Vikan


Vikan - 12.09.1985, Page 52

Vikan - 12.09.1985, Page 52
 Jfl Popp Umsjón: Halldór R. Lárusson DAMÍDT^OdiE Seinni hluti 1974-1985 Maður breytinga HT: Weö heiminn íhöndunum- í lok janúar 1973 hefst enn á ný hljómleikaferðalag um heiminn. Spiders hafði bæst nýr meðlimur, Mike Garson píanóleikari, sem er geysilega aösópsmikill á stóru plötunni sem kom út í apríl og ber heitið Aladdin Sane. Gagnrýnend- ur voru óánægðir með hana því hún var ekkert á við Ziggy. Það er einmitt þetta sem er aðalvöru- merki Bowies: að vera síbreyti- legur, enda vita aðdáendur hans aldrei á hverju þeir eiga von. Endalok Spiders Á þessu hljómleikaferöalagi tók að gæta óánægju í Spiders og Woodmansey hætti. Bowie fór nú yfir til Frakklands til að taka upp næstu plötu sem átti að innihalda eingöngu lög eftir aðra tónlistar- menn. Með þessu vildi Bowie votta þeim virðingu sína og er Pinups síöasta platan sem Spiders leikur á með Bowie. Síöan hefur hann látið það ógert að kalla hljóðfæraleikara sína nokkuð nema þeirra eigin nöfnum. Pinups kom út þann nítjánda október 1973. Kvöldið eftir komu Bowie og Spiders fram í síðasta sinn í Marqueklúbbnum í London og var sá atburður tekinn upp af amerískri sjónvarpsstöð. Bowie tilkynnti í lok hljómleikanna að þetta væri síðasti konsertinn sem þeir spiluðu á. Menn tóku þetta þannig að Bowie væri að draga sig í hlé en svo var nú aldeilis ekki, hann var rétt að byrja. Frá því í október 1973 og fram í febrúar 1974 vann Bowie að næstu breiöskífu sinni sem hlaut nafnið Diamond Dogs. Bowie sá sjálfur um svo til allan gítarleik á þessari plötu. Þegar upptökum lauk sigldi hann yfir til New York til fundar við DeFries en samband þeirra var orðið ansi stirt og er því helst um að kenna að DeFries vildi ekki gefa út hljómleikaplötu sem tekin var upp í júlí 1973 og átti um leið að koma bíómynd frá tónleikunum undir heitinu Síðasti konsertinn. Myndin og platan komu svo loks út um tíu árum seinna eöa í árslok 1983. Diamond Dogs túrinn hófst 14. júní ’74 í Montreal. Stórkostleg sviösmynd, sem kostaði litla 200.000 dollara, skreytti sviðið, tveir söngvarar/dansarar settu stutt atriði á svið meö Bowie í hverju lagi og í Space Oddity lyfti stærðar krani honum til lofts og var eins og hann svifi í lausu lofti. Mesta athygli vakti þó útlitsbreyt- ingin á Bowie sjálfum, litríkur og kvenlegur fatnaður var horfinn, sömuleiðis allur andlitsfaröinn og háu hælamir. I staðinn voru komin jakkaföt, flatbotna skór og síð herraklipping. Þegar ferðalagiö var hálfnað bætti Bowie við fimm svörtum aðstoðarsöngvurum, þeirra á meðal var hinn frábæri Luther Vandross sem hefur gert það gott aö undanförnu. Túrinn þótti takast frábærlega vel en eitthvað lét áhugi á plötum hans bíða eftir sér. Diskó og Carlos Alomar Hljómleikaplatan David Live var tekin upp í júlí og kom út í október en hlaut dræmar undir- tektir enda Bowie langt frá sínu besta, hljóðfæraleikurinn veikur, útsetningum hafði verið breytt og rödd kappans sjálfs var afar kraftlítil. Þegar David Live kemur út er Bowie kominn í stúdíó til að taka upp nýja plötu. Hann er nánar til tekið staddur í Phila- delphiu, heimaborg soultónlistar í Bandaríkjunum. Á þessari plötu kemur til skjalanna ungur NY- búi, Carlos Alomar. Hann átti eftir að verða hægri hönd Bowies og starfar