Vikan - 12.09.1985, Blaðsíða 21
!------------------------------------------
leggja þetta allt því þeir voru
komnir meö mig á staðinn!
Ég var með fleiri morðingja
þarna í vinnu, maður. Ég málaði
allt heila klabbið, flísalagði nýju
húsin, málaði þau öll að innan. Þú
ættir að sjá lýðinn, sem á bara að
vera fyrir austan, sem ég var með
í vinnu. En ég fékk þá alla til þess
að vinna, þessa bimba. Jón Thors
sagði mér síðar að ég hefði aldrei
átt að vera þarna fyrir austan, ég
hefði aldrei fyllt inn í þetta kram.
En þeir sáu að það þurfti að nota
mig og fengu það fyrir frítt.”
— Þegar þið fluttuð svo til
Bandarikjanna, var það til fram-
búðar?
„Já, ég hefði átt að flytja til
Bandaríkjanna bara þegar ég
fæddist. Þarna er ég eins og
, fæddur í þetta kram, þaö gengur
allt upp hjá mér þarna. En maður
gleymir ekkert hvaðan maöur er
— úr sjávarplássi á Suður-
nesjum.”
— Var auðvelt að koma sér fyrir i
Bandaríkjunum?
„Nei, þetta er ekki beint auð-
velt. Ég veit um nokkra sem fóru
til Bandaríkjanna með töluvert
fjármagn en eru komnir heim
aftur. Þú verður að falla inn í
kerfið þarna eða þú ert farinn
heim. Ég meina, þú verður að
spila alveg hreint eins og Kan-
inn.”
» — Hvernig hafa þeir feilað?
„Sko, ef þú kemur til Banda-
ríkjanna og ert ekki nógu harður
og kaldur, án þess að fara yfir
línuna, þá kemstu ekkert áfram
— þeir éta þig lifandi.
Þú getur gert stóra hluti þarna.
Þetta er mjög heilbrigt land —
með 240 milljónir eru náttúrlega
problem. En þetta er byggt upp á
heilbrigðum grundvelli, ég meina
samkeppni og annað. Það er eng-
inn ríkisstyrktur — ef við
sleppum Chrysler — það er ekki
hlaupið til vegna togara eða rútu-
bíla. Ef þú getur ekki rekið þetta
þá ertu ekkert að því. Þá er bara
annar maður betri. Þess vegna er
þetta þjóðfélag svona sterkt, það
kemur maður í manns stað. Það
er ekkert verið að dæla fjármagni
í einhvern aula ef hann getur ekki
rekið þetta.
I sambandi við öryggi og annað,
það er alveg sama hvar þú býrð í
Colorado Springs, lögreglan getur
komið til hússins þíns á þremur
mínútum. Þeir raða kerfinu svo
flott að það er alveg sama hvar
bílarnir eru, þeir komast til þín á
þremur mínútum. Þetta er öryggi,
þetta er bara fyrir þig.
Ég veit ekki — sko, þessir kunn-
ingjar mínir og vinir, sem ég er að
sjá núna, þeir eru sumir gamlir
fyrir tímann. Það er bara unnið
dag og nótt til að halda spöðum
saman. Og svo er svo mikil
djöfulsins kergja í þessu öllu
saman, það eru skilnaðir og það
eru fyllirí og það er djöfulgangur,
fólk er að verða vitlaust. Þetta er
voðalegt ástand.
I Bandaríkjunum þekkist ekki
þessi vinnuþrælkun. Þar eru menn
komnir á fætur klukkan sex á
morgnana og síðan ertu bara kom-
inn heim um hádegið. Maöur er
ekkert í fiski á laugardögum —
eða að beita. Fyrir mér er besti
tíminn á morgnana, þá er
hugsunin tær, þú ert afslappaður
og nærð bestum árangri. Bisness-
inn í Bandaríkjunum fer yfirleitt
fram fyrir hádegi. Fólk fer meira
á fundi og annað eftir hádegi, þú
nærð engum eftir hádegið.”
