Vikan


Vikan - 25.04.1985, Síða 40

Vikan - 25.04.1985, Síða 40
Pabbi hefur alltaf rétt fyrii Listin við að búa saman er aö hver þekki sinn stað í hjóna- bandinu og þaö verð ég aö segja Maríönnu til hróss að hún þekkir sinn. Ef við erum að ræöa málin og ég kem fram með sjónarmið í sambandi við eitthvað ákveðið. . . þá viðurkennir hún alltaf að ég hafi rétt fyrir mér. Og þannig á það líka að vera í hamingjusömu og samstilltu hjónabandi. Konan verður nú, eins og í fortíðinni, að bera virðingu fyrir herra sköpun- arverksins. Það er ekki nema sanngjarnt. Rauðsokkar og þann- ig kjaftforar russukussur eiga líka sinn stað. Nei, það er rétt sem skáldið sagði, pabbi hefur alltaf rétt fyrir sér. Þó maður líti ekki á nema daginn í dag þá hefur Maríanna viðurkennt að ég hafi haft rétt fyrir mér oft og mörgum sinnum. En nú hef ég uppgötvað að hún nýtir sér ákveðna tækni á mig þeg- ar hún svarar mér — því að þó hún hafi sagt mig hafa á réttu að standa í morgun, þegar ég sagði að það þyrfti ekkert aö þvo bílinn. þá er það nú engu að síður staðreynd að ég ók honum inn í bílskúr, nýþvegnum og bónuðum, fyrir hálftíma. ög þaö kemur ein- hvem veginn ekki heim og saman við að hún sé alltaf á því aö ég hafi rétt fyrir mér. Kannski ætti ég að reyna að líta betur á þetta atvik þarna í dag og athuga hvernig það má vera að hún hafi samþykkt mitt sjónarmið en ég samt sem áður þvegið bílinn. Ég veit að það býr eitthvað undir. Hún hefur blekkt mig. Skrýtin kvikindi, þessar konur. Já, hún hefur blekkt mig. En best að líta á þetta með bílinn: — Lofaðir þú ekki að þvo bílinn ídag? — Aftur? Ég sé ekki aö það sé svo nauðsynlegt. — Nei, það getur verið að þú hafir rétt fyrir þér. En, allt í lagi, þá skaltu ekki þvo hann. Og alls ekki fara að bóna hann . . ef þér finnst við geta verið þekkt fyrir að koma í svona drullukistu til hans Tómasar í kvöld. Nokkru seinna sagöi hún aö það væri alveg rétt hjá mér að hún þyrfti ekkert að fá nýjan kvöld- kjól. — Auðvitað er rétt hjá þér að ég þarf ekkert sérstaklega nýjan kjól . . . það er að segja ef þér finnst mikilvægara að eyða peningunum þínum í spil og áfengi og hádegisverði með öllum þessum dularfullu vinum þínum . . . eða eru þaö kannski vin- konur, ekki veit ég það? Hún sagði líka að ég hefði rétt fyrir mér þegar ég sagði að ég ætti kannski að skreppa í Höllina til aö 40 Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.