Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 35

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 35
Draumar Barn úr búðinni Kœn draumráðandi! Vildirðu vera svo vænn að ráða þennan draum fynr mig. Eg var niðri í bæ og varð allt í einu svöng. Eg litaðist um og kom auga á grænan bíl sem búið var að breyta í sjoppu. Eg gekk þangað og keypti mér eitthvað sem ég vissi ekki hvað var. En þegar ég er að borga kem ég auga á þrjá kassa og eitt smábarn t hverjum. Eg spyr manninn í sjoppunni hvað hann sé að gera með smá- börn t sjoppunni en hann segir að ég megi hirða eitt. Eg tek lítinn strák en þá er hann ekki í neinu nema bleiu, sokkabuxum og peysu þannig að ég fer úr úlpunni og geng afstað. Þá er ég allt í einu komin heim og X (eins og við skulum kalla hann) kemur á móti mér á hjóli með kókflöskur í hendinni. X stoppar og spyr hvað ég sé með og ég sýni honum litla strákinn og segi honum alla söguna. Við förum svo í heimsókn t hús en þá er annað fólk komið í húsið og ég er neydd til þess að sýna þessu ókunnuga fólki strákinn. Þá ræðst konan á mig og ætlar að taka barnið frá mér en ég berst á móti og við það vaknaði ég. Draumurinn varð því ekki lengri. Viltu reyna að ráða hann fyrir mig. Eg hef ekki hugsað um annað síðan mig dreymdiþetta. Litla ögn. Kæra litla ögn. Gamalt íslenskt máltæki segir: Böl er ef barn dreymir nema sveinbarn sé og sjálfur eigi. En fleira kemur til í þessum draumi sem hægt er að styðjast við. Þó er ekki hægt annað en taka fram að þessi draumur er aðvörun. Þótt ekki sé það einhlítt virðist mega ráða drauminn á þann veg að þeir sem þú reiknar síst með að geri slíkt reyni að spilla á milli þín og manns sem þér er kær. Þó eru margar vísbendingar í draumnum um að þetta muni allt fara vel að lokum. Loðin í andliti og með ljónsunga í bandi Kæri draumráðandi. Eg er með tvo stutta drauma sem mig dreymdi nýlega. Oska ég að fá þá ráðna. Sá fyrri var þannig: Eg var að spegla mig og brá mér þá heldur en ekki í brún því ég var orðin kaf- loðin í andliti með löngum svörtum hárum. Eg fer að plokka þetta og situr þá við hliðina á mér garnall kær- asti og horfir á aðfanrnar. Síðari draumurinn var á þessa leið: Allt í einu var ég komin með Ijónsunga heim til mín, 3 eða 4 að tölu. Þeir voru spakir og ég var ekki mikið hrædd við þá. Svo var ég farin að versla í stórmarkaði og þá með einn Ijónsungann í bandi. Það var sá sem stærstur var, hinir voru minni. Atti ég í miklu basli við að koma honum inn í bílinn en það hafðist og fannst mér ég binda hann úti meðan ég var inni í versluninni. Eg vonast eftir ráðningu sem fyrst. H. Fyrri draumurinn er ekki einhlítur. Ef þú ert gift kona og hárvöxturinn í andlitinu hefur minnt á skegg er hann ekki góðs viti. Hann boðar þá að snurða hlaupi á þráðinn í hjónabandinu. Ef þessi hárvöxtur minnti á hinn bóginn ekkert á skegg og var á óeðlilegum stöðum í andlitinu er hann fyrir góðu, líklega fjárhagsleg- um ávinningi. Ef það er raunin munt þú samt verða fyrir ámæli og öfund vegna happsins. Seinni draumurinn er hins vegar ótvírætt fyrir góðu. Sennilegast boðar hann að þú munir koma þér vel hjá yfirboðurum þínum eða komast í ein- hver tengsl við persónu sem verður þér til góðs. Guði sé lof fyrir allar framboósræóurnar. ísleifur þarf virkilega á svefni að halda. Á ég að boróa þetta? Ég? - Eini eiginmaðurinn sem þú átt? 24. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.