Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 51

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 51
kennsl á manninn. Vitanlega hafa þeir ekki í hyggju að skila fötunum, þau bera vitni um glæpinn. Ég býst við að þeir ætli að fleygja þeim í Signu. Það er eins gott fyrir okkur að skipuleggja hina óvæntu árás.” Þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung i fimm þenn- an dag lagði Maurice Benzin- um tveimur götum frá íbúð José og skipti um sæti við Hort- ense frænku sem var klædd í dökkbláan frakka með dökk- bláa alpahúfu og risastór sól- gleraugu. Hún sneri sér að Guy sem var náhvítur í framan og sagði fjörlega: „Réttlætið er undir því komið hver vegur og metur. Það er þrennt sem þú þarft að muna, væni minn. í fyrsta lagi, ef lögreglan hirðir þig þá skaltu ekki segja neitt, ekki einu sinni nafnið þitt, biddu bara um lögfræðinginn minn. í öðru lagi, gerðu ná- kvæmlega eins og Maurice segir þér — hann ræður. Gerðu bara það sem þú átt að gera og komdu þér út eftir fimm mín- útur nema Maurice gefi þér einhverja skipun. Skiptu þér ekki af slagsmálum. Ef þú ert heppinn þá heyrirðu mig blása þrisvar sinnum í flautuna mína þegar tíminn er liðinn. Og að lokum,” bætti hún við eins og til málsbóta, ,,mundu að þú ert aðeins að taka það sem þú átt sjálfur.” Hún setti bílinn í blokkinni sem José bjó í stökk Júdý, líka með sólgleraugu og bláa alpahúfu, út úr bílnum og stóð á gangstéttinni með fangið fullt af ruslapokum. Guy elti Maurice gegnum portið, inn í bakgarðinn, upp stigana og eftir dimmum, þröngum gír með rykk og kipptist við. ,,Við látum þá hafa það þegar klukkuna vantar tíu mínútur í fimm þegar þeir verða tauga- trekktastir og með hugann á Odéon.” j ,þ egar þau komu að gangi. Maurice horfði vandlega í kringum sig, athugaði skít- uga, gráa hurðina og lagði síð- an eyrað upp að henni. Hann þreifaði á lásnum með fingur- gómunum og beið aðeins. Hann hallaði sér kæruleysislega upp að veggnum á móti, lyfti vinstra fæti upp til móts við lás- inn og sparkaði kröftuglega í hann. Hurðin flaug upp á gátt og Maurice hentist inn. Hann keyrði hurðina upp að veggnum með vinstri hendi og kastaði sér síðan affur á bak á hana. Gluggahlerarnir voru aftur og íbúðin molluleg og þar heyrðist ekkert hljóð nema í umferðinni að utan. Það var | lítið af húsgögnum þarna inni — rósóttur sófi, tveir hæginda- stólar, venjulegur lampi með skermi úr gervipergamenti, lít- ið borð. Nokkrar myndir af dýrlingum með píslarvættissvip héngu á veggnum. Maurice rak höfuðið út um dyrnar og gaf Guy merki um að koma inn. ,,Þú tekur herbergið til vinstri, ég til hægri. Dyrnar til hægri lágu inn í lítið, tómlegt eldhús og kló- sett. Vinstri dyrnar lágu inn í stórt herbergi. Inni í því var tví- breitt rúm og yfir því hékk kross. Framhald í næsta blaói. 24. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.