Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 47

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 47
„Mér líður eins og væng- brotnum fugli,” sagði Júdý dauflega. „Hresstu þig upp,” sagði Guy sem lá á svefnherbergis- gólfinu hjá henni með bera fæturna uppi á rúminu. ,,Þú vissir alltaf að starfið hjá Dior væri tímabundið. ’ ’ , Já, en ég var að vona að ég fengi að vera lengur. ’ ’ ,,Þú hefur enn vinnu fram í endaðan febrúar, þar til að- stoðarstúlka Anníar kemur aftur, og þú átt gráa flónels- kjólinn frá Dior sem hefði kostað þig meira en átta mánaða laun ef þú hefðir þurft að borga hann. Ef þér er sama hvert þú ferð og við hvað þú vinnur fyrir þessi sömu ömur- legu laun og þú fékkst hjá Dior geturðu unnið hjá mér allan daginn. Hótelið segir að ég geti ekki haldið áfram að vinna hér, þetta sé engin þrælakista. Fyrsta verkefnið þitt verður að finna okkur tvær vinnustofur einhvers staðar hér í nágrenn- inu. Nei, ekki kyssa mig á meðan ég er að fá mér að drekka.” tf údý fann nothæfa vinnustofu með þakglugga tvær götur frá hótelinu. Hún sá nú um allt sem ekki laut að framleiðslunni, hitti viðskipta- vini, svaraði í símann, sá um bókhaldið og annaðist af- greiðslu. Guy hannaði, keypti efni og hafði umsjón með starfsfólkinu á vinnustofunni. Nú hafði önnur saumakona gengið til liðs við hina tryggu José. Móðir nýju aðstoðarsaumakonunnar, María, var fyrsta hjálparstúlka hjá Nina Ricci, og því hafði hún vanist því frá blautu barns- beini að sauma þannig að það uppfyllti ströngustu kröfur. Júdý hafði meira að gera en nokkru sinni fyrr og var ánægðari. Kaupendurnir kunnu vel við hana því hún stóð ekki bara eins og þvara með pöntunarbók í hendi heldur spjallaði og spaugaði við þá. Hún hafði næmt auga fyrir hinu broslega og hafði gaman af að koma fólki til að hlæja, jafnvel þó það yrði að vera á — sýnt svolítið meiri virð- ingu?” Hann var leiður. ,,Ég veit að þú ert bara hrein og bein en Frakkar skilja það ekki. Þeir álíta þig vera , ,ruddalega’ ’ sem þú ert ekki.” ,,Það var leitt,” sagði Júdý og yggldi sig yfir bunka af vörureikningum sem merktir voru „fallið í gjalddaga” sem hún hélt á í höndunum. „Og hér byrja ég. Ég ætla að vera ruddaleg í sambandi við greiðslur. Þú hefur ekki efni á að gefa þessu fólki gjaldfrest. Framvegis verður það að borga þegar það skrifar undir pöntunina og við sinnum henni ekki fyrr en ávísunin er komin á okkar reikning. ’ ’ „Það er mjög góð hugmynd að fá staðgreitt en í fata- iðnaðinum gerir það enginn. Ég missi alla viðskiptavini mína.” „Og mikið af ljótum skuld- um,” sagði Júdý. „En þú byrjaðir með staðgreiðslu, manstu eftir því. Mamma þín og allir vinir hennar á Avenue Georg V greiddu út í hönd. Af hverju skyldi fólk ekki borga um leið og það pantar ef það Gaulle hershöfðingja. Það líður hjá.” En á meðan gekk Júdý ekki í unglingafatnaði. Hún safnaði hári og vatt það upp í óklæðilegan franskan hnút. Hún var stöðugt í gráa Dior- kjólnum og var með stór horn- spangargleraugu, og vonaði að með þessu gæti hún kallað fram aldur, upphefð og virð- ingu. ,,Ma chere, þú gerir mig hrædda,” sagði Maxxn. Hún hafði komið heim aftur eftir tveggja ára námstíma