Vikan


Vikan - 25.04.1985, Síða 35

Vikan - 25.04.1985, Síða 35
Í t Draumar Blóðbrullaup Kæri draumráðandi. Eins og gengur og gerist dreymir alla eitthvað. Mig dreymdi að ég væri í brúðarkjól, hvítum (mig minnir að ég hafi tekið hann úr tómum fataskáp) og fyrir framan mig væri stór spegill. Eg horfði á sjálfa mig íspeglinum og sá að ég var með þrjú göt í hægra eyranu, með eyrnalokka (ekki hangandi) íþeim öllum. Eg sá að það blæddi úr þeim öllum og tók ípilsið á brúðarkjóln- um og þurrkaði blóðið í pilsið. Draumurinn var ekki lengri. Það er þó nokkuð síðan mig dreymdiþetta en ég er alltaf að hugsa um draum- inn og hann veldur mér óró. Eg held ég hafi ekki sagt neitt í draumnum og ég var ein í einhverju her- bergi, allt var svo bjart. G.V.H.M. Skugga mun bera á ein- hvern gleðiatburð og þessi skuggi er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem þú telur vera vini þína eða þér velviljaða reynast ótryggir og jafnvel svo að þeir gera þér einhverja skráveifu. Öróin í þér er því alls ekki að ástæðulausu en þú mátt samt ekki fara að tor- tryggja alla vini þína, mundu bara að það þýðir ekki alltaf að ætlast til þess að aðrir reynist manni eins vel og maður ætlast til, því veldur eigingirni og stund- um öfund, og hver veit nema þessi draumur sé til þess fallinn að vara þig við oftrausti á öðrum þannig að þú ættir að reyna að stilla þig inn á það hugarfar að njóta þess gleðilega við- burðar sem í vændum er og láta aðra lönd og leið. Tvíburar Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum. Hann ersvona: Stelpa, sem ég þekki, var allt í einu búin að eiga tví- bura, stelpur. Önnur var mjög falleg, dökkhærð, hin var Ijósari og ekki eins falleg. Þær voru með hringi um hálsinn og þar stóðu nöfnin þeirra. Eg hélt á fallegri stelpunni. Þá tók ég eftirþvíað hún var alveg rosalega sterk miðað við nýfætt barn og stór líka (eins stór og sex mánaða krakki). Við vorum að tala um hvað það væri skrýtið að ég skyldi ekki taka eftir þvt að hún væri ólétt. Eg sagðifrá því að mér fyndist skrýtið að hún skyldi vera hætt að reykja. Þá sagði hún að henni hefði orðið óglatt afþví. Önnur stelpan svaf í kassa með brúnu sængur- veri. Það var dekkri stelpan. Ljósa stelpan svafí grind með frekar Ijósu sængurveri. Bæ, bæ, meðfyrirfram þökk fyrir birtinguna, Lilla S. Þessi draumur skiptir vinum þínum í tvo hópa, góða og vonda, og þú munt áþreifanlega komast að raun um hverjir eru vinir í raun vegna einhvers máls sem upp kemur á næstunni. Sem betur fer fyrir þig munu þeir góðu reynast fleiri og sterkari og þú munt halla þér meira að þeim en þér mun nokkuð brugðið að komast að því að ekki eru allir í þeim hópi. Dökkar tennur molna Kæra draumasíða. Eg ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi í nótt en hann er svona: Mig dreymdi að ég var annað- hvort búin að drekka eitt- hvað eða borða. Svo þegar ég sá tennurnar í mér voru þær orðnar mjög dökkar, næstum svartar. Eg ætlaði að skafa þetta dökka af tönnunum en þá skóf ég tennurnar þannig að þær eyddust og var með tann- mylsnu undir nöglunum. Ekki var draumurinn lengri. Með fyrirfram þökk. Tóbaks-Steini. Þessi draumur bendir til þess að einhvern skugga beri á samband sem er þér mikils virði, vináttu- eða ástarsamband, og það verði eins og í molum eftir skamman tíma. Ekki kemur fram í draumnum af hverju þetta stafar, það geta bæði verið ytri og innri aðstæður, veikindi, missætti og í rauninni hvað sem er. I lok draumsins er staðan sú að þú ert að reyna að ná saman brotunum og svo er það undir þér og hinum aðilanum komið hvort eitthvað verður hægt að laga í þessu máli, en samkvæmt draumnum er það þungur róður. _ © Bulls Ég hálfsé eiginlega eftir því að hafa keypt bjórgeréarpakkann handa honum i afmælisgjöf. 17. tbl. Víkan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.