Vikan


Vikan - 25.04.1985, Page 27

Vikan - 25.04.1985, Page 27
I Síða hárið aftur í tísku Rakararnir geta farið að biðja fyrir sér — fska Nokkur fræg módel með hár niður á herðar. Með Bítlunum komst hárið á karlmönnunum niöur á eyrun, með Rolling Stones síkkaði þaö niður fyrir eyrun og með hippun- um niður á herðar og langt niður á bak. Svo liðu tímar og hárið stytt- ist aftur smátt og smátt. Pönkararnir og nýbylgjuliðið tók af skarið og klippti hárið knall- stutt og áöur en varði var fyrrum hrikalega hallærislega kana- klippingin orðin allsráðandi. Þó voru alltaf einhverjir sem héldu í síða hárið, meðal annarra þunga- rokkararnir og þeirra fylgismenn, en þeir voru þá heldur ekkert að eltast við tískuna og þóttu ekki með smartari mönnum. Nú ber hins vegar svo við að sítt hár á karlmönnum, eða réttara sagt sumum karlmönnum, þykir yfirmáta fínt. í Bretlandi og meginlandi Evrópu eru það guðum líkir ungsveinar sem prýöa ljósmyndir helstu tískublaðanna heldur fáklæddir. í Bandaríkjunum hélt síða hártískan lengur og betur velli í mótlætinu en í Evrópu. Þar héldu margir frægir karlmenn fast í lubbann, og eru nú viðurkenndir smekkmenn, og aörir, sem alltaf hafa átt sér þennan draum, geta nú óhræddir leyft hárinu að vaxa. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkur dæmi um hina nýju — gömlu hártísku. Það má nú segja að hér á við það sem stundum er sagt um tískuna: „Allt kemur það aftur’”. Alexander Godunov ballettdansari er einn þeirra sem ekki hafa viljað farga síða hárinu. Ron Reagan, sonur hins Reagans, siðhærður og sæll með það. David Lee Roth úr bandarisku hljómsveitinni Van Halen er annar sem haldið hefur fast i lubbann. 17. tbl. Víkan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.