Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 36

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 36
 Popp JT Halldór R. Lárusson Á 500 km hraða með David Lee Roth sér plötu í eigin nafni meö svona lögum. 1984 var stærsta ár í sögu Van Halen. Þá sendi Van Halen frá sér sjöttu plötuna. Hún ber nafnið 1984 og var ein vinsælasta plata síöasta árs í USA. Af henni urðu lögin Jump, Panama og Hot for Teacher geysilega vinsæl og þá sérstaklega Jump. Meö þessari velgengni komst Van Halen í fremstu röð og má líklega segja aö þeir félagar séu ókrýndir konung- ar bandaríska rokksins ásamt Bruce Springsteen. Víst er aö ekki dregur hin hressilega framkoma David Lee úr vinsældunum og á ég þar við bæöi utan sviös og innan, auk þess sem maðurinn er ákaflega vinsæll meöal kvenþjóöarinnar. Banda- rísk blöö fylgjast með þeim mál- um af mikilli natni en auövitaö er þaö tónlistin sem hefur mest eöa mikið að segja á þessum tímum þegar útlit og persónulegt atgervi manna skiptir ekki minna máli í heimi vídeósins. Gítarleikari Van Halen, Eddie Van Halen, er án efa einn besti gítarleikari rokksins núna. Þaö má kannski taka fram aö hann leikur á hljóö- færi sitt af mikilli snilld í lagi Michaels Jackson, Thriller, á samnefndri plötu og auk þeirra Davids eru í hljómsveitinni Alex van Halen sem leikur á trommur og Michel Antony á bassa. En snúum okkur aö David Lee og plötunni hans. Eins og áður segir haföi staðið til lengi að senda frá sér plötu meö gömlum og góöum lögum. David Lee var staddur á einhverri sólríkri strönd í Suður-Ameríku í fríi síðastliðið haust eftir langt og strangt hljóm- leikaferðalag og heyrði þá lag Beach Boys, Califomia Girls. Einn lífvaröanna í förinni sagði að þetta væri lag sem hann (David) ætti að syngja inn á plötu og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina frekar en fyrri daginn, menn þustu upp á herbergi, pökk- uðu niður, síðan var ekið í fimmtán tíma til næsta flugvallar „Flestir menn kveikja á þeim enda kertisins sem á aö kveikja á, sumir kveikja á báðum endum, aðrir kveikja í miðjunni en ég nota eldvörpu á mitt kerti.” Þannig fórust David Lee Roth, söngvara bandarísku rokkhljóm- sveitarinnarVan Halen, orö þegar hann var spurður í sjónvarpsvið- tali um hið vægast sagt hressilega líferni sitt. Hann bætir við: „Allt sem þið lesið um mig í blöðum og tímaritum er rétt. Ég geri allt fjórum sinnum hraðar og fjórum sinnum oftar en nokkur annar, allt sem ég geri á sviöinu er bein afleiðing af þeim áhrifum sem fólkiö hefur á mig í það og það skiptið. Það er einmitt þetta sem er dásamlegt við rokkið, það mega ekki vera neinar reglur, það er enginn skóli sem getur kennt neitt í þessum bransa. Maður veröur sjálfur að fylla í eyðurn- ar.” Eins og þið sjáiö, lesendur góðir, tekur David Lee hressilega til oröa og þannig er hann í öllum viðtölum. Ég er efins um að það finnist öllu frísklegri náungi í poppbransanum, það bókstaflega skín úr honum kraftur og lífs- ánægjan. í mars síðastliðnum sendi hann frá sér fjögurra laga plötu með gömlum lögum í nýjum búningi. Ástæðuna fyrir útgáfu plötunnar segir hann vera að honum leiddust rólegheitin í kringum Van Halen þá stundina og auk þess haföi hann lengi langaö til aö senda frá David Lee Roth. David Lee Roth, Eddi Van Halen og nokkrir vinir þeirra. 36 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.