Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 24
___Heimilið _/
Saga
mannkyns
Almenna bókafélagið
sendi nýverið frá sér fyrstu
bókina í nýrri ritröð sem
nefnist SAGA MANNKYNS.
Bókin er reyndar 14. bindi
ritraðarinnar og er um tíma-
bilið 1945-1965. Ef til vill
þykir einhverjum svo sem
byrjað sé á öfugum enda.
Menn eru vanari því að byrja
aftur í grárri fornöld og
halda í réttri tímaröð fram á
okkar daga. En það er vel til
fundið hjá AB að hafa
þennan háttinn á. Þetta
tímabil, sem fjallað er um í
14. bindi, er flestum þeim
sem komnir eru til vits og
ára í fersku minni. Þeir geta
því lesið bókina og dæmt
hana frá nokkuð öðru
sjónarhorni en til dæmis
fornaldarsögu Kína eða
Egyptalands. Þeir geta
metið efnistök og fram-
setningu út frá eigin sjónar-
hóli. Þyki þeim bókin vel og
samviskusamlega skrifuð
og fyllstu óhlutdrægni gætt
má vænta þess að svo sé
einnig farið um önnur og
fjarlægari tímabil mann-
kynssögunnar.
Höfundar bókarinnar eru
víökunnir sagnfræðingar frá
Noregi, Danmörku, Svíþjóö og
Finnlandi. Þaö gefur strax vís-
bendingu um aö fjallað muni
verða um söguna á annan hátt en
oft vill veröa raunin þegar höfund-
ar eru frá stórþjóðum. Mannkyns-
sagan verður þá aöeins saga þess-
ara þjóða og varla eöa ekki minnst
á smærri þjóðimar og fjarlægari
heimshluta. Áhersla er lögð á að
sagan spanni allan heiminn og
segi ekki aðeins frá kóngum og
stríðum heldur ekki síður frá
hversdagslegu lífi almennings, at-
vinnulífi og þjóðfélaginu í heild.
Verkið er byggt á nýjustu
rannsóknum og viðhorfum í sagn-
fræði. Það er skrifað á máli sem
auðskiljanlegt er öllum al-
menningi og í því er fjöldi mynda
ogkorta.
14. bindið, ÞRlR HEIMS-
HLUTAR, sem nú er komið
út, er alveg sérlega fallegt og
skemmtilegt. Þar eru margar
ljósmyndir af stjórnmálamönnum
og öðru frægu fólki sem setti svip
á tímabilið, svo sem Bítlunum og
mörgum kvikmyndaleikurum.
Þar eru einnig skrítlur sem lýsa
aldarfarinu oft betur en nokkur
orð og skopmyndir af frægum
mönnum og atburðum. Fjöldi
fréttamynda er í bókinni, svo og
kort, línurit og aðrar skýring-
armyndir, í litum og svarthvítu.
Ef hin bindin verða, eins og vænta
má, jafnskemmtileg og þetta er
hér á ferðinni hið besta verk sem
allir geta haft gagn og gaman af,
jafnt böm, unglingar og
fullorönir, jafnt skólanemar sem
áhugamenn.
Verkið er unnið á vegum H.
Aschehougs í Osló og kemur út
samtímis á öllum Norður-
löndunum. Þýðandi er Lýður
Bjömsson.
t % % % % | f
9 9 9 £ £ 9 9
czj Ifl LO XS) C/2
2S £2 22
g g g g y g
O O 0 0=0=0
ö ö O ö ö ö
& £ £ £ & £
!2 'Z
C/2 W
b c b b o= o o
ö o ö. ö ö ö ö
> p> > p> > > >
Eö öd Cd dö tö w
0 II EIIHÉ Cf U
1200- ’rvif k' 500- 1000- 1300- 1350- 1500-
| Saga mannkyn
Ritröð AB
24 Vikan 24. tbl.