með honum enn þann dag í dag. Þegar upptökum á plötunni lauk flutti Bowie sig til Los Angeles og segist lítið muna eftir þeim tíma vegna eiturlyfjaneyslu og ofsalegs sukklífs og svo átti eftir að verða allt fram til loka ársins 1976 þó heldur væri hægara farið í hlutina en þegar hann bjó í LA. Lennon Young American smáskífan kom út í febrúar ’74 og skömmu síðar kom stóra platan með sama nafni og viti menn, Bowie hafði enn söölað um og var nú kominn út í soul og dansmúsík. Báðar geröu þessar plötur það mjög gott en það var ekki fyrr en í ágúst að lagið Fame var gefið út og Bowie sló almennilega í gegn því það lag fór í fyrsta sæti bandaríska listans, það fyrsta sem komst þangað. John Lennon söng og spilaði í þessu lagi auk þess aö semja það með Bowie og Alomar, hann kemur einnig fram í laginu Across the Universe sem er gamalt Bítla- lag. Fyrsta kvikmyndin Árið 1975 lék Bowie í sinni fyrstu bíómynd, The Man Who Fell to Earth. Myndin var gerð eftir vísindaskáldsögu og þótti mörgum hún ansi torskilin en Bowie þótti standa sig ágætlega. Bowie hafði nú endanlega sagt skilið viö DeFries og naut í stuttan tíma leiðsagnar manns að nafni Michel Lippman en tók síðan öll sín mál í eigin hendur og hefur verið svo síðan, er sem sagt sinn eigin umboðsmaður. Bowie rokkar Er töku myndarinnar lauk fór Bowie enn á ný í stúdíó og hafði með sér fáa en trausta menn. Alomar var mættur ásamt Dennis Davis, sem aöeins hafði trommað á YA, og Earl Slick sem hafði verið á David Live og YA. Auk þess var þarna George Murray á bassa og píanóleikari Spring- steens, Roy Bittan. Upptökurnar stórðu yfir í tvo og hálfan mánuð og lauk í desember ’75. I nóvem- ber kom Bowie fram í skemmti- þætti söngkonunnar Cher við góðar undirtektir. Þar flutti hann lag sem hafði komið skömmu áður út á smáskífu og hét Golden Years. Bowie tókst ekki að fylgja vinsældum Fame eftir með því en í janúar ’76 kom svo út platan Station to Station og í febrúar hófst hljómleikaferðalag. Alomar, Murray og Davis (allir svartir) voru með og áttu reyndar eftir að fylgja Bowie allt til Lets Dance. Sean Mayers lék á hljómborð og svo átti Earl Slick að vera á gítar en hann hætti á síðustu stundu vegna launadeilna og í staðinn kom ungur Kanadamaður, Stacy Hayden að nafni. Á undan hljóm- leikunum var sýnd súrrealista- mynd Dalis og Bunuels, Anda- lúsíuhundurinn, en á sviðinu var ekkert af aukadönsurum, bara Bowie einn, klæddur í víðar, svartar buxur, hvíta skyrtu og vesti, hárið var sleikt aftur, litað rautt og ljóst, það var engin sviðs- mynd, aðeins hellingur af hvítum flúrljósum. Aö mínum dómi er Station to Station ein albesta Bowie-platan, alveg pottþétt rokk- plata með sex feikigóðum lögum og sama er að segja um þetta hljómleikaferðalag, þetta er lang- besta keyrslan af þeim öllum og um leið þeir rokkuðustu konsertar sem Bowie hefur boðið upp á. Afturtil Evrópu og Brian Eno í maí sneri Bowie aftur heim til Bretlands og var vel fagnað enda hafði hann ekki komið þar fram í þrjú ár. Hann hélt sex hljómleika í London en flutti sig þar næst til Sviss til afslöppunar og endur- nýjunar. Hann fékk til liðs við sig hljóðgervilsnillinginn Brian Eno og saman baukuðu þeir í nokkra mánuöi. Utkoman var hin vægast SZ Víkan 37- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.