— Þú varst fyrst i málningunni í
Colorado, en hvað hefur skeð
síðan?
„Síðan hef ég stofnað fyrirtæki
í Bandaríkjunum og er með tíu
manns í vinnu. Maður er ekki
alltaf ungur og vill tryggja fram-
tíðina þannig að ég fór að hugsa
um að flytja inn vörur frá íslandi.
Á síðasta ári gerði ég fimm ára
samning við efnaverksmiðjuna
Sjöfn á Akureyri um að koma
þeim inn á Bandaríkjamarkað
með sínar vörur. Ég gerði líka
samning við Erlend Hansen sem á
saumastofuna Vöku á Sauðár-
króki.
í vor kom ég svo heim til aö
ferma elsta strákinn, Guðbjörn
Ásgeir, en auk hans eigum við
hjónin Róbert Gunnar og Rósa-
lindu Lilju. Þá segir mér stór-
kunningi minn, Þorsteinn Ölafs-
son, fyrrverandi landsliðsmark-
vörður, frá Henson, Halldóri
Einarssyni. Og nú erum við búnir
að semja um að ég sjái um
Henson-vörurnar á Bandaríkja-
markaði.
Ég er með tölvuvætt vöruhús og
skrifstofu í Colorado Springs en
aðalsöluskrifstofuna í Denver,
höfuðborg Colorado-fylkis. Núna
eru Yngvi Guðmundsson,
hönnuður á Sauðárkróki, og
maður frá mínu fyrirtæki að byrja
sameiginlega hönnun fyrir
Ameríkumarkað, til að nýta litina,
hráefniö, gæöin og annað — auk
þess kemur til greina að sérhanna
fyrir verslanakeðjur. Það er stór-
bisness, Álafoss gæti ekki gert
þetta, þeir eru of stórir. Við
skiptum beint við ákveðna verk-
smiðju og ég reikna með að innan
þriggja ára framleiði þeir á
Sauðárkróki aðeins fyrir Banda-
ríkjamarkað.
Það sem við, mitt fyrirtæki,
sem heitir Icelandic Woolen
Fashion, og verksmiðjan á
Sauðárkróki, ætlum að gera er að
slá aldrei af gæðum og ekki heldur
af verði. Við ætlum að halda okkur
við klassabúðir.”
— Eruð þið ekki búin að koma
ykkur vel fyrir i Bandaríkjunum?
„ Jú, jú, það er alveg sama hvar
ég bý, þó að ég búi á norður-
pólnum, ég vil alltaf búa með
class. Það eru bara sumir sem
geta það en sumir ekki. Við
keyptum svaka villu 79, nærri 300
fermetra hús með 7 herbergjum,
eldhúsi og baði. Nýlega keyptum
við okkur danskar mublur í allt
húsið. Við erum með tvöfaldan bíl-
skúr og stóra sundlaug úti í garði.
Við erum fjögurra bíla familía.
Við eigum svona Ford Econoline,
yfirbyggðan sendibíl með innrétt-
ingum, sem við ferðumst á upp í
fjöllin og með krakkana í sport og
svona. Svo nota ég sjálfur árgerð
1985 af Bleiser, svo á konan
drossíu og ég hef loks pickup til
flutninga.
En svona hefur þetta gengið hjá
mér og ég má bara þakka góðum
guði fyrir að vera ennþá heil-
brigður og normal.
Núna er fram undan hjá mér að
komast áfram, ég ætla mér að
verða milljónamæringur í Banda-
ríkjunum. Það er ekkert sem
ætlar að stoppa mig í að gera það.
Nú er bara verið að hugsa um að
koma börnunum á legg og vonandi
fara þau í háskóla að mennta sig.
Ég ræð því ekkert. Það verður
bara að vona að þau verði góðir
bandarískir þegnar. Það er það
eina sem ég stefni að núna.”
37. tbl. Vikan zi