Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 45
Þýöandi: Anna
raðanum til mögru áranna og
þegar fjármálaáföllin dynja á
manni.
Maríanna á litla laumulega felu-
staði fyrir peningana, ekki bara
fyrir mynt og seðla, sem hún felur
fyrir sjálfri sér, heldur einnig
fyrir peningana sem hún þarf til
heimilishaldsins. Hún er til dæmis
með vindlakassa í hnífaskúffunni í
eldhúsinu og úr þeim kassa borgar
hún smáreikninga. Bak við brauð-
kassann er hún með leirkrús sem
hún hefur fyllt af smápeningum
sem maður leggur frá sér í tíma
og ótíma á öllum mögulegum og
ómögulegum stöðum þegar maður
(ég) leggur buxurnar sínar á stól-
inn til dæmis og aurarnir rúlla um
gólfið. Svo gleymir maður (ég) að
maöur hefur lagt peningana þarna
frá sér og úpps! — þeir eru horfnir
í leirkrúsina. Og svo liggja þeir
þar og bíða ófyrirsjáanlegra út-
gjalda.
Hún á líka kassa sem hún kallar
briddskassann. Hann er falinn í
skúffu í skattholinu, í sama hús-
gagni og leynikassinn hennar með
happdrættismiðunum er geymd-
ur. Og á álíka leynistöðum
eru geymdir kassar sem eiga að
mæta útgjöldum í einhentu
ræningjunum, spilakössunum, í
tívolí. 1 leynihólfi í snyrtiborðinu
geymir hún það sem hún kallar
„svörtu” peningana sína. Það eru
peningar sem hún hefur stungið
undan þegar hún hefur verið aö
kaupa sokka og nærföt á mig. Hún
veit að ég nenni aldrei að leita
sjálfur að sértilboðum og ódýrri
vöru þannig að mismuninum á
milli „leyfðs” verðs og sértilboös
stingur hún í kassann.
Það er talsverður peningur í
þessu síðasttalda.
Hún er líka meö kakóbox undir
lausafé sem er notað fyrir glugga-
þvottamanninn og barnabömin
þegar ég hef neitaö þeim
harðbrjósta um aukaf járveitingu í
viðbót við vasapeningana.
Já! Maríanna er fjármála-
snillingur sem flest fyrirtæki í
landinu gætu verið fullsæmd af.
Þegar maðurinn frá húseigenda-
félaginu mætti um daginn með
reikning fyrir árgjaldinu þurfti ég
ekki annað en veiða vindlakass-
ann upp úr hnífaskúffunni í eld-
húsinu. En hvað? Var kerfið
eitthvað að riðlast? Ég opnaði
kassann. Hann var tómur, eins
tómur og storkahreiður í janúar,
tómur eins og svöluhreiður á
norðurpólnum. Allt og sumt sem
ég fann í honum var miði og á
hann var krotað: Lána bridds-
kassanum 514,75.
— Andartak, Jensen, sagði ég
við manninn frá húseigendafé-
laginu og fór og náði í briddskass-
ann. En þar var ekkert að hafa
nema annan pappírssnepil og á
honum stóð: Tekrúsin skuldar
briddskassanum 544,50.
— Komdu bara inn, sagði ég við
Jensen. — Ég finn peninginn
áreiðanlega fljótlega.
Ég fór fram í eldhús, leit í
brauðkassann og náði í tekrúsina.
Tóm! Tóm eins og kvikmyndahús
á jólamorgun, tóm eins og póst-
kassi á tunglinu, fyrir utan bréf-
snifsi sem á stóö: Skulda leyni-
hólfinu 776,50. Ég kom kakó-
dollunni aftur fyrir á sínum stað
og fór fram til Jensens sem beiö
þar þolinmóður. — Nú hlýtur þetta
að ganga, sagöi ég, þaö er ég viss
um að þarna eru peningarnir.
Hann skildi ekkert hvað ég var
að tala um en hélt bara áfram að
bíða. Ég fann skartgripaskríniö
hennar og leynihólfið en það var
tómt! Tómt eins og vatnsfata í
Sahara, tómt eins og kleinufat á
sumardegi. Ég fann ekki einn flat-
an fimmeyring þarna, hvað þá
verðbólguhundraðkalla, ekkert
nema miða sem Maríanna hafði
krotað á: Skulda 1220 krónur,
skipt milli happdrættismiðakass-
ans og tívolíkassans. Það var ekki
annaö fyrir mig að gera en að
finna veskið mitt í jakkanum í for-
stofunni og borga Jensen með
mínum eigin peningum. — Hvað
var það mikið? spurði ég. —
Fimm hundruð krónur, sagði hann
— Þaö er fyrir allt árið.
Ég blaðaði í veskinu mínu eftir
seðlum en fann enga. Aö lokum
fann ég þó miöa. Á honum stóö:
Afsakaðu, vinur, en ég varð að fá
1000 kall lánaðan fyrir vindlakass-
ann. Ég varð aö tæma hann til aö
borga tekrúsinni.
