skilin eftir
þegar þau skildu. Allir virtust
hafa gleymt mér þangað til Digby
sló á bakið á mér.
„Hresstu þig upp, sonur sæll,”
sagði hann. „Okkur verður öllum
einhvem tíma á. Hvers vegna
förum við ekki allir niður núna og
fáum okkur íglas?”
„Við erum á vakt, þú veist,
herra,” sagði Doyle með tón sem
gaf til kynna að hann léti skylduna
ekki aftra sér. Hann leit hvasst á
mig. „Ég myndi segja að hr.
Dashwood væri búinn að fá meira
en nóg.”
Lily góndi þegar við gengum
allir inn. Það voru tvær aðrar
persónur með henni, karlmaður
og kona. Ég heyrði Doyle segja:
„Aha, beinagrindin í fata-
skápnum,” þegar hann var kynnt-
ur fyrir Oliviu. Þá reis gólfið upp
og það leið yfir mig.
Þegar ég rankaði við mér var
lögreglan farin og Lily horfin. En
Olivia og maðurinn hennar voru
þarna ennþá. Hún var jafnfalleg
og áður.
„Hér er hún, holdi klædd,”
sagði Digby. „Átt enn langt eftir í
að verða beinagrind, er það ekki,
dúkkan mín?”
„Ég skil ekki hvaö kom yfir
mig,” sagöi ég. „Ég hlýt að hafa
misst vitið.”
Digby hefði ekki getaö verið al-
mennilegri. Hann hló og
gantaöist. Hann sagði öllum
vinum sínum frá þessu og líka
öllum sem bjuggu í húsinu. Hann
geröi eiginlega allt of mikið úr
þessu en ég hafði ekki brjóst í mér
til að segja það við hann eftir að
hann hafði verið mér svo góður.
Allir í nágrenninu hljóta að hafa
fengið að vita að ég sá ofsjónir,
beinagrind hangandi í fataskáp,
og sakaði Digby um að myrða
aðra konu sína.
Ekki löngu seinna spurði hann
mig hvort ég vildi festa kaup á
íbúðinni sem ég bjó í — reyndar
allri efstu hæðinni, þar á meðal
því sem við höfðum öll tekið að
kalla „beinagrindarherbergið” —
og verðið sem hann nefndi var svo
lágtaðég hikaði ekki.
„Ég er djúpt sokkinn, sonur
sæll,” sagði hann, „en þessi
nokkur þúsund frá þér gætu haldið
mér á floti þangað til eitthvað
annaðkemur upp.”
„Getur Lily ekki hjálpað?”
„Látum okkur segja að hún vilji
það ekki. Þetta eru hennar
peningar. Ég verð aö segja að þeir
eru eina ánægjan sem hún hefur í
lífinu.”
Daginn sem ég borgaði Digby og
íbúðin varð mín eign bauð ég þeim
Lily að koma upp til aö halda upp
á það með drykk. Þau komu
klukkan sjö. Lily virtist sérlega
fúl og viskíið sem hún drakk
virtist ekki bæta geð hennar. Ég
geri ráð fyrir að hún og ég höfum
skolaö niður vel hálfri flösku en
Digby hélt sig við sódavatn,
sagðist hafa brjóstsviða.
Eins og vanalega talaði Lily um
peninga. Hún var svartsýn á gengi
sterlingspundsins. „Trúið mér,”
sagði hún, „við eigum öll eftir að
sjá sterlingspundið endurmetið
áður en við verðum mikið eldri. ”
Svo skynsöm sem hún var nú
hafði hún þó rangt fyrir sér þarna.
Á sinn skyndilega hátt tilkynnti
hún allt í einu klukkan níu að það
væri kominn háttatími hjá sér og
stóð upp til að yfirgefa okkur.
Digby sagðist ætla aö vera aðeins
lengur. Lily fór og eftir það — ja,
ég held ég geti ekki betur en sagt
ykkur hvað gerðist þegar lög-
reglan kom á vettvang.
Við Digby höfðum ekki snert
líkama Lily. Hún lá í hrúgu neðst í
stiganum. Einhvern veginn
vissum við báðir að hún var dáin.
Það var annar læknir sem kom en
yfirlögregluþjónninn var Doyle.
„Ég heyrði frú Ambeach
öskra,” sagði ég, „og síðan
dynkinn. Eftir það lokuöust
dyrnarog...”
„Gerir þú þér grein fyrir því
hvað þú ert að segja, hr. Dash-
wood?” Doyle hallaði sér að mér
og þefaði af andardrætti mínum.
„Veist þú hvað þú ert að gefa í
skyn?”
Digby sagði blíðlega: „Mike,
sonur sæll, hver ætti að hafa getað
lokað þegar við sátum báðir hérna
saman?”
En hann hafði farið að hurðinni
með Lily, fariö aðeins fram með
Lily... „Ég heyrði hana öskra og
detta og síöan lokaðist. . .” Ég
þagnaði og leit á Doyle.
„Vertu varkár varðandi hvað þú
segir, hr. Dashwood. Þú hefur
drukkið sæmilega mikið. Ég
mundi segja þig of ölvaðan. Þú
verður að vera viss með stað-
reyndirnar í þetta sinn. Við höfum
ekki gleymt hvað gerðist hér fyrir
tveim mánuðum. Nú, þegar þú
heyrðir frú Ambeach öskra og
detta, hvar var hr. Ambeach? ”
Ég gat ekki endurtekið vitleysu
mína aftur, var það? Saka Digby í
annað sinn og í annað sinn
áreiðanlega fá sannað að ég hefði
rangt fyrir mér?
„Mér þykir þetta leitt,” sagði
ég, „ég held ég hafi drukkið aðeins
of mikið. Hr. Ambeach og ég
sátum hér inni. Frú Ambeach
sagði góða nótt og lokaði og svo
heyrðum við hana öskra og
detta.”
Málið var rannsakað og niður-
stöðudómurinn var slysadauði.
Digby var mjög miður sín yfir að
missa Lily og hann fékk ekki einu
sinni huggunina sem hann hafði
búist við. Fjárfestingar hennar
skiluðu aumkunarlega litlu. Þetta
hafði allt verið tal um peninga hjá
henni.
En síðan þá hefur birt yfir
hlutunum hjá Digby eins og virðist
alltaf gerast. Hann hefur hitt mjög
myndarlega konu, ekkju sem
rekur blómstrandi fyrirtæki sem
eiginmaður hennar skildi eftir sig.
Eina vandamálið er að þó hún sé
reiðubúin að búa meö honum
hefur hún hingaö til neitað öllum
bónorðum hans.
„Ég geri ráð fyrir því að hún
gefi eftir,” sagði Olivia við mig.
„Digby er mjög kænn og er reiðu-
búinn að ganga í gegnum enda-
lausa fyrirhöfn til að fá það sem
hann vill.”
„Ég held hann sé það,” sagði
ég.
Endir
17. tbl. Vikan23