Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 8
r /r' r)\
Texti: Sigurður Hreiðar
Myndir: Ragnar Th.
STJÖFiNUS
Hann tyllti sér upp á bílinn í viðeig-
andi stellingar (bara til að máta)
þegar hann hafði lokið að skreyta
hann: Davið Diego.
Ein þeirra ekur burtu á bílnum í
leikslok. Frá vinstri: Ragna
Sœmundsdóttir, Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, Agnes Erlingsdóttir, Mar-
grát Guðmundsdóttir, Kristin B.
Gunnarsdóttir, Sigurdis Reynis-
dóttir, Sólveig Grátarsdóttir, Lína
Rut Karlsdóttir.
Það er til nokkurs að vinna i Hollywoodkeppninni i ár — þið vitið, þess-
ari þar sem keppt er um titlana stjarna Hollywood 1985 og sólarstjarna
Urvals. Fyrir utan ýmsar góðar gjafir, sem allir keppendur fá, fœr sólar-
stjarna Úrvals þriggja vikna íbizaferð, en stjarna Hollywood verður jafn-
framt fulltrúi ungu kynslóðarinnar þetta árið og fer sem slík til keppni i
Miss Young International á næsta ári.
En þar að auki fær hún í áþreifanlegan vinning, strax og undir eins og
sigur er vís,
DAIHATSU CHARADE TURBO 1985,
sem með öllum aukabúnaði er um hálfrar milljónar króna virði og auk þess
fagurlega skreyttur.
Litum nú nánar á gripinn: Eins og allir vita er Daihatsu Charade sprett-
frískur sparibaukur mað framhjóladrifi og með afgastúrbinunni, sem hann
dregur turbo-nafniö af, er orkutala válarinnar um 72 hestöfl sem er ekki
bágt fyrir svo nettan grip. Ýmislegt er líka breytt og bætt frá standardút-
gáfunni að öðru leyti: Sárstök turboinnrátting i lit við bilinn, sárstakt
turbomælaborð, spoilerar aftan og framan, hærri toppur (og þessi er þar
að auki með rafmagnsdrifinni sóllúgu), stinnari sportbilafjöðrun og tvöfalt
pústkerfi aftur úr.
Og svo er hann þar að auki rauður.
Keppnin verður með nokkuð öðrum hætti en undanfarin ár. Í fyrsta lagi
eru keppendur átta nú í stað sex áður (svo virðist sem fallegum og frískum
stúlkum fari heldur fjölgandi) og hafa þeir nú þegar verið kynntir i Holly-
wood. ítarleg kynning á stúlkunum kemur síðan i Vikunni siðar i sumar, og
sjálf keppnin fer fram i haust.
Eins og fyrr eru það þrír aðilar sem standa að Hollywoodkeppninni:
Hollywood, Úrval og Vikan.
8 Vikan 24 tbl.