Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 19
því að koma reiðu á hrúgu af jám- brautarvögnum, flutningavögnum og mjólkurbrúsum sem hafði orð- ið viö mistök í merkjakassa leik- fangajárnbrautarlestarinnar. Núna hætti hún hins vegar því sem hún var að gera og leit á mig furðu lostin. „Af hverju? Vegna þess að ég get ekki ímyndað mér hvaö for- eldrar þínir voru að hugsa, að skíra þig „Franklin”! Þaö er ástæðan!” Hún flissaði. „Það er svo heimskulegt nafn þegar mað- urhugsarumþað.” Ég svaraði móðgaður, fullkom- lega laus við kímni: „Þetta er fjöl- skyldunafn.” „Þetta er fjölskyldunafn,” apaði hún eftir og gretti sig fram- an í mig. „Þetta er fáránlegt nafn og „Charlie” á miklu betur við þig.” Hún var orðin leið á járn- brautarslysinu svo hún reis á fæt- ur og starði út um gluggann á óhreinu lárviðarrunnana niðri í garðinum, drungalega í rökkrinu, fylgdist letilega með horuðum ketti feta sig á milli öskutunn- anna, stökkva upp á vegg og hverfa inn í næsta garð. Hún geispaði og ég vissi að það var skylda mín að finna eitthvað til að vekja áhuga hennar; hún var gestur minn eins og hún var alltaf á þessum tíma árs þegar hún var send úr glæsilega gervi- túdor húsinu í Surrey til að vera hjá okkur ömmu meðan foreldrar hennar fóru á skíði í Austurríki. Stundum velti ég því fyrir mér hvernig hún gæti afborið að fara frá Greenacres og vera — þó ekki væri nema eina nótt — í gamla viktoríanska húsinu í Cambridge Gardens þar sem amma bjó í efstu íbúðinni, þar sem alltaf var dauf lykt af kamfóru og ryki og gashit- arinn í baðherberginu small og frussaði áður en hann ákvað að tæma fljótandi gufustrók niður í stórt emalérað baðkerið. Hún var vön arni í hverju herbergi, þjón- ustustúlku sem þreif eftir hana og ástríkum foreldrum sem gáfu henni föt og vasapeninga orða- laust. Ég furðaði mig á því að hún gæti þolað okkur hérna hjá ömmu. Meöan ég var að vega og meta púsluspil og matadorspil til skemmtunar hafði hún verið að rýna upp á þakið og hnykkt aftur höfðinu til að stara á brunastiga úr málmi sem bar nöturlegan við kvöldhimininn og nú sneri hún sér allt í einu að mér með ljómandi augu. „Við skulum klifra upp bruna- stigann, Charlie! ” sagði hún og án þess aö bíða eftir mótmælum frá mér var hún hlaupin úr herberg- inu, læddist eftir stigapallinum svo amma heyrði ekki til hennar, hljóp svo upp stuttan stigann á háaloftið. Hún staönæmdist við litlu dyrnar undir þakskegginu, var andstutt, sneri svo — fullviss um að leiðin væri greið — lyklin- um gætilega og ýtti á, andvarpaði af ánægju þegar hún sá út í kvöld- myrkrið. Ég elti hana auðvitaö, eins og ég gerði alltaf, og það fór hrollur um mig þegar ég kraup við hlið henn- ar, vissi að hún var að koma mér í klandur en gat ekkert gert til að sporna við því. „Við megum ekki vera hérna uppi,” tautaöi ég en hún lét sem hún heyrði það ekki. Augu hennar. voru enn á stiganum, hún stóö á fætur, renndi tánni á inniskónum yfir gisnar málmslárnar, steig svo hugrökk út á pallinn. „Þetta er dásamlegt!” hvíslaði hún himinsæl, starði heilluð á tindrandi ljósin sem teygðu sig frammi fyrir henni svo mílum skipti. „Þetta er eins og að fljúga til tunglsins, Charlie! Komdu og sjáðu!” Ég var kyrr á mínum stað, óráð- inn. Nú, þegar dyrnar forboðnu stóðu opnar, sá ég sjálfur að það var geðveiki að fara einn þarna út, ekki síst í myrkrinu. Skelfing mín var algjör en ég var tregur að láta Emmu sjáhana. „Heldurðu ekki að best væri aö þú kæmir aftur inn? ” sagði ég titr- andi röddu. Hún sneri sér við og leit á mig, hló fyrirlitlega. „Þú ert hrædd- ur!”hvíslaðihún. „Þú gætir hrasað,” andmælti ég. „Það er alltaf blautt þarna úti og það er eitthvað grænt og slím- ugt á þrepunum.” Ég benti á skóna hennar, tæmar voru þegar orðnar dökkar af raka og hún fylgdi bendingu minni. Ef til vill sáu augu hennar lengra, niður sex eða sjö hæðir með járnkniplingum fyrir þrep í litla, malbikaða garð- inn fyrir neöan, því allt í einu hvarf öryggið henni og náföl og tekin greip hún í handriðið og hélt dauðahaldi. Án þess að líta á mig sagöi hún ögrandi: „Ég kem inn þegar ég er tilbúin og ekki fyrr. Það er indælt hérna úti. Því kemurðu ekki hing- aðtilmín?” „Það er EKKI indælt þarna,” sagði ég. Ég vissi að hún var að skrökva því það var allt í einu orð- ið ákaflega kalt. Vindurinn blés í gegnum rifumar á málminum með þungum stunum, kom þunnu pilsinu hennar til að slást við fæt- urna og ég tók eftir að hún skalf. „Komdu inn,” reyndi ég aftur. „Við getum farið og ristað brauð viðeldinn.” Yfirleitt hafði hún