Vikan


Vikan - 12.09.1985, Side 26

Vikan - 12.09.1985, Side 26
 Slúður ....hvort piltunum héma hkar betur við feitar eða grannar stulkur...” Svo er að sjá sem fólk hafi snemma tekið að velta fyrir sér hvað væri „hæfilegt” holdafar. Og sýnist sitt hverjum. Best sést þetta kannski í listasögunni. Þar eru konur ýmis holdugar og blíðar eins og til dæmis í málverkum franska málarans Degas frá síð- ustu öld eða þokkafuUar og ögr- andi eins og í málverkum Modigli- ani. Þetta hefur mótast af tísk- unni. Og eins og við mátti búast vegna kúgunar konunnar voru það konur sem urðu leiksoppar þess- ara duttlunga tískunnar fremur en karlpungamir. Þeir voru einatt feitir — og ríkir. Reyndar sagði Jón gamli Hreggviðsson í Islands- klukkunni: „Bara aðhún sé feit og rík” um það kvonfang sem hann gæti hugsaö sér en það eru auðvit- að ólíkindi úr skáldsögu frá tuttug- ustu öld. Og einmitt í sama mund og Halldór Laxness lagði síðustu hönd á þetta mikla verk birtist eft- irfarandi bréf í póstinum í VIKUNNI: „Koera Vika”. Ég er nýkomin til borgarinnar. Ég er í fremur góðum holdum og langar mig til þess að vita hvort piltunum hérna líkar betur við feit- ar eða grannar stúlkur. „Sveitastúlka” Ekki er það vitað nú hvort þama voru einhverjir gárungar að hrekkja saklausa blaðamenn Vik- unnar eða hvort þetta einfalda bréf er ritað í einlægni. En bréfinu er svarað af þeirri jafnvægislist sem enn er aðalsmerki póstsins í Vikunni: „Svar: Þér kannizt vafalaust við málsháttinn: „Sínum augum lítur hver á silfrið,” og þér getið verið öruggar um að þetta á ekki sízt við ef silfrið birtist mönnum í konulíki. Sumir vilja hafa konum- ar svo grannar að þeir geti vafið þeim um fingur sér í tvennum skilningi, aðrir svo holdugar að hvergi verði vart beina í þeirra líkama. Skoðun Vikunnar er samt sú að meðalhófið sé bezt hér eins og annars staðar, þ.e.a.s. „fremur góð hold” eins og þér lýsið sjálfri yður. Þess vegna megið þér vera alveg vissar að piltunum í Reykja- vík líkar við yður ef þér eruð að öðru leyti jafn góðar.” Hér ar Rock Hudson fðrsjúkur ásamt vinkonu sinni, Doris Day. Hún hefur verifl stofl hans 09 stytta í veikindunum. Kvennagullið sem var hommi — og er nú aö deyja úr ónæmistæringu Hann var ímynd karlmennsk- unnar á sjötta og sjöunda áratugn- um og blaðafulltrúar og auglýs- ingastjórar hins bandaríska kvik- myndaiðnaðar létu einskis ófreist- að til þess að ítreka þessa ímynd. Leikarinn Rock Hudson lýsti því seinna í viðtali hvemig allt hans líf réðst af þessari blekkingu. Hann var lengra inni í skápnum en nokkur annar hommi og þrátt fyr- ir góð efni gat hann aldrei um frjálst höfuð strokið. En þótt Rock Hudson lýsti þessum hörmungum sínum í viðtali fyrir tveimur árum var það samt sem áður áfall fyrir bandarísku þjóðina þegar fregnir birtust af því að hann væri íil með- ferðar vegna ónæmistæringar á hinni frægu Pasteur-stofnun í París. Fréttir af heilsu hans voru fluttar í hverri sjónvarpsstöð í langan tíma og hinn hræðilegi sjúkdómur ónæmistæring komst enn á ný í sviðsljósið. Vinir Rock Hudson lýstu því yfir að þeir mundu gangast fyrir fjársöfnun tU aukinna rannsókna á sjúkdómn- um. Þar voru fremstar í flokki leikkonumar Doris Day og Elisa- beth Taylor. Á hinn bóginn var ekki laust við að nokkurrar óvissu gætti um afleiðingamar af þessum veikindum hans. Fólk hefur nefnUega verið óhemju hrætt við þennan sjúkdóm og hann hefur leitt tU þess að ótrúlegustu fordómar gagnvart hommum Rock Hudson i einu hlutverka sinna í kvikmyndum siflustu ára. Hin föðurlega og trausta ímynd karl- mennskunnar; reyndar var hann þarna afl fœra eiginkonunni glas af eitri. hafa komið í ljós. Hugsið ykkur bara aUar konurnar sem Rock Hudson hefur kysst á ferU sínum. Og ekki verður heldur annað sagt en útUt hins veika leikara hafi vakið rækUega athygU á þessum sjúkdómi. Kannski verða veikindi hans tU þess að efla rannsóknir á þessum vágesti. 26 Vikan 37. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.