Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 49

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 49
ðL lukkan fjögur síð- degis þennan dag gengu þau inn í Rubis kaffihúsið. Þegar hurðin sveiflaðist gaus gufa og hávaði á móti þeim. Fjólublátt neonljós, sem hékk uppi á grönnum járnsúlum, skein ofan úr loftinu. Við sinkklætt barborðið stóðu mellur með rauðlitað hár, blóði drifnir slátrarar með hvítar svuntur og kjötburðarmenn með leðurólar um úlnliðina. Óbeðið kom diskur með smáréttum á borðið fyrir framan þau — þykkar sneiðar af lyktandi kryddpylsu, stykki af nýrri skinku og stórir grænir hlaupteningar sem í voru sneiðar af reyktri mngu. Næsm þrjá klukkutímana héngu þau yfir svörtu kaffi en ekkert gerðist og enginn pakki var afhentur. Þau urðu stöðugt áhyggjufyllri, taugaóstyrkari og niðurdregnari þar til Júdý sagði: ,,Ég ætla að hringja í Hortense og fá ráð hjá henni. ’ ’ il allrar hamingju var Hortense frænka heima. Júdý sagði henni í skyndi upp alla söguna. Það varð þögn, síðan sagði Hortense frænka: ,,Bíðið til klukkan tíu, hringið þá í mig og ef ekkert hefur gerst komið þá hingað. ’ ’ En klukkan níu sagði þjónn- inn: ,,Eruð þér bandarísk, Mademoiselle Jordan? Sím- inn.” hún gekk yfir að símaklefan- um í kaffihúsinu, trékassa á stærð við líkkistu sem lyktaði af gömlum svita og sígarettu- stubbum. Hún þreif gamal- dags tólið ofan af veggnum og sagði skýrt og ákveðið: ,Júdý Jordan.” Einbeittu þér, hugs- aði hún. Hlustaðu á radd- hljóminn, skrifaðu niður orðin um leið og hann segir þau. En það var hvergi hægt að skrifa og hún gat ekki haldið minnis- bókinni með annarri hendi upp að veggnum. ,,Náið í peningana á morg- un og setjið þá í venjulegt hvítt umslag, eins og eru notuð fyrir sendibréf. Bíðið síðan á skrif- stofunni. Gætið þess að seðl- arnir séu ekki merktir því við göngum úr skugga um það. Ef þið emð eitthvað að bralla með lögreglunni þá heyrið þið ekki frá okkur fyrr en á fimmtudag- inn því við verðum önnum kafnir með klippurnar. Júdý fór út úr illa þefjandi símaklefanum og flutti Guy skilaboðin. Röddin hafði verið alldjúp, karlmannsrödd, hrjúft urr. Hún gat ekki sagt meira, gat ekki einu sinni giskað á hvort röddin væri breytt. ,,Sagði hann „klippur”, ekki „skæri”? Ertu viss? Að- eins starfsmenn á vinnustof- unni myndu segja svoleiðis,” sagði Guy illúðlega. Þau flýttu sér til Hortense frænku. Hún beið í bókaher- berginu og þeim til mikillar furðu hallaði Maurice, bílstjór- inn, sér aftur á bak í hæginda- stól í mestu makindum með krosslagða fætur og dreypti á viskíi og sóda. Guy og Júdý þáðu hvomgt drykk. ,,Þá skul- um við fá okkur svart kaffi til þess að halda okkur vakandi,” sagði Hortense frænka. „Vinnufólkið er farið í kvöld svo ég laga það sjálf — nescafé, bad er svo þægilegt.” ,,Eg skal gera það,’ sagðijúdý og gekk inn eftir dimmum gangi sem lá inn í eldhús. Jl egar Júdý kom aftur með kaffipakkann var hún lát- in segja allt ef svo vildi til að það væri einhver munur á sem gæti gefið vísbendingu. Eftir íhugula þögn sagði Hortense frænka: „Veistu hvar starfs- mennirnir þínir eiga heima? Em þeir með síma? Nei? Það er ágætt. Við skulum strax heim- sækja ungu saumakonuna, Maríu. Guy getur verið í miklu uppnámi og látið sem hann vilji vita hvað það taki langan tíma fyrir hana að sauma blúss- urnar tvær og buxurnar. Hvaða Stundum er sjálfsvörn tekin gild sem af- Ég VISSI að þú værir ekki hættur að reykja. sökun, en ekki þegar um vopnað bankarán er að ræða. 24. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.