Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 6
Odýrasti Apexflugmiði kostar
13.611. Árs flugmiði til Glasgow
kostar 28.564, ódýrasti Apex
10.577. Ársmiði til Oslóar kostar
34.574, ódýrasti Apex kostar
12.682.
Kannski vilja hjónin okkar fara
með eigin bíl, þótt mörgum þyki
hreinlega meira öryggi í því að
aka um önnur lönd á bílaleigubíl.
Þá verða þau aö byrja á því að aka
til Seyðisfjarðar frá Reykjavík.
Þangað eru, samkvæmt upplýs-
ingum FIB, 739 kílómetrar. Kíló-
metragjald fyrir akstur á eigin bíl
er nú 10,55 á km fyrir akstur
á bundnu slitlagi, 12,10 á malar-
vegum, og þetta kílómetragjald er
vísindalega útreiknað það sem
það í raun og veru kostar að reka
bíl. Miðað við lægra gjaldiö kostar
þá 7.800 krónur að aka frá Reykja-
vík til Seyðisfjarðar og að sjálf-
sögöu annað eins til baka. Þar að
auki verður auðvitað að borga far-
iö undir bílinn í ferjunni. Far-
gjaldið fram og aftur fyrir hjónin
okkar í tveggja manna klefanum
með fólksbílinn sinn er þá orðið
semhér segir:
Þórshöfn 20.468.
Hanstholm 30.266.
Lerwick 25.977.
Bergen 28.000.
Og er þá ótalinn kostnaður af
óhjákvæmilegri dvöl í Færeyjum.
Til samanburðar má líta á
möguleikann „flug og bíll”, eins
og hann er tilgreindur um miðjan
maí. Hér er miðað við tvo í bíl í
þrjár vikur og bíl af „A-flokki”:
Glasgow, Ford Fiesta, kr. 22.275.
Osló, Opel Corsa, kr. 22.449,
Kaupmannahöfn, Opel Kadett,
22.855.
Niðurstaöan af þessu öllu sam-
an er sú að fyrir meginþorra ís-
lensku þjóöarinnar sé bílaferjan
Norræna ekki ferðamáti heldur
lífsstíll. Og út af fyrir sig er ekki
nema gott um það að segja.
Þá er hitt eftir hvaða ferðafólk
erlent það er sem ferjan færir okk-
ur einu sinni í viku sumarlangt.
Það er fljótsagt að þar eru í mikl-
um meirihluta öflugir fjórhjóla-
drifsbílar sem eldsneytisbrúsum
er þéttraðað ofan á og/eða utan á.
Undir stýri eru torfærukappar
sem enga virðingu bera fyrir ís-
lensku landi eða gróðurfari og
hugsa líklega um það helst að
lenda í svaðilförum og komast all-
an fjandann. Hópferöabílar útbún-
ir með nesti sem dugar til dvalar-
innar hér og sumir með eldhúsbíla
í samfloti, vel búna birgðum. Fjöl-
skyldur á húsbílum sem hafa búið
sig vel til fararinnar. Ævintýra-
menn á mótorhjólum og jafnvel
reiðhjólum.
Allt þetta dengist yfir tollverði
og lögreglu á Seyðisfirði einu sinni
Vissulega er fallegt að sigla með ferjunni milli eyja i Færeyjum. En það væri engu minna fallegt þó að
áætlun ferjunnar væri gagnlegri íslendingum.
í viku yfir sumarið. Það gefur
auga leið aö þótt þessir opinberu
starfsmenn séu allir af vilja gerðir
er útilokað að þeir geti tollskoðaö
þessa skriðu að einhverju gagni.
Þess vegna kemur þarna drjúgt
inn í landið af ósoðnu kjöti og jafn-
vel salamipylsum sem gerir okkur
venjulega, bíllausa ferðamenn
með eina eða tvær töskur á mann
að afbrotamönnum. Fyrir utan
áfengi sem hægt er að hafa með
sér á þennan hátt, svo ekki sé tal-
aö um aðra vímugjafa sem enn
minna fer fyrir.
Ekki veit ég hversu mikill akkur
okkur Islendingum er í þessum
hópi ferðalanga, hvað þeir skilja
eftir af auðæfum í landinu. Stúlka
í kaupfélaginu á Egilsstöðum
sagði mér að útlendir ferjufarþeg-
ar keyptu þar aðallega mjólk og
kannski brauð. Og hvað minja-
gripi héðan snertir er líklega al-
gengast að þeir hafi með sér ís-
lenska steina sem fáséðir kjör-
gripir þykja.
Það er út af fyrir sig gott að
vera gestrisinn. En kannski væri
líka ágætt að geta eitthvað stjóm-
að umgengni gestanna og atferli.
Og við stefnum að ferðamannabú-
skap sem atvinnugrein. Jafnframt
væri ennþá betra að geta svo hag-
nýtt þennan ferðamöguleika fyrir
sjálfan landann að það fækkaði
krafttrukkum og matarflutninga-
bílum útlendinga af sjálfu sér.
Það veröur ekki gert öðruvísi en
þannig að viðkomandi ferja heföi
viökomu á hentugum staö fyrir
þéttbýli landsins, svo sem eins og
Þorlákshöfn, sem er í senn heppi-
legur staður fyrir meirihluta
landsmanna og til þess að gera
sjóferðina sjálfa ekki ónauðsyn-
lega langa, og síst óhentugri sigl-
ingaleið.
Það hefur líklega verið eitt af
því sem leiddi til þess aö sameig-
inlegt brölt Eimskips og Hafskips
á sínum tíma meö bflferjuna Eddu
var frá upphafi dauöadæmt að
hún var látin sigla fyrir Reykja-
nesið. Það var ekki síður öfgafullt
að láta hana hafa viðkomustað í
Reykjavík heldur en þaö er að
sigla Norrænu upp á Seyöisf jörð.
Myndarleg röð vel búinna bíla af ýmsum stærðum og gerðum bíður þess að komast um borð i Þórshöfn
áleiðis til íslands. Flestir komu frá meginlandinu og voru þá búnir að borga þriggja sólarhringa uppihald i
Færeyjum.
6 Vikan Z4> tbl.