Vikan


Vikan - 25.04.1985, Qupperneq 59

Vikan - 25.04.1985, Qupperneq 59
DROTTNINGAR- DAGURINN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR HOLLENDINGA Texti og myndir: Sigrún Harðardóttir 58 Vikan 17. tbl. Það er ekki hægt að segja um Hollendinga að þeir eigi sér fastan þjóðhátíðardag eins og aðrar þjóðir því þjóðhátíðardagur þeirra hefur verið um aldir afmælisdagur þjóðhöfðingja þeirra og hefur sá siður haldist fram að krýningu núver- andi drottningar, Beatrix, að hún tilkynnti þegnum sínum að afmælisdagur Júlíönu, frá- farandi drottningar, skyldi áfram vera þjóðhá- tíðardagur landsmanna. Mun ástæðan vera sú að núverandi drottning á afmæli á miðjum vetri en Júlíana að vori þegar búast má við sól og blíðu. 30. apríl ár hvert taka Amster- dambúar því til á háaloftinu hjá sér enn sem áður fyrr, breiða klæði á gangstéttir borgarinnar eða á grasflötina í Vondelpark og versla með allt milli himins og jaröar. Borgin er öll undirlögð af einum allsherjar flóamarkaði því að á drottningardaginn mega allir vera kaupmenn. Þeir sem ekki telja sig hafa neitt til að selja en vilja samt taka þátt í kaup- mennskunni, án þess þó aö vera jkaupendur, stilla sér upp með jheimabakaðar kökur eða heita súpu í potti yfir gamla ferðaprímusnum, nú eða hella upp á könnuna og svo mætti lengi telja. Hér er það hugmyndaflugiö sem ræður og það er um að gera aö prófa eitthvaö nýtt í mat- þig upp í samsvarandi búning. Meö nokkurra metra millibili hafa svo hljóðfæraleikarar komið sér fyrir, ýmist einn og einn eða einhvers konar vísir aö tríói, kvartett eöa jafnvel lítilli hljóm- sveit, allt frá krökkunum í barna- músíkskólanum, sem hafa sumir hverjir ekki fengið margar kennslustundir á blokkflautuna, upp í klassíska hljóðfæra- leikarann sem leikur á klassískt hljóðfæri eins og fiölu eöa klarínettu. Við látum berast með mann- fjöldanum inn í Vondelpark, kaupum blússu á fimmtíu aura og prúttum stærðar leirskál niður í túkall. Fyrr en varir er ýmislegt drasl farið að hlaðast á okkur og seldinni sem náunginn við hliðina getur ekki boðið upp á. Það þýddi víst lítiö aö ætla að reyna að selja pulsu og kók á þessum degi því þetta er dagur ævintýranna og tilraunanna. Ef þú vilt reyna hæfileika þína í látbragösleik eöa sem skemmti- kraftur þá er tækifærið nú því ef þér mistekst þá hlæröu bara með áhorfendunum. Enginn ætlast til þess að þú getir gert neitt meira en þeir sjálfir þó þú sért búinn aö mála á þig trúösandlit og dubba 17. tbl. Vikan 59 þá er um aö gera aö reyna kaupmannshæfileikana og sjá hvort ekki er hægt að losna við eitthvað af þessu dóti aftur. Við hendum nokkrum smápeningum í box hjá verðandi fiðlusnillingum og horfum um stund á látbragðs- leikara leika listir sínar, kannski í fyrsta skipti, og leiktjöldin eru heldur ekki merkileg, tvö lök strengd milli tveggja hríslna. Alls konar venjulegar og óvenjuiegar kökur eru á boðstólum meðfram gangstígnum og ilmurinn af 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.