í London daginn áður og þær voru að segja hvor annarri fréttir af sér yflr morgunverði á Deux Magots. Maxín ætlaði að biðja pabba sinn að lána sér peninga til þess að hún gæti komið á laggirnar fyrirtæki. Með votti af öfund sagði Júdý: „Þú ert svei mér heppin að eiga ríkan pabba. ’ ’ Maxín dýfði horninu sínu í kaffið og svaraði: „Pabbi er ekki ríkur. Ég hefði ekki getað farið til Sviss ef Hortense frænka hefði ekki borgað. Pabbi er vel stæður. Ég vona að hann geti ábyrgst bankalán fyrir mig. Ég á ekki von á því að kostnað hennar sjálfrar. Sumum fannst þessi hressilega framkoma þreytandi og sumir áttu erfltt með að sætta sig við hispursleysi hennar. Hún gekk hreint til verks og sagði nákvæmlega það sem hún hugsaði. Guy sagði við hana eftir að hafa horft á hana hnýta í einn kaupandann fyrir að hafa ekki pantað einn af nýju jökk- unum: , ,Þú þarft að rækta með þér aðeins kurteislegri fram- komu, Júdý. Af hverju geturðu ekki komið fram við kaup- endurna eins og þú gerir við liðið hennar Hortense frænku kærir sig um fötin þín? Það er kominn tími til að ganga úr skugga um hvort það kærir sig yfirleitt um þig — áður en þú ferð á hausinn.” (I údý reyndi það sem hún gat tii að sýnast eldri en hún var. Þeim Guy fannst það mjög til baga í starfsgreininni hve þau voru ung vegna þess að enginn tók þá ungu alvarlega. , ,Ætli maður verði ekki bara að umbera það,” sagði Guy kvart- andi, „eins og mútur eða de hann geti gefið mér peningana en hann tekur samt áhættu.” Hún fékk sér vænan bita og mylsnan datt á borðið um leið og hún hvíslaði. „Það er Guy sem á ríkan pabba. ’ ’ Júdý lagði frá sér bollann. Hún var steinhissa. „Af hverju er Guy þá alltaf svona | blankur?” „í fyrsta lagi vegna þess að hann langar til að spjara sig á eigin spýtur og í öðru lagi vegna þess að pabba hans er ekkert um fatahönnuði gefið. Hann gerði það alveg ljóst að hann ætlaði ekki að hjálpa Guy. Því vill Guy sýna þeim gamla að hann geti alveg komistafán hans.” Júdý fór beint til Guys og bað hann um kauphækkun. Síðan dembdu þau sér í vinnu fyrir júlísýninguna. Þau ætluðu að sýna mikið af stökum fatnaði — jakka, pils, buxur og dragtir — allt fáanlegt í þremur litum, með einum yfir- frakka og einni regnkápu. Júdý var mjög hrifin af litunum á nýja fatnaðinum: fínlegum, heillandi gráum litum, pjátur-, silfur-, ostru- og perlugráu með fölbleiku, vínrauðu, gljáandi kastaníubrúnu, kopar og bronsi. Þröngar nautabanabux- ur voru með skærlitri taftblússu með stórum púffermum. Eftir- læti Júdýjar var úr rauðu efni og með saffrangulum buxum. Reykgráa kápan, skásniðin eins og sjal, var einnig fóðruð með sams konar rauðu silkifóðri. Regnkápan með svipuðu sniði var úr dökkgráu gabberdínefni með bleiku silkifóðri. Með þessari sýningu vonaðist Guy til þess að geta komið fram sem framkvæmdamaður af fullri einurð en ekki aðeins sem ungur efnilegur hönnuður að gamna sér við tískuna. Því ákváðu þau að halda í þetta sinn flotta sýningu, aftur á Plaza Athénée, en fá fagmann til þess að sjá um fram- kvæmdina. Það var dýrt en vel þess virði. Fyrir Guy hefði þessi sýning úrslitaáhrif. 24. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.