Vikan


Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 28

Vikan - 12.09.1985, Qupperneq 28
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Maður vikunnar: Kjartan Ragnarsson Færir upp söngleik á fertugsafmælinu Hann er fæddur á Ljós- vallagötunni 18. september 1945, var einn vetur í Kennaraskólanum og út- skrifaðist úr Leiklistarskóla Leikfélagsins árið 1966. Allir kannast við leikritin hans Kjartans: Sauma- stofan, Týnda teskeiðin, Blessaö barnalán og Peysu- fatadagur. Einu sinni lék hann Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði. Þaö var í söngleiknum Gretti. — Hvernig ætlar þú að halda upp á fertugsafmælið, Kjartan? Með því að færa upp söng- leik eftir sjálfan mig í Iðnó. Land míns föður heitir hann og fjallar um Island í síðari heimsstyrjöldinni. Tónlistina semur Atli Heimir Sveinsson. Kjartan fœr hamingjuóskir og allir hinir: Anna Steingrimsdóttir á Helgafelli i Mosfellssveit, fædd 12. september 1922. Árni Guðmundsson, skóla- stjóri íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni, fæddur 12. september 1927. Gróta Garbó leikkona á sama afmælisdag og Kjartan og verður nákvæmlega helmingi eldri en hann. Til hamingju með áttræðisafmælið, Grétal Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, fæddur 18. september 1954. Skapferlið Fólk sem fætt er þennan dag er með því þægilegasta sem gerist í viðkynningu. Það leggur sig í líma að geðjast öðrum án þess að hvika frá eigin sannfæringu. Það er skipulegt í hugsun, afskaplega jaröbundið og lítið gefið fyrir útúr- dúra í samræðum. Það er látlaust í fasi og yfirlætislaust, jafnvel þó þaö hafi oft á tíðum talsverða burði í andlegum efnum. Það er duglegt og skjótrátt ef á reynir, og gerir sjaldan mistök. Lífsstarfið Gætni einkennir starfsval af- mælisbarna dagsins. Þau eru gef- in fyrir störf sem krefjast sam- viskusemi og andlegs atgervis en þurfa ekki sérlega á tilbreytingu eöa hamagangi að halda til að halda sér við efnið. Þau hafa oft það góða greind að þeim er treyst fyrir ábyrgð í menningarmálum listum, banka- og stjórnstörfum. Ástalífið Börn dagsins eru oft bæði sein- tekin og siðprúð en einlífi er þeim þó lítt að skapi og þau eru ekki beinlínis óframfærin. Skynsemi ræður oft á tíðum makavali þeirra og lítil hætta á að þau láti tilfinn- ingamar lilaupa með sig í gönur. Þau leitast við að finna jafnvægi og vináttu í sambandi viö aðra og eitthvert þeirra sambanda getur síðan leitt til hjónabands með tíð og tíma. Þau hafa enga grípandi töfra í ástum en notalegt að- dráttarafl sem nýtist þeim prýði- lega. Þau eru barngóð. Heilsufarið Heilsufar afmælisbarna dagsins er fátt um að segja ef þau temja sér hófsemi í mat og drykk til jafns við hófsemi á öðrum sviðum. Þau hafa ekkert sérlega sterk- byggt meltingarkerfi. Heillatölur eru 3 og 5. Böm dagsins eru hinir mestu dugnaðarforkar. Þau eru ákveðin, iðin, reglusöm (stundum úr hófi fram aö annarra áliti), íhugul og það jafnvel svo að það sem þau hugsa getur valdið þeim óþarfa áhyggjum. Þau taka nærri sér allt sem mannlegt er og þaö sem þeim finnst fara úr skorðum í samfélag- inu, sem getur verið æði margt. Þau eiga það til að leggja mikla rækt við menningu, heimspekileg vandamál og sálarfræði og fóma miklum tíma í það. Lífsstarfið Oftar en ekki tekst fólki dagsins að samræma áhugasvið, skapferli og starf og nýtist þetta vel í lífs- starfi þess. Böm dagsins em glögg á styrk sinn og síður en svo blind á veikleika sína. Þau skapa sér oft sjálf sitt ævistarf og hika þá ekki við að brydda upp á einhverju nýju. Þau hafa meðfæddan áhuga 28 Vlkan 37. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.