Vikan


Vikan - 13.06.1985, Síða 30

Vikan - 13.06.1985, Síða 30
París — mikið er erfitt að skrifa um staðinn. Ekki vegna þess að fátt komi í hugann — það er svo margt að VIKAN er ekki nándar nærri nógu stór til þess að koma því öllu fyrir á síðum blaðs- ins. Þessi borg hefur verið samastaður allra frægustu listamanna heimsins, uppspretta nýrra strauma í myndlist, tísku, bókmenntum og svo mætti lengi telja. Hún er sannarlega margþætt og iðar öll af lífi. Engin stórborg veraldar er eins og París. Á þessari og næstu síðum verður reynt að stikla á stóru fyrir þá sem vilja heim- sækja staðinn og dæma af eigin raun. Megin- reglan verður þó að sneiða hjá þeim stöðum sem hala inn aura af túristum — enda er það varla París og margir sem þann veg þræða koma heim aftur fullir vonbrigða og skilja ekkert í því sem aðrir sjá við Parísarborg. Texti: Borghildur Anna Ljósm.: Árni Þ. Jónsson, Borghildur Anna Þetta er ekki aöeins höfuöborg Frakklands heldur allrar Evrópu, miöstöö menningar og tísku, þekkt fyrir litskrúöugt mannlíf og fjölbreytileika á öllum sviöum. Borgin sem á einhvern undarleg- an máta sameinar andblæ stór- borgar og smáþorps verður aldrei yfirþyrmandi eins og New York á Manhattan og þó fjarri því að tengjast svokallaðri sveita- mennsku. íslendingar sem vilja fara beint til Parísar eiga þess kost að fljúga með Flugleiðum að sumrinu, að vetri vandast málið og þarf þá að fljúga til annarra borga, skipta á flugvöllum þeirra eða taka lest síðasta spölinn. Flugleiðir lenda á Orly sem er skammt fyrir utan borgina og líklega er besta ráðið að taka næsta leigubíl til þess að komast á hótelið eða annan áfangastað. Leigubílar eru ekki dýrir í París og lestarferðir með farangur eftir margra tíma flug eru ekki það skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Síöan er líklega best að vinda sér í að kaupa miða í metró, Ses- amekort ef dvaliö er í 2—7 daga en Carte Orange ef þrjár vikur, mán- uður eða lengri dvöl er fyrir hönd- um. Metrómiðarnir gilda í strætis- vagna líka og flestar hraðlestir. Sama gildir um Carte Orange sem er raunar passi með metrómiða fyrir einn mánuð í senn. Metró er nafn á neðanjarðarkerfi lestar- ferða í borginni og þarna er kom- inn þægilegasti og fljótlegasti mátinn til að komast staöa á milli í stórborginni. Strætóferðir eru ágætar sem útsýnistúrar ef tími er nægur. Lestarkerfið er mjög ein- falt og auðlært, lestimar koma á nokkurra mínútna fresti og ganga frá hálfsex á morgnana til eitt á nóttunni. Rétt er þó að benda fólki á að fara helst ekki einsamalt með metró að kvöldi til. Sumar stöövar eru hættulegri en aðrar að þessu leyti — stórar eins og Strassbourg St. Denis og Forum des Halles eru verstar þrátt fyrir stranga lög- gæslu. Og gætið ykkar á sígaunun- um, kvenfólki á öllum aldri sem betlar á helstu metrópöllunum. Sumar konurnar sitja með hreyf- ingarlaus böm í fangi og hafa á takteinum „pottþétta” sögu um hungur og veikindi fyrir þá sem hlusta vilja. Þarna er barninu yfirleitt gefið svefnlyf eða sterkar róandi og stórir kallar „eiga” betlarana. Þeir aka um á betri bíl- um — Benzum og Rollsum — með vindla í munni og vel klæddir. Smástelpur í tötrum elta oft veg- farendur og á meðan ein þeirra heldur athygli fórnarlambsins ræna hinar fimlega öllu úr vösum þess og bókstaflega öllu öðru laus- legu, — armbandsúrinu af hand- leggnum til dæmis og sumir hafa mátt þakka fyrir að halda fötun- um. Þetta eru skipulagðir hringar sem blöð eins og Paris Match hafa komiö upp um með myndatökum og rannsóknum á starfseminni. Fólki er eindregið ráðlagt að trúa ekki sorgarsögum og láta ekki slíka hópa stöðva sig. Þetta eru engar þjóðsögur, einu sinni sá greinarhöfundur tvær tötralegar sígaunastúlkur betla um hríð í Lúxemborgargarðinum og af- henda síðan afraksturinn manni sem beiö í Rolls fyrir utan — ekki einu sinni vindilinn vantaði í munnvikið á djöfsa. Að láta sig dreyma Gestir í París verða að gefa sér tíma til að setjast á kaffihús og láta sig dreyma — ennþá má sjá unga menn með rithöfundinn í maganum sitja á kaffihúsum Hemingways — Döme, Rotonde og Select. Á síðastnefnda staðnum söfnuðust íslendingar saman til skamms tíma og ennþá má rekast á einn og einn ferðalang frá sögu- eyjunni. Þeir standa við blv. Montparnasse og þar neðar er stórbygging þar sem Galleryes Lafayette eru tíl húsa og uppi í turninum er veitingastaður og bar þar sem útsýnið yfir París er stór- kostlegt. Annar útsýnisstaður er sjálfur Eiffelturninn þar sem tískukóngurinn frægi, Pierre Cardin, hefur látið innrétta á nýj- an leik glæsilegan veitingastað með mjög góðum mat — ekki al- veg af ódýrustu gerðinni samt. Fyrir þá sem vilja sjá fræga fólkið er kjörið að fara á Plazza Athenée Hotel síðdegis og fá sér snarl — Avenue Montaigne, á Le Bar des Theatres. Þar mæta þeir fínu áður en þeir fara í leikhúsið. Og annar staður er að nóttunni til sömu út- sýnisferða brúklegur — Le Look í næstu hliðargötu við Forum eða milli Forum og Pompidousafns- ins. Þar koma þeir ríku, frægu og ættgöfugu í nýjum ham, fertugir bisnessmenn úr jakkafatadeild- inni mæta í leðurátfitti með keðj- ur, græn- og bleikúðað hár og á mótorhjólum af bestu gerð. Einn slíkan þjóðkunnan mátti þar sjá á síðasta sumri — og hann var með elskuna sína upp á arminn, ungan strák, klæddan nákvæmlega eins samstæðu og lærifaðirinn. Til þess að sjá hvemig borgin er 30 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.