Vikan


Vikan - 25.04.1985, Side 30

Vikan - 25.04.1985, Side 30
VÍDEÓ— VIKAN Vídeó-Vikan er þáttur fyrir þá sem áhuga hafa á myndböndum og þeim kvikmyndum sem unnt er að verða sér úti um hjá myndbandaleigum til afnota í heimahúsum. Við leggjum áherslu á að ekki er ætlunin að gagnrýna þætti og kvikmyndir heldur kynna þær sem á boðstólum eru og við teljum óhætt að mæla með. Skilnaður Framleiðandi: Frederick Brogger. Handrit: Loring Mandel. Leikstjóri: Delbert Mann. Aðalleikarar: Lee Remick, Granville Van Dussen, Vicki Dawson og David Stambauch. Sýningartimi er 100 mín. ísl. texti. Einkaréttur á íslandi: JS — Video. Þetta er kvikmynd úr myndaflokkn- um Love & Live sem er flokkur sjálf- stæöra mynda og hafa þær verið og eru enn vinsælar hér á myndbandaleigun- um. Meginspurning þessarar myndar er þessi: Hvernig er hægt aö raöa saman atriöum úr ævi sem þegar er gleymd? Þetta er þó engan veginn spurning sem svaraö veröur á flókinn hátt eöa meö djúpri, sálfræöilegri könnun í mynd- inni. Þetta er saga venjulegrar fjöl- skyldu, hjóna meö tvö börn. Myndin hefst á því aö fjölskyldan er í eins konar skógarferö eöa helgarhvíld viö fallegt vatn. Þaö er veriö að taka upp matarpakkana. En svona fjölskylduferö er nú ekki „staöurinn eöa stundin” til aö brjóta niður hjónaband, jafnvel þótt bryddaö sé á umræðum um aöskilnaö á hrein- skilinn hátt, eins og Tom, eiginmaöur JoAnn, gerir hér. Þegar eiginmaður JoAnn vill veröa frjáls, eftir fimmtán ára hjónaband, hrynur tilvera hennar. Hún reynir meö öllum ráöum aö halda í hann en án árangurs. Fyrir Tom, eiginmanninn, þýöir frjálsræöiö nýja íbúö, nýjar vinstúlkur og helgarstundir meö börnunum. — Fyrir JoAnn þýðir þetta aftur á móti aö hún fær mikla athygli gamals vinar sem er giftur og sem hún hefur engan áhuga á. Hún hverfur aö hinum blákalda veruleika klúbba hinna einstæðu og stefnumótum sem hana haföi aldrei óraö fyrir. En málin eru alls ekki komin á hreint. Lögfræöingur er engin hjálpar- hella, nema síöur sé. Sá ræðir eingöngu um meðlög og skiptingu eigna. — Þaö er ekki allt. Börnin eru á erfiöum aldrei — eins og þau eru „alltaf” — einkum dóttirin, fjórtán ára gömul. Hún ráöfærir sig áfrarr. viö fööur sinn og hún er fyrr en varir oröin stærsti hlekkurinn í þessari vandamálakeöju — en kannski ekki sá veikasti. . . Saga sem fellur vel aö mynda- flokknum Love & Live. Mynd, byggð á sögu eftir Philip Dossick. Framleiðandi: David Susskind. Leikstjóri: William A. Graham. Aðalleikarar: Kevin Dobson, Melinda Dillon, Granville Van Dussen, Ronny Cox, Bibi Besch, Joan Lancaster, Helen Hunt og Dee Croxton. ísl. texti. Einkaréttur á islandi: JS-Video. Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum þótt nöfnum og staðháttum sé breytt, eins og í sögunni sjálfri. Þetta er saga um mann sem hefur, eins og viö öll hin, aðeins eina ósk sem er mest allra — að halda lífi. Hann var fæddur í Brooklyn-hverfi í New York og gekk allt í haginn. Þegar hann er þrjátíu og þriggja ára gamall er hann aö dauöa kominn. . . Því er ekki aö leyna aö spenna er mikil í kringum söguhetju okkar, John Hurley. Síminn þagnar varla er hann kemur heim og ákafinn í fasi hans leynir sér ekki. Hann er þrjátíu og fimm ára gamall þegar hann fyrst fær hjartaáfall. Hann hefur alla tíö unnið, drukkiö og reykt of mikið. En John neitar aö minnka við sig og fær annaö hjartaáfall. Eina von hans nú er mjög tvísýn hjartaaö- gerö. Hvemig svo sem fólk lítur á þessa mynd og atburöarásina eftir að John Hurley hefur fengiö áfalliö og meöferö á sjúkdómi hans hefst fyrir alvöru þá er ekki síöur athyglisveröur allur að- dragandi aö áfalli hans: spennan, æsingurinn, kappiö og óforsjálnin. Eflaust kannast margir við allt þetta úr hinu daglega lífi. Þess vegna er myndin raunsönn lýsing á lífi svo margra sem í dag vita betur en þeir vilja viðurkenna opinberlega, nefni- lega aö að flas er aldrei til fagnaðar, síst af öllu í því aö ofbjóöa sjálfum sér — eftir aö viökomandi hefur fengiö greinilega viövörun um líkamlegan veikleika. Hér er leikarinn Granville Van Dussen, sá er viö kynntumst í mynd- inni hér að framan, í gervi læknisins sem stundar John Hurley. — Þessi mynd á erindi viö flest okkar og þaö má mikið af henni læra. — Leyfð fyrir alla aldurshópa. 30 Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.