Vikan


Vikan - 12.09.1985, Page 40

Vikan - 12.09.1985, Page 40
Fimm mínútur með Willy Breinholst '•W Sem kunnugt er lifum við á tímum sem krefjast þess af smá- iðnaðinum að hann geri gangskör að hagræöingu ef hann á að lifa og dafna. I heimi nútímans dugar ekkert nema harkan sex og þeir sem trúa á gamaldags mynd af smáiðnaði hafa alrangt fyrir sér. Ef sofnað er á verðinum eitt andar- tak gleypa stóru keppinautarnir þig með húð og hári og ræna hug- myndunum. Kvasahöj, forstjóri hjá Kvasahöf-verksmiöjunni, meðalstórri verksmiðju sem framleiddi verkfæri og ýmiss konar vélbúnað og haföi sérhæft sig í að sérsmíöa tæki og tól, var sífellt vakandi fyrir þróuninni og lét ekkert koma sér í opna skjöldu. Dag nokkurn las Kvasahöj í blaöi vinnuveitendasambandsins sér- lega athyglisverða og fróðlega grein um þann undraverða árangur sem hægt var aö ná með gjörhugulli, miskunnarlausri og gagnþekkri hagræðingu. Hann sat lengi og tottaði vindilstúfinn sinn, sem var þegar orðinn gegn- blautur, svo fór hann í gegnum skrifstofurnar þar sem starfs- fólkiö sat og drollaði yfir vinnunni sinni. Hann tók eftir því að það rápaði inn og út meö pappíra og skjöl og reikninga í hendinni og lét sem það hefði ofsalega mikið aö gera. Hann fór niður í vélasalinn og nam staðar við færiband. Þar stóðu fjórir menn og horfðu á þann fimmta setja bolta í málm- stykki sem fóru þarna framhjá. Innar í vélasalnum gaf hann manni bendingu um að koma til sín. — Hvaö starfarðu hér? spurði hann. — Ég, starfa? sagði maðurinn og lagöi frá sér kassa af tómum bjórflöskum. Ég er sá sem sé um bjórbókhaldið! Kvasahöj forstjóri haföi heyrt nóg, hann haföi séö nóg, hann var ekki í nokkrum vafa. Hér þurfti hagræðingar með. Hann réð sam- stundis til starfa tvo þaulvana hagræðingarfræðinga og þegar þeir mættu til starfa fyrsta morguninn kallaði hann þá inn til sín. — Nú er bara að ganga til starfa, sagði hann, samstundis og vægðarlaust! Fyrst er að taka til hendinni í skrifstofugeiranum. Ég hef alvarlegar grunsemdir um að helmingurinn af starfsliðinu sé 40 Víkan 37. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.