Ég gat ekki annað en sent
Maríönnu heillaskeyti í huganum.
Það þarf sprenglærðan hag-
fræðing til aö sjá í gegnum kerfið
hjá henni og finna gloppur í því.
En hvað mig áhrærði var ég ekki
spekingur til að sjá við henni. Og
það er von aö ég spyrji: Hvenær
ætla landsfeðurnir að komast að
raun um að í landinu býr hinn full-
komni fjármálaráðherra? Það er
Maríanna sem ég á við. Hún getur
gert hvaö sem er á fjármála-
sviðinu. Og þá myndum við geta
grynnt eitthvað á erlendu
skuldunum og borgað öðrum
þjóðum upp í hallann á hernaðar-
útgjöldunum þeirra.
Zá Stjömuspá
Hrúturinn 21. mars 20. april
Dugnaöur og
kappsemi einkenna
þessa viku og þaö
verður mikiö að gera.
Vera kann aö einhver
ætli aö hagnast
óhóflega á
viöskiptum við þig —
varaðu þig á dökk-
hærðum manni — og
mundu aö konur eru
líka menn.
Krabbinn 22. júni 23. júli
Ef þú vinnur undir
annarra stjórn ættir
þú aö hugleiða í fullri
alvöru aö hætta því
og fara að vinna
sjálfstætt. Þaö kann
aö virðast erfitt skref
og hættulegt en flest
bendir til aö það
muni lukkast vel.
Nautið 21. april - 21. mai
Reyndu að hrista af
þér óframfærnina og
koma því í verk sem
lengi hefur vafist
fyrir þér. Þó illa
gangi í fyrstu máttu
ekki láta þaö á þig fá
heldur halda áfram
eöa jafnvel byrja upp
á nýtt.
Ljónið 24. júli 24. áqúst
Þaö er í ýmsu aö
snúast þessa
stundina og aö mörgu
leyti gaman aö lifa.
En gættu þín á ofsa-
fengnum skap-
brigöum, þau hafa
margan manninn
leitt í ógöngur.
Tvísýnt er um mál
sem nú er á döfinni.
Tviburarnir 22. mai-21. júni
Varastu bölsýni og
sút, hertu upp hug-
ann og líttu á björtu
hliöarnar. Reyndu aö
þjálfa kímnigáfuna
betur, hún verður
mönnum oft til bjarg-
ar þegar erfiölega
gengur. Fjármálaá-
hyggjurnar leysast
ekki í þessari viku.
Meyjan 24. ágúst - 23. sept.
Fjármálin geta oröiö
meö besta móti þessa
vikuna og veldur því
óvæntur atburöur
sem þig órar ekki
fyrir við upphaf
hennar. Þú munt
þurfa aö umgangast
ókunnugt fólk meira
en venjulega en þú
munt spjara þig vel.
Vogin 24. sept. - 23. okt.
Þaö hefst með
hægðinni, gæti verið
mottóiö þitt þessa
dagana. Sá sem fer
varlega aö hlutunum
gerir sjaldan eitthvaö
sem hann þarf aö sjá
eftir síöar. Engu aö
síöur verður mikiö aö
gera hjá þér.
Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv.
Það er mikil til-
breyting hjá þér
þessa dagana og ekki
ólíklegt aö þú komist
í annaö umhverfi og
umgangist bláókunn-
ugt fólk. Þetta lætur
þér vel. Gættu þess
aö hafa aðeins hreint
mjöl í pokahorninu.
Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des.
Skeyttu sem minnst
um þaö hvaöa álit
aörir hafa á þér. Þaö
fer alltof mikill tími
hjá þér til einskis viö
að reyna aö finna og
túlka duldar meining-
ar annarra í þinn
garö í orðum og
athöfnum.
Fiskarnir 20. febr. -20. mars
Nú ríöur á meira en
nokkru sinni fyrr aö
hafa stjórn á skapi
sínu og gerðum.
Varaöu þig á
nýjungagirninni og
reyndu aö sætta þig
viö tilbreytingarleysi
daglegs lífs. Þaö
skiptir miklu máli
upp á framtíöina
hvað þú aöhefst.
Þaö er lif og fjör í
kringum þig og þú
munt njóta þín í
hópi góöra vina. Þú
hefur ágætan
hæfileika til aö sam-
lagast öörum og þaö
getur oröiö þér drjúg
lyftistöng. Sýndu
dirfsku og láttu ekki
torfærurnar vaxa þér
í augum.
Einhverjir erfiöleikar
steöja að þér í starfi
þessa dagana og þú
átt erfitt með aö
sætta þig við aö fara
eftir ákvöröunum
annarra þar aö lút-
andi. Gerðu þaö samt
— en svipastu
jafnframt um eftir
öörum tækifærum.
24. tbl. Vikan 45