Vikan - 12.09.1985, Síða 39
^östurinn
A I R M A I L
PAR AVION
Snyrtifræði
Ég hef skrifad ádur og
fékk svar svo ég œtla ad
freista gœfunnar aftur. Mig
langar ad vita hvort ég geti
farið beint í snyrtifrœði eftir
9. bekk. Ég reyndi að skrifa
til Félags íslenskra snyrti-
frœðinga en fékk ekkert
svar.
Geturðu sagt mér hvernig
er með stúdentspróf í sam-
bandi við snyrtifrœðina?
Og hvað um plakat af
Spandau Ballet? Ég er búin
að bíða og bíða eftir að röðin
komi loksins að þeim
félögum en það er ekki
ennþá.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Spandauaðdáandi.
Snyrtifræði er nýlega orðin lög-
gilt iðngrein og þess vegna
stendur til að breyta allri námstil-
höguninni. Samkvæmt upplýsing-
um frá Félagi íslenskra snyrti-
fræðinga er málið allt í algjörri
biðstöðu núna og ekkert hægt að
segja ákveðið um hvernig því
muni verða háttað. Þetta verður
þó þriggja ára skólanám (í það
minnsta verður allt bóklegt í
skóla) og eins og í öðrum iðngrein-
um getur fólk byrjað námið þegar
það hefur staðist grunnskólapróf.
Samkvæmt upplýsingum hjá
félaginu mun ekkert verða
fyllilega ljóst í málinu fyrr en um
áramót. Þá skaltu skrifa félaginu
aftur.
Spandau Ballet verður vonandi
á plakataskránni áður en langt um
líður.
Fjórtán ára
með æðahnúta
Kœri Póstur.
Mitt stóra vandamál er
œðahnútar. Ég er 14 ára og
þegar búin að taka eftir ein-
um og ég held að það séu að
koma miklu fleiri. Hvað er
hœgt að gera við þessu?
Þetta er svo Ijótt.
Svo er það annað, er til
íslenskur aðdáendaklúbbur
David Bowie? Ef svo er,
hvert er heimilisfang hans ?
Bœ, bœ,
frú Bowie.
Þú ert nú fullung til að eðlilegt
geti talist að æðahnútarnir hrjái
þig illa. Sennilega er réttast að þú
lítir inn hjá lækni og látir hann
kíkja á þetta. Æöahnúta er hægt
að f jarlægja ef með þarf.
Pósturinn veit ekki til þess aö
til sé íslenskur aðdáendaklúbbur
David Bowie en ef einhver sem
þetta les veit um slíkan klúbb er
hann vinsamlegast beðinn að
senda Póstinum línu.
Stórar
geirvörtur
Elsku Póstur.
Ég hef oft skrifað þér en
aldrei hefur þú svarað mér.
En nú reyni ég enn og vona
að bréfið verði birt. Þannig
er mál með vexti að ég er
með svo stórar geirvörtur.
Mér finnst stelpurnar horfa
á mig en ég dríf mig bara úr
bolnum og í fötin. Elsku
Póstur, hvað er hœgt að gera
við stórum geirvörtum ? Með
þökk fyrir birtinguna. Ein
sem vill ekki láta nafns
síns getið.
Fólk er svo margbreytilegt að
allri líkamsgerð. Brjóstin á kven-
fólki eru óskaplega mismunandi,
sumar hafa stór brjóst, aðrar lítil,
sumar bleikar geirvörtur, aðrar
brúnar, sumar stórar, aðrar litlar.
Þú skalt ekki vera að gera þér
neina rellu út af þessu. Það er
ekkert athugavert við brjóstin á
þér þó að geirvörturnar séu
pínulítið stærri en á öðrum
stelpum. Þú og jafnöldrur þínar
eru mjög ungar og enn að
þroskast, sumar ykkar eru með
þroskaðri brjóst en aðrar eða
einfaldlega dálítið öðruvísi án
þess að nokkuð sé athugavert við
það. Þú miklar þetta mjög fyrir
þér og þar af leiðandi finnst þér
stelpurnar stara á þig. Þegar fólk
er með eitthvað sem því finnst
ööruvísi en er á öðrum er þaö oft
svo að það ímyndar sér að aðrir
séu stöðugt að glápa á það en
venjulega er það tóm della og
ímyndun. Reyndu bara að gleyma
þessu og láta sem ekkert sé.
Getur einhver þýtt
fyrir mig úr þýsku?
Halló, kœri Póstur!
Ég vil byrja á því að
þakka þér fyrir þig og fram-
haldssöguna LA CE.
Ég er Duran Duran-aðdá-
andi og kaupi því mörg blöð
þar sem eru greinar um
þessa frábœru hljómsveit.
Þau blöð, sem ég kaupi, eru
til dœmis Bravo og Pop
Rocky sem bœði eru þýsk.
Ég skil ekki mikið íþýsku og
ég spyrþví: Hvert er hœgt að
senda svona greinar í
þýðingu? Þœr eru ofmargar
og langar fyrir mig til þess
að þýða með orðabók.
Hvað heita allar 12
tommu og litlu plöturnar
með Duran Duran? Hvað
mynduþœr kosta samtals ?
DD-aðdáandi.
Pósturinn er hræddur um aö þú
verðir bara að treysta áfram á
orðabækurnar eða fara að læra
þýsku á fullu, til dæmis í Bréfa-
skólanum eða með Linguaphone.
Það er vel hugsanlegt að þú gætir
fundiö einhvern til að þýða grein-
arnar en það fæst ekki ókeypis og
þú gætir þurft aö borga mörg
hundruð krónur og upp í nokkur
þúsund fyrir vikið eftir því hvað
greinarnar eru langar.
Pósturinn hefur ekki hugmynd
um hvað allar litlu plötumar kosta
en þær upplýsingar getur þú
örugglega fengiö í næstu plötubúð.
Þær litlu plötur, sem Pósturinn
veit um, eru: Planet Earth,
Careless Memories, Girls on
Film, Hungry Like a Wolf, Save a
Prayer, Rio, Is there Something I
Should Know, Union of the Snake,
New Moon on Monday, Wild Boys
og A View to a Kill. Sjálfsagt hafa
komið út 12 tommu útgáfur með
einhverjum ef ekki öllum þessum
lögum en um það veit Pósturinn
ekki heldur. En, eins og áður
sagði, hringdu í næstu plötubúð.
Vantar
Bravo-blöð
Sœll og blessaður, Póstur.
Ég er hér einn í svolitlum
vandrœðum. Þannig er mál
með vexti að ég er að reyna
að ná í allt púsluspilið sem
var með Duran Duran í
þýska blaðinu Bravo. Ég á
nœstum því alla hlutina, en
vantar nr. 23, 24, 25, 26, 27,
28 og 29. Ég er búinn að
reyna nœstum því allt en svo
mundi ég eftir Póstinum.
Með von um hjálp,
John Taylor.
P.S. Veit Pósturinn
heimilisfangið hjá Bravo og
hvort það er hœgt að vera
áskrifandi?
Fáðu einhvern til að skrifa
BRAVO fyrir þig á þýsku og biddu
um að fá umrædd blöð og gerast
áskrifandi ef þig langar til þess.
Utanáskriftin er:
Bravo
Charles de Gaulle Str. 8
8000 Miinchen 83,
Deutschland
37. tbl. Vikan 39