Vikan


Vikan - 12.09.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 12.09.1985, Blaðsíða 42
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. læsta fímmtudag ^fór hún á fyrsta fundinn hjá AA-samtökunum. Kata var hjá Christopher og hafði fengið tvær vélritaðar síður af leið- beiningum um hvernig hún ætti að bregðast við í neyðartilfelli. „Þetta var hrikalegt,” sagði Heiðna henni seinna. „Erfítt. ' Ekkert múður. Manni fannst að þeim væri öllum hræðileg mik- il alvara, að allir væru þarna í grafalvarlegum tilgangi. Við áttum öll þetta óheillavænlega áhugamál. Við hittumst öll í St Martins in the Field, þú veist, kirkjunni á Trafalgartorgi, og við sátum og drukkum te og borðuðum kex. Þau reyktu mikið, eftir tvo tíma var eins og salurinn væri fullur af þoku. Það voru miklu fleiri karlmenn en konur þarna og nokkrir voru reglulega dmslulegir, eins og þeir hefðu verið að koma úr fangelsi eða eitthvað svoleið- is.” ,,En hvað gerðist?” spurði Kata. „Einhver fór að segja að viljastyrkurinn væri álíka áhrifamikil aðferð við drykkju- sýki og við krabbameini. Ef lxk- aminn þolir etýlalkóhól þá get- ur það veitt manni meinlausa vellíðan eins og í þínu tilfelli, Kata. En ef maður þolir það ekki, eins og í mínu tilfelli, þá verður maður smám saman háður því. Eg skal segja þér það að mér var dálítill léttir að því að vera háð því en ekki bara einhver gamall svampur. ’ ’ Hún lá í makindum á tepp- inu fyrir framan arininn og faðmaði fjárhundinn Búster að sér. Hann hafði verið úti í rign- ingunni og lyktin af honum var eins og af gömlu teppi. , ,Það er furðulegt að stjórnvöld skuli leyfa að áfengi sé auglýst í sjón- varpinu þegar vitað er að þriðja algengasta dánarorsök í land- inu er af völdum þess. „Talaði einhver við þig?” „Enginn spurði mig neins, ég sat bara, horfði á og hlust- aði. Ég lærði eitt — þú reynir bara að drekka ekki í einn dag í einu.” Heiðna þagnaði. Þetta var í fyrsta skipti sem hún fann Shirley Conran TUTTUGASTI OG SJÖUNDIHLUTI Það sem á undan er gengið. . . Árið 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París. . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangurinn er. , Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mln ? ’ ’ spyr Lilí. Árið 1948 em Heiðna, Kata og Maxln á flnum heimavistarskóla I Sviss. Þær kynnast Júdý sem vinnur sem framreiðslustúlka á kaffiteríu glsesihótels. Ungir menn koma við sögu og ástin blómstrar I svissneska fjallabænum. Að skóla loknum skilja leiðir. Ein stúlknanna er barnshafandi, en hver? Júdý og Maxín fara til Parlsar. Þar fer Júdý að vinna hjá Dior tískuhúsinu en slðan hjá Guy, ungum og upprennandi fatahönnuði. Hortense, frænka Maxln, er auðug ekkja I París og alltaf reiðubúin til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Júdý og Guy vegnar vel I París en þegar móðir Júdýjar verður alvarlega veik ferJúdý heim til Bandaríkjanna og lofar mðður sinni að fara ekki aftur til Parísar. Hún sest að I New York og fer að vinna hjá kynningafyrirtæki. Sögunni víkur til Ellsabetar litlu sem er I fóstri hjá Felix og Angelinu I Sviss. Felix er ungverskur flóttamaður. Hann fer með fjölskylduna að heimsækja foreldra sína og bróður I Ungverjalandi. Það er árið 1956. Ekkert þeirra á afturkvæmt nema Elísabet litla, Lill, eins og Felix kallaði hana. Maxln heldur til London að læra innanhússhönnun og hýbýlafræði. Hún er þar I tvö ár og kemur slðan aftur til Parísar og opnar fomgripaverslun og innanhússhönnunar- skrifstofu. Hún fær það verkefni að skipuleggja endurbyggingu á gömlum herragarði sem er I eigu félltils greifa og kampavlnsframleiðanda. Þau gifta sig og eignast þrjá syni. Heiðna og Kata stunda samkvæmislífið I London grimmt. Kata fer að vera með ungum bankastjórasyni sem býr I Kaíró. Hún fer þangað ásamt Heiðnu en eftir nokk- urn tíma kemst bankastjórinn að því að Heiðna sé vænlegra kvonfang en Kata fyrir son sinn og stuðlar að því að sonurinn láti Kötu róa en snúi sér að Heiðnu, sem hann og gerir með svikum og prettum. Heiðna giftist slðan bankastjórasyninum en hjónabandið verður ekki farsarit. Hún fer heim til móður sinnar á Englandi og hallar sér æ meira að flöskunni. til einhverrar vonar og var ekki skelfílega viljalaus. „Þegar maður er einu sinni alkóhólisti er maður alltaf alkóhólisti, rétt eins og með sykursýki, að sá sem er með hana er það alltaf þó hann geti haldið einkenn- unum niðri með insúlíni.” Hún var uppnumin af góðum vonum. „Þú ert svo fjandi æst yfir þessu, Heiðna. Ég hef áhyggjur af því. Þú skalt ekki tala við Christopher um þetta fyrr en þú hefur róast. Annars gerir hann sér ekki grein fyrir því að þér er alvara. V_/n Christopher gerði það. „Ö, ég gat mér þess til rétt áður en við giftum okkur, ’ ’ sagði hann. „Það virtist engin önnur ástæða vera fyrir allri þessari munnskolvatnslykt út úr þér þegar ég kom heim. Þess vegna merkti ég flöskurnar — ekki í barskápnum, ég vissi að þú myndir vera of slungin til þess. Ég merkti matarvínið í eldhúsinu. Ég beið eftir því að þú segðir mér frá því. Ég von- aði að ég gæti hjálpað þér. ’ ’ Christopher fór með Heiðnu á rannsóknarstofuna til þess að hitta samstarfsmenn sína um leið og hann gat snúið aftur til vinnu. „Ég er búinn að biðja alla að útskýra málið fyrir þér með eins atkvæðis orðum,” tautaði hann um leið og hann kyssti Heiðnu á eyrað rétt áður en þau stigu út úr bílnum. Henni var fylgt um bygging- una eins og hún væri konung- legur gestur en vísinda- mennirnir hefðu þess vegna getað talað svahílí því hún skildi lítið af því sem sagt var þessa tvo klukkutíma. Hún glápu á vélamar, tölvumar og raðirnar af glerílátum þar sem krabbameinsfrumur úr mönn- um uxu í vefjum sem yrðu seinna notaðir til þess að búa til bóluefni. Daginn eftir bauð hún einum af starfsmönnun- um, sem leit ekki eins ógnvekj- andi út og hinir, í hádegismat næsta sunnudag. Hún ætlaði að fá þennan svartskeggjaða Peter til þess að útskýra málið fyrir sér. I bílnum á leiðinni heim 42 Vikan 37. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.