Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 22

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 22
Einkaspá fyrsr hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Hvernig er persónuleiki þeirra sem afmæli eiga í þessari viku? Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu? Hvernig l'rtur út í ástamálum þeirra? Hvernig er heilsufari þeirra háttað? Við lítum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja um þá sem eiga afmæli vikuna 13. —19. júní. * * * ¥ 13. júní: Afmælisbarn dagsins hefur fjör- ugt ímyndunarafl. Þaö er vel gefiö en á stundum dálítið alvörulaust. Raunar gengur spaugsemin einatt svo langt að þeir sem fæddir eru í dag líta á hérvistina eins og eina allsherjar skrýtlu sem ekki beri aö taka alvarlega. Þetta fellur ekki alltaf samferðafólki í geð. Hið sama er að segja um ímynd- unarafliö. Þeir sem fæddir eru þennan dag fá stundum furðuleg- ar hugmyndir og byggja loftkast- ala sem vekja litla hrifningu þeirra sem næst standa. Þetta or- sakar stundum vonbrigði því af- mælisbarninu finnst ekkert at- hugavert við þetta hjá sér. En þrátt fyrir óróleikann og al- vöruleysið er afmælisbarn dags- ins trölltryggt og vinfast. Það þarf á traustum stuðningi vina sinna aö halda. En vegna eirðarleysis og glæfralegrar spaugsemi lánast því sjaldan að mynda traust vin- áttusambönd. Sá sem fæddur er þennan dag má ekki taka að sér tilbreytingar- laus störf. Hann er hamhleypa á stundum en í annan tíma vinnur hann ekki nokkurn skapaðan hlut dögum saman. Best á við þá sem fæddir eru í dag að starfa þar sem hiö frjóa ímyndunarafl fær að njóta sín og ekki eru geröar smá- smugulegar kröfur um stöðug af- köst. Afmælisbarninu kann að farnast vel í viöskiptum og safnast mikill gróði en hann fýkur burtu með ógnarhraða eins og fölnuö lauf í fyrsta vetrarstormi. Tilfinningalífið er afar storma- samt. Afmælisbarnið leitar án af- láts að hinni einu sönnu ást. Það elskar heitt og krefst skilyrðis- lauss trúnaðar. Hætt er við að sá sem fæddur er þennan dag muni hafa brennt sig oft áður en hann finnur það sem hann leitar. Heilsufar er gott. Heillatölur eru 4 og 5. * * * * * 14. júní: * * * * * Sá sem fæddur er í dag er ein- lægur og laus við allt undirferli. Stundum er hann jafnvel of sak- laus fyrir heiminn. Ekki er þó um að kenna skorti á gáfum en úthald- iö er ekki alltaf mikiö. Því miður er veröldin þannig að ekki tjóir að vera barnslega saklaus og góður. En afmælisbarn dagsins bætir margt upp meö góðum vilja og ef vel er fariö aö því er það iðiö og ævinlega samviskusamt. Það kann samt að kosta dágóðan skammt af sjálfsaga og einbeit- ingu að komast upp á lag við vinnu. Eins og gengur fellur þeim sem fæddir eru í dag sumt betur en annað. Gáfurnar nýtast best við skriftir, en ekki er loku fyrir það skotið að afmælisbarninu tak- ist að koma fótunum undir sig í viðskiptum. Það fer þó að tals- verðu leyti eftir því hvemig til tekst í upphafi. Ef upphafið er gott gæti þaö leitt til meiri staðfestu og stöðugleika en við var að búast. Ef sá sem fæddur er þennan dag fer að vinna í annarra þjónustu er lík- legast að hann starfi við verslun og viðskipti að skriftunum frá- gengnum. Hann gæti reynst ágæt- lega til dæmis við bókhald og gáf- urnar gætu nýst við vinnu í sam- bandi við tölvur. Ekki er sá sem fæddur er þennan dag líklegur til þess að safna fjársjóðum þessa heims. Hvað samskipti við hitt kynið varðar þá er líklegt að skapferlið og persónueinkennin valdi því að afmælisbarnið verði oft fyrir sár- um vonbrigðum. Stundum kann þetta að leiða til biturleika sem einatt er þó byrgður inni. Samt eru mestar líkur til þess að rétti makinn finnist og þaö snemma. Böm og fjölskylda skipa stórt rúm í hjarta afmælisbarnsins og fjöl- skyldulífið verður farsælt. Afmælisbarnið er almennt heilsutæpt og þarf aö leggja stund á útiveru og heilbrigða lífshætti ef skrokkurinn á að endast. Heillatölur em 5 og 6. * * * * * 15. júní: * * * * * Sá sem fæddur er í dag er örlyndur og skjótráður, skemmti- legur í umgengni og vinsæll. Hann þykir hins vegar vera dálítið hverflyndur í skoðunum og ekki alltaf hægt að treysta því að honum finnist það sama í dag og í gær um menn og málefni. Afmælisbarnið er örlynt og greiðvikið og í raun miklu einlægara þegar fólk kynnist því nánar en ætla mætti af hinum öru breytingum á viðhorfum. Það sem menn telja vera staðfestuleysi í fari þess stafar iöulega af einberri og óslökkvandi fróðleiksfýsn. Sá sem fæddur er þennan dag er alltaf að leita sér fróðleiks og nýrrar vitneskju. Þess vegna skiptir hann líka um skoðun annað slagið rétt eins og veður- fræðingarnir nota ekki alltaf sömu spána. Allir fyrirgefa veður- fræðingunum, jafnvel þótt þeir spái vitlaust, en margir eiga erfitt með að skilja afmælisbarn dags- ins sem er þó bara að taka tillit til nýrra upplýsinga sem það hefur aflað sér. Eins og gefur að skilja er þeim sem fæddir eru í dag heppilegast að leita sér starfa í rannsóknum og vísindum. Þar getur hinn leitandi hugur og frjóa hugsun komið að gagni þótt þar sé heldur ekki skortur á fólki og samferða- mönnum sem halda að vísindin séu eins og símaskráin. En þeir sem vinna eftir stafrófinu komast sjaldan langt. Líkast til mun ævi- starfið ekki færa afmælisbarninu gnótt veraldlegra gæða. Þar mun nægjusemin koma því að góðu haldi. I samskiptum við hitt kynið ber líka talsvert á tilraunastarfsemi og hún reynist ekki vel þar. Um síðir finnst þó lífsförunautur en þótt afmælisbamið myndi traust vináttusambönd verður ekki sagt aö hjónabandið verði ástríkt en farsælt veröur það. Heilsan er góð. Heillatölur eru 5 og 6. 22 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.