Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 30

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 30
París — mikið er erfitt að skrifa um staðinn. Ekki vegna þess að fátt komi í hugann — það er svo margt að VIKAN er ekki nándar nærri nógu stór til þess að koma því öllu fyrir á síðum blaðs- ins. Þessi borg hefur verið samastaður allra frægustu listamanna heimsins, uppspretta nýrra strauma í myndlist, tísku, bókmenntum og svo mætti lengi telja. Hún er sannarlega margþætt og iðar öll af lífi. Engin stórborg veraldar er eins og París. Á þessari og næstu síðum verður reynt að stikla á stóru fyrir þá sem vilja heim- sækja staðinn og dæma af eigin raun. Megin- reglan verður þó að sneiða hjá þeim stöðum sem hala inn aura af túristum — enda er það varla París og margir sem þann veg þræða koma heim aftur fullir vonbrigða og skilja ekkert í því sem aðrir sjá við Parísarborg. Texti: Borghildur Anna Ljósm.: Árni Þ. Jónsson, Borghildur Anna Þetta er ekki aöeins höfuöborg Frakklands heldur allrar Evrópu, miöstöö menningar og tísku, þekkt fyrir litskrúöugt mannlíf og fjölbreytileika á öllum sviöum. Borgin sem á einhvern undarleg- an máta sameinar andblæ stór- borgar og smáþorps verður aldrei yfirþyrmandi eins og New York á Manhattan og þó fjarri því að tengjast svokallaðri sveita- mennsku. íslendingar sem vilja fara beint til Parísar eiga þess kost að fljúga með Flugleiðum að sumrinu, að vetri vandast málið og þarf þá að fljúga til annarra borga, skipta á flugvöllum þeirra eða taka lest síðasta spölinn. Flugleiðir lenda á Orly sem er skammt fyrir utan borgina og líklega er besta ráðið að taka næsta leigubíl til þess að komast á hótelið eða annan áfangastað. Leigubílar eru ekki dýrir í París og lestarferðir með farangur eftir margra tíma flug eru ekki það skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Síöan er líklega best að vinda sér í að kaupa miða í metró, Ses- amekort ef dvaliö er í 2—7 daga en Carte Orange ef þrjár vikur, mán- uður eða lengri dvöl er fyrir hönd- um. Metrómiðarnir gilda í strætis- vagna líka og flestar hraðlestir. Sama gildir um Carte Orange sem er raunar passi með metrómiða fyrir einn mánuð í senn. Metró er nafn á neðanjarðarkerfi lestar- ferða í borginni og þarna er kom- inn þægilegasti og fljótlegasti mátinn til að komast staöa á milli í stórborginni. Strætóferðir eru ágætar sem útsýnistúrar ef tími er nægur. Lestarkerfið er mjög ein- falt og auðlært, lestimar koma á nokkurra mínútna fresti og ganga frá hálfsex á morgnana til eitt á nóttunni. Rétt er þó að benda fólki á að fara helst ekki einsamalt með metró að kvöldi til. Sumar stöövar eru hættulegri en aðrar að þessu leyti — stórar eins og Strassbourg St. Denis og Forum des Halles eru verstar þrátt fyrir stranga lög- gæslu. Og gætið ykkar á sígaunun- um, kvenfólki á öllum aldri sem betlar á helstu metrópöllunum. Sumar konurnar sitja með hreyf- ingarlaus böm í fangi og hafa á takteinum „pottþétta” sögu um hungur og veikindi fyrir þá sem hlusta vilja. Þarna er barninu yfirleitt gefið svefnlyf eða sterkar róandi og stórir kallar „eiga” betlarana. Þeir aka um á betri bíl- um — Benzum og Rollsum — með vindla í munni og vel klæddir. Smástelpur í tötrum elta oft veg- farendur og á meðan ein þeirra heldur athygli fórnarlambsins ræna hinar fimlega öllu úr vösum þess og bókstaflega öllu öðru laus- legu, — armbandsúrinu af hand- leggnum til dæmis og sumir hafa mátt þakka fyrir að halda fötun- um. Þetta eru skipulagðir hringar sem blöð eins og Paris Match hafa komiö upp um með myndatökum og rannsóknum á starfseminni. Fólki er eindregið ráðlagt að trúa ekki sorgarsögum og láta ekki slíka hópa stöðva sig. Þetta eru engar þjóðsögur, einu sinni sá greinarhöfundur tvær tötralegar sígaunastúlkur betla um hríð í Lúxemborgargarðinum og af- henda síðan afraksturinn manni sem beiö í Rolls fyrir utan — ekki einu sinni vindilinn vantaði í munnvikið á djöfsa. Að láta sig dreyma Gestir í París verða að gefa sér tíma til að setjast á kaffihús og láta sig dreyma — ennþá má sjá unga menn með rithöfundinn í maganum sitja á kaffihúsum Hemingways — Döme, Rotonde og Select. Á síðastnefnda staðnum söfnuðust íslendingar saman til skamms tíma og ennþá má rekast á einn og einn ferðalang frá sögu- eyjunni. Þeir standa við blv. Montparnasse og þar neðar er stórbygging þar sem Galleryes Lafayette eru tíl húsa og uppi í turninum er veitingastaður og bar þar sem útsýnið yfir París er stór- kostlegt. Annar útsýnisstaður er sjálfur Eiffelturninn þar sem tískukóngurinn frægi, Pierre Cardin, hefur látið innrétta á nýj- an leik glæsilegan veitingastað með mjög góðum mat — ekki al- veg af ódýrustu gerðinni samt. Fyrir þá sem vilja sjá fræga fólkið er kjörið að fara á Plazza Athenée Hotel síðdegis og fá sér snarl — Avenue Montaigne, á Le Bar des Theatres. Þar mæta þeir fínu áður en þeir fara í leikhúsið. Og annar staður er að nóttunni til sömu út- sýnisferða brúklegur — Le Look í næstu hliðargötu við Forum eða milli Forum og Pompidousafns- ins. Þar koma þeir ríku, frægu og ættgöfugu í nýjum ham, fertugir bisnessmenn úr jakkafatadeild- inni mæta í leðurátfitti með keðj- ur, græn- og bleikúðað hár og á mótorhjólum af bestu gerð. Einn slíkan þjóðkunnan mátti þar sjá á síðasta sumri — og hann var með elskuna sína upp á arminn, ungan strák, klæddan nákvæmlega eins samstæðu og lærifaðirinn. Til þess að sjá hvemig borgin er 30 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.