Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 24

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 24
___Heimilið _/ Saga mannkyns Almenna bókafélagið sendi nýverið frá sér fyrstu bókina í nýrri ritröð sem nefnist SAGA MANNKYNS. Bókin er reyndar 14. bindi ritraðarinnar og er um tíma- bilið 1945-1965. Ef til vill þykir einhverjum svo sem byrjað sé á öfugum enda. Menn eru vanari því að byrja aftur í grárri fornöld og halda í réttri tímaröð fram á okkar daga. En það er vel til fundið hjá AB að hafa þennan háttinn á. Þetta tímabil, sem fjallað er um í 14. bindi, er flestum þeim sem komnir eru til vits og ára í fersku minni. Þeir geta því lesið bókina og dæmt hana frá nokkuð öðru sjónarhorni en til dæmis fornaldarsögu Kína eða Egyptalands. Þeir geta metið efnistök og fram- setningu út frá eigin sjónar- hóli. Þyki þeim bókin vel og samviskusamlega skrifuð og fyllstu óhlutdrægni gætt má vænta þess að svo sé einnig farið um önnur og fjarlægari tímabil mann- kynssögunnar. Höfundar bókarinnar eru víökunnir sagnfræðingar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóö og Finnlandi. Þaö gefur strax vís- bendingu um aö fjallað muni verða um söguna á annan hátt en oft vill veröa raunin þegar höfund- ar eru frá stórþjóðum. Mannkyns- sagan verður þá aöeins saga þess- ara þjóða og varla eöa ekki minnst á smærri þjóðimar og fjarlægari heimshluta. Áhersla er lögð á að sagan spanni allan heiminn og segi ekki aðeins frá kóngum og stríðum heldur ekki síður frá hversdagslegu lífi almennings, at- vinnulífi og þjóðfélaginu í heild. Verkið er byggt á nýjustu rannsóknum og viðhorfum í sagn- fræði. Það er skrifað á máli sem auðskiljanlegt er öllum al- menningi og í því er fjöldi mynda ogkorta. 14. bindið, ÞRlR HEIMS- HLUTAR, sem nú er komið út, er alveg sérlega fallegt og skemmtilegt. Þar eru margar ljósmyndir af stjórnmálamönnum og öðru frægu fólki sem setti svip á tímabilið, svo sem Bítlunum og mörgum kvikmyndaleikurum. Þar eru einnig skrítlur sem lýsa aldarfarinu oft betur en nokkur orð og skopmyndir af frægum mönnum og atburðum. Fjöldi fréttamynda er í bókinni, svo og kort, línurit og aðrar skýring- armyndir, í litum og svarthvítu. Ef hin bindin verða, eins og vænta má, jafnskemmtileg og þetta er hér á ferðinni hið besta verk sem allir geta haft gagn og gaman af, jafnt böm, unglingar og fullorönir, jafnt skólanemar sem áhugamenn. Verkið er unnið á vegum H. Aschehougs í Osló og kemur út samtímis á öllum Norður- löndunum. Þýðandi er Lýður Bjömsson. t % % % % | f 9 9 9 £ £ 9 9 czj Ifl LO XS) C/2 2S £2 22 g g g g y g O O 0 0=0=0 ö ö O ö ö ö & £ £ £ & £ !2 'Z C/2 W b c b b o= o o ö o ö. ö ö ö ö > p> > p> > > > Eö öd Cd dö tö w 0 II EIIHÉ Cf U 1200- ’rvif k' 500- 1000- 1300- 1350- 1500- | Saga mannkyn Ritröð AB 24 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.