Vikan


Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 33

Vikan - 13.06.1985, Blaðsíða 33
Fyrir utan hallirnar eru garöarnir stórfenglegir — hægt er að leigja sér hjól og ferðast um allan dag- inn. Inn á milli í görðunum eru margar smáhallir sem eru jafnvel forvitnilegri en stóra Versalahöll- in sjálf. Einnig er skógurinn, Bois de Vincenne, ógleymanlegur, þar er stærsti dýragaröur Frakk- lands. Boulogneskógurinn er sögu- frægur en ekkert sambærilegur hvað fegurð snertir. Bátsferð á Signu er vinsælt skemmtiefni ferðamanna — að fara að kvöldi og borða á staðnum. Þeir sem vilja sjá Lido geta farið upp á Champ Elysées og tyllt sér í röðina sem bíður eftir að komast inn í dýrðina. Þar eru menn reknir eins og rollur í rétt — allt Amerík- anar, Japanir og einstaka íslend- ingur. Frakkar sjást varla á staðnum. Inn er þér þrýst, vísað til sætis og „sjóið” byrjar sam- stundis. Þarna er ekki veriö að eyða mínútu til ónýtis, þegar sýn- ingunni lýkur ertu umsvifalaust rekinn út aftur og næsta holl renn- ur inn. Svipaö er að segja um Rauðu mylluna og Crazy Horse Saloon, þótt þar séu menn ekki jafnlágt metnir og í Lido. Verslunarferðir eru skemmti- legar í París og þar ættu allir aö geta fundið eitthvaö viö sitt hæfi. Odýrast er að versla í Latínu- hverfinu og líka eru góðar en ekki dýrar verslanir í Forum og þar í kring. Dýru búðirnar eru á rue Faubourg St. Honoré þar sem allir helstu tískukóngamir eru hver með sína verslun og vel þess virði að fara í skoðunarferð þótt fjár- ráöin leyfi varla meira. Ef pen- ingaveskið er svo úttroðið að vandræði eru að setjast fyrir því er það snarlega bætt með innkaup- um þarna í næstu verslun. Uppi á blv. Haussman eru svo hin geysi- stóru Galeries Lafayette en oftast er ódýrara að versla í smábúðun- um í hliðargötunum þar í kring. Nærri Lafayette er íslenska sendiráöið — við blv. Haussman númer 124. Flugleiðaskrifstofan er svo þar skammt frá, á blv. des Capucines númer 9. Síminn er 742 5226. Centre Georges Pompidou — Bauborg — er annar samkomustaður lista- manna. Fyrir utan á stéttinni eru bæði myndlistar- og tónlistarmenn með alls kyns uppákomur og engum þarf að leiðast þótt dvalið sé klukku- stundum saman. Safnið innandyra og annað þar er lika margra daga verk að kynna sér að ráði. Það er aldrei dauður punktur í þessari borg. Á næsta götuhorni í Gyðinga- hverfinu var alvöru bankarán — eins og i besta sjónvarpsþætti og einka- spæjarinn sem leysir málið kannski í næsta glugga. Þjófurinn sennilega inni i bankanum og ekki öfundsverður af þvi að eiga eftir að smeygja sér út — óséðurl Nokkrir veitingastaðir: Eiffel Tower Restaurant — Jules Vernes í Eiffelturninum sjálfum Le Quai d'Orsay á Quai d'Orsay við Signu Beanvilliers 52 rue Lamark (við Montmartre) Rottiserie L'Abbaye 16 rue Jacob Restaurant Vagende blv. St. Germain Tveir siðustu eru með fleiru en aðeins fóðrinu — La Coupole 102, blv. Montparnassse Þarna koma saman á kvöldin sumir þeir frægustu, svo sem Brooke Shields og þess háttar klassapiur. New York 144 rue Notre Dame d'Victoires Hérna syngja þjónarnir klassisk verk á meðan stjanað er við gest- ina. Það hlýtur að vera erfitt fyrir kvenþjónana að ná háa C-inu á hlaupum! Restaurant Dodin Bouffaut — franskur 25 rue Fréderic Sauton Sími 325 2514 Clementine — italskur 101 ruede Seine Sími 326 6480 Le Toscana — mjög góður 7 rue de Pontheu Sími: Rond Point des Champs Elysées Chez André — dýr og góður, fólk fer og biður i röð eftir sæti 12 rue Marbeuf Sími 720 5957 Del Papa Restaurant — góður ítalskur Rue du Fauborg St Honoré (Plaza Ternes) Nos Ancétres Les Gaulois — franskur i vikingastil, góður og hræódýr — sérstaklega góð til- breyting 39 rue Saint Louis en l'lsle Sími 633 6607 Restaurant Au Chateaubriand 23 rue de Chabrol Sími 824 5894 LeToitde Passy Ax94 avenue Paul Doumer Sími 524 5537 Grandgousier Restaurant 17 avenue Rachel Simi 387 6612 Les Pieds dans L'Eau — var mjög góður og virtur 39 Boulevard du Parc Sími 747 6407 Le Chateau Frontenac 54 rue Pierre Gxx Charron Sími 723 5585 Le St. Moritz 33 avenue de Friedland Simi 561 0274 Passy Mandarin — kínverskur og einn sá besti af þeirri gerð 6 rue Bois le Vent Simi 288 1218 Ho — franskur, sömu eigendur og Julien 7 courdes Petites —Écuries Simi 770 1359 Le Couple Chou — franskur, elsti veitingastaður í Paris og i elstu hús- um borgarinnar 9—11 ruede Lanneau Simi 633 6869 Le Moulin du Village 24 rue Boissy d'Anglas Simi 265 0847 Faugeron 52 rue de Longchamp Sími 704 2453 Jaqueline Fenix 42 avenue Charles de Gaulle Sími 624 4261 Julien — sömu eigendur og Ho 16 rue du Fauborg Saint Denis Simi 770 1206 Restaurant Tourane — sæmilegur, víetnamskur og kinverskur — mjög ódýr 22 rue de la Montagne Sainte Gene- viéve Sími: 326 3882 „Sósustaðimir tveir" Au Coeur St. Germain 120 Boulevard St. Germain og Le Relais de Venice 271 Blv. Pereire Þessir tveir „sósustaðir" eru sérlega ódýrir og um einn rétt aö velja. Sósan með kjötinu er alveg sérstaklega góð og maturinn yfirleitt óbrigöult góður. 24- tbl. Vikan 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.