ákaflega gaman af því þegar við sátum bæði á hækjum okkar á arinmott- unni, sjóðheit í framan og héldum ristargafflinum úr látúninu rétt við logana meðan yndisleg lyktin af heitu brauði kitlaði okkur í nef- ið; hún mátti ekki gera neitt þess háttar heima, sagði hún — hún gæti skemmt teppið. En núna var hún aftur á móti ekki hrifin af hugmyndinni eða hafði kannski ekki heyrt til mín því þarna stóð hún og hélt báðum handleggjum um handriðið og þrýsti grönnum líkamanum þétt upp að málminum. Þaö var ekki fyrr en hún leit um öxl til mín meö uppglenntum og örvæntingarfull- um augum að ég áttaði mig á að hún gat sig hvergi hrært. „Hvað er að?” spurði ég, grip- inn ótta. „Ég get ekki sleppt,” sagði hún, rödd hennar áköf af skelfingu. Ég skildi ekki enn. „Auövitað geturðu það — stígðu bara fáein skref aftur.” „Ég get það ekki!” Hún leit nið- ur á fætur sína, vildi aö þeir bæru hana í örugga höfn, en aftur synti skelfileg hæðin á móti henni og hún klemmdi aftur augun og vafði handleggjunum þéttar um hand- riðið. „Bjargaðu mér, Charlie!” bað hún mjóróma. „0, Charlie, elsku, hjálpaðu mér!” Ég steig út á pallinn, barðist við skelfingu sjálfs mín, einblíndi á grannan líkama hennar og þegar ég kom nær henni varð ég var við undarlega verndarkennd. Alltaf áður hafði Emma verið stjarnan bjarta sem vísaði veginn og ég sá sem elti; þar sem var birta og hlátur og skemmtun, þar var Emma og veslings Charlie, leið- indapúkinn, stillti strákurinn, hafði elt auðmjúkur, stóð til hliðar og lét sér nægja að horfa á. En núna yrði það aldrei framar þannig; þakka skyldi óstýrilátri, kjánalegri þrjósku hennar að ég var orðinn sterkur, núna og ævin- lega. Þetta var áfeng og æsandi tilfinning og ég gleymdi óttanum þegar ég tók um handlegg hennar og leiddi hana aftur inn um dyrn- ar, í ylinn í risherberginu. „Þakka þér fyrir,” sagði hún þá. „Veröur þú alltaf til staðar þegar ég þarfnast þín, Charlie?” spurði hún og þegar ég kinkaði kolli kyssti hún mig létt á vang- ann. Svo sneri hún sér við og hljóp niður. Skömmu síðar fór hún heim í Greenacres og þó við vissum það ekki voru þetta endglok sameigin- legrar bernsku okkar því hún kom ekki til dvalar hjá okkur aftur, ekki lengi vel. Eitt árið, frétti ég, fór hún til frændfólks í Skotlandi; næsta ár fékk hún mislinga og varö að vera heima í stað þess að vera hjá okkur ömmu. Svo var hún næstum orðin fulloröin, fór með foreldrum sínum til Adelbod- en og Davos á skíði. Ég sá hana einu sinni í Oxford Street, veifa leigubíl sem stað- næmdist hlýðinn fyrir framan hana við gangstéttina því bílstjór- inn hafði komið auga á glæsilega, vel klædda unga konu með rauð- gullið hár. Ég veifaði til hennar, reyndi örvæntingarfullur að yfir- gnæfa umferðarniðinn með hrópum en hún heyrði ekki til mín og ég stóð hjálparvana eftir hinum megin á götunni meðan hún hvarf aftur úr lífi mínu. Það var auövitað ekkert sem kom í veg fyrir að ég byði henni að dvelja aftur hjá okkur. Ég þurfti ekki annað en lyfta símtólinu, velja Greenacres-númerið, segja viö hana: „Hvað með ferð til London? Það eru mörg ár síðan þú komst í heimsókn til okkar!” En sá var vandinn — það voru liðin of mörg ár og þó ég minntist ennþá glögglega verndarkenndarinnar, sem ég hafði fundið gagnvart henni kvöldið sem hún hafði veriö sem hræddust, var hún orðin ung kona og átti sér líf þar sem ég hafði engu hlutverki að gegna. Þegar ég skoöaði okkur ömmu hlutlausum augum og viðburða- snautt hversdagslíf okkar vissi ég að Emmu þætti við daufleg og leiðinleg og því sagði ég ekkert, gerði ekkert til að við hittumst aftur. Eina samband mitt viö hana var jólakort og stundum, þegar hún mundi, annað kort á afmælinu mínu. Það var því furðu- legt að mér skyldi bregöa svona mikið og ég finna til slíks missis þegar hún skrifaði til að segja okk- ur að hún væri að fara að gifta sig. Okkur ömmu var boðið í brúð- kaupið en ég vildi ekki fara, fann upp á einni máttlausri afsökun eftir aðra þangaö til amma varð gröm yfir því að ég virtist ekki geta gert upp hug minn og fór ein. Hún kom aftur full af hrifningu á myndarlega unga manninum sem Emma hafði kosið til að gift- ast. Hann var í hernum, sagði amma, höfuðsmaður, svo töfr- andi, svo hárréttur fyrir hana! Og Emma var eins og málverk, svo fögur að þú myndir aldrei trúa öðru eins! Hvar þau ætluöu aö búa? Æ, einhvers staðar erlendis, hún mundi ekki nákvæmlega hvar. Hún sendi þér ástarkveðjur, sagði amma. Stöku sinnum sendi Emma okkur póstkort, Taj Mahal í